20.3.2009 | 13:11
Þó fyrr hefði verið.
Nú þurfum við að fara að skapa eitthvað, (búa eitthvað til)
Fólkið sem verður atvinnulaust að þessum sökum ættu að fá að læra eitthvað skapandi (fá til þess styrk í stað atvinnuleysisbóta)
Við höfum ekkert að gera við allar þessar verslanir, algjör óþarfi að hafa verslunarmiðstöðvar í stað félagsmiðstöðva.
Ég sæi það alveg fyrir mér að sópa öllu út úr Kringlunni og hafa einhverskomar námskeiðahald í hverju skoti líka skúmaskoti. Leðursmíði, Postulínsmálun, föndurstofur, hönnunarstofur, bókband, tónlistarstofur og margskonar stofur, matreiðslunámskeið, ´blómanámskeið, dans og leiknámskeið.
Kirnglan yrði alvöru Félagsmiðstöð, kostuð af atvinnuleysissjóð.
ÁFRAM 'ISLAND
Opnunartími verslana í Kringlunni styttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Seggju kona. Og hvernig væri að athuga alvarlega styttingu vinnuvikunnar? Þær þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við eru löngu búnar að gera slíkt. Smá meiri tími fyrir börnin okkar til að útskýra fyrir þeim hvers vegna þau þurftu að hætta í íþróttum og tómstundum og kyssa á báttið.
Okkur vanta allt svona hér suðurfrá. Var að kynna mér þetta fyrir ekki svo löngu síðan. Það er athvarf fyrir geðfatlaða, það eru námskeið í boði Vinnumálastofnunar, allt í einhverju sem ég er búin að læra. Ekkert fyrir öryrkja en ég er velkomin með eldri borgrum í föndur, engum vísað frá þar. Öryrkjabandalagið hefur enga starfsem hér, enginn staður þar sem fólk getur komið saman og rætt sín mál eða brainstormað með hugmyndir um hvað sé hægt að gera. Þó þetta sé svona þéttbyggt svæði á íslenskum mælikvarða. Mættum gjarnan fá hús til að halda uppbyggileg námskeið og bara koma saman. Þó ekki væri nema til að lyfta sálartetrinu og spara þannig t.d. í geðbatteríinu.
Rut Sumarliðadóttir, 21.3.2009 kl. 12:52
Góð hugmynd, en held ekki að hún verði notuð. Það eru svo margir sem lifa á sölumennskunni og alltaf virðist vera eitthvað sem okkur vantar nauðsynlega eftir auglýsingum að dæma.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.3.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.