Verðugur til vara.

Mér líst vel á Dag, þrátt fyrir að ég sé enn að sjá eftir Stefáni Jóni Hafstein.

Dagur hefur staðið sig vel og er laus við mikil mennsku brjálæði.  Árni Páll er líka frábær að mínu mati og legg ég þá að líku.  En ég á eftir að ákveða hvorn ég muni styðja, svo geta nú fleiri stokkið fram á sjónarsviðið.

Hvað varðar Jón Baldvin, þá finnst mér við mættum gefa Ingibjörgu Sólrúnu ögn meiri tíma til að útskýra hvers vegna hún gerði ekki neitt þegar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn varaði þau við í apríl á síðasta ári.  Það dugar mér ekki alveg að hún hafi talið þá sem til þess voru bærir að sinna þeim málum.

En ISG er stórkostlegur stjórnmálamaður eins og ég hef áður sagt og ég bíð eftir frekari skýringum, afhverju ekki var gripið inn fyrr.  Það hefði átt að vera hægt að stoppa ICESAVE innlánin miklu fyrr.

Hver átti að gera það?????????


mbl.is Dagur í varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Abel Mellado

Dagur B. er að mínu mati tilvalinn varaformaður... einlægur og góð fyrirmynd... og hárprúður.

Jónas Abel Mellado, 1.3.2009 kl. 22:45

2 identicon

Það er of seint að bíða eftir útskýringum á því af hverju menn gerðu ekki þetta eða hitt. Það gagnast ekkert í dag. Staðreyndin er að ekkert var gert og þar við situr. Draga á lærdóm af því. Ingibjörg var frábær í Borginni en ferill hennar í landsmálunum hefur ekki verið glæsilegur. Hún á að sjá sóma sinn í að víkja fyrir öðru fólki. Þú bendir sjálf á mjög frambærilegt fólk sem getur tekið við sprotanum af Jóhönnu þegar hún hættir. Dagur B. er sannarlega efnilegur foringi og gæti þróast í góðan leiðtoga. En Samfylkingin er því miður eins og eldfjall sem er við það að gjósa. Jarðhræringar eru alltaf miklar og of margir sem hafa þörf fyrir að stjórna atburðarrás. Í sitt hvora áttina.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:15

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég var farin að gefa Samfylkingunni auga, en þegar Ingibjörg ákvað að halda áfram þá fékk ég svona Davíðshroll brrrr...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.3.2009 kl. 23:16

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jóhanna mín,

Dlokkurinn snýst ekki um fólk, heldur hugmyndafræði.  Ég mun kjósa Samfylkinguna oftar en ég má, en ég mun raða á lista. því fólki sem ég treysti.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.3.2009 kl. 11:38

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Imba mín, sammála ofanskráðu um ISG að hennar tími er liðinn. Þessi uppröðun á eftir að koma fram í töpuðu fylgi við Samfó. Því miður.

Rut Sumarliðadóttir, 2.3.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband