11.4.2009 | 21:25
Að hafa meira á milli handanna en eyrnanna.
Ekki veit ég hvað ég heyrði Bjarna Ben segja oft. Það skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að fyrrverandi formaður flokksins hefur axlað ábyrgð með því að viðurkenna að hafa tekið á móti peningunum og fært það til bókar. Þar með eru allir aðrir saklausir.
Engir sökunautar, allt eins og á að vera, svo voru spilaðar gamlar upptökur þar sem Geir sagði að Sjálstæðisflokkurinn hefði ekkert að fela..... Og Kjartan Gunnarsson vildi útiloka að hægt væri að kaupa sér pólitískan stuðning með fjárframlögum.
Ef að Geir og Kjartan geta logið svona fyrirhafnarlítið, hvernig eigum við þá að trúa öðrum Sjálfstæðirmönnum. Þeir sem hafa alla tíð verið í hagsmunagæslu fyrir þá sem meira mega sín í þjóðfélaginu og á ég þá við þá sem hafa meira á milli handanna en ekki eyrnanna.
Nú ætla ég bara að vona að þeir sem lítið hafa á milli handanna, en þeim mun meira á milli eyrnanna skilji hverjir séu vinir þeirra í raun. Það er engin ástæða lengur að vilja tilheyra þessum íhaldsblókum. Þeir vilja hvort eð er ekki vera memm.
Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrst muna þeir ekkert og svo tekur formaðurinn á sig ábyrgð enda farinn úr pólitík. Svo fá menn smá minni en leituðu ekki beint til fyrirtækja, skyldi Alzheimerbrandarnir eiga sér stoð í flokknum sjálfum?
Rut Sumarliðadóttir, 12.4.2009 kl. 12:35
Við getum ekki persónubundið flokkinn sem slíkan. Það eru persónur sem mynda hópa, flokka, ímyndir og hvaðeina sem hugmyndum áhrærir.
Þessi kapitaliska hugmynd var búin til af mönnum og hún er kolfallinn. Þessi hugmynd er langt frá öllu því sem okkur hefur verið kennt og við trúum á.
Lengi lifi gullna reglan, jafnrétti og bræðralag.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.4.2009 kl. 15:00
Góðar pælingar Sigurbjörg og svo réttar...
TARA, 12.4.2009 kl. 16:22
Eða átti það að vera Ingibjörg ?
TARA, 12.4.2009 kl. 16:22
Ingibjörg skal það vera
Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.4.2009 kl. 19:30
Kjartan sagði ósatt ef marka má orð Bjarna.
Bjarni sagði ósatt ef Kjartan vissi ekkert..... hvorki í miðstjórn FLokksins né stjórn Landsbankans.
Geir sagði ósatt um daginn.
Og svo segir Einar K. að heiðarleiki sé aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins.
Hann lýgur líka !!!
Anna Einarsdóttir, 12.4.2009 kl. 19:49
Satt og logið sitt á hvað,
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar allir ljúga.
TARA, 12.4.2009 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.