Hvað meina þeir?

Á þá að fækka skóladögum?  Mér finnst allt í lagi að kennarar minnki við sig vinnu, skipti á milli sín kennslu, þannig að ekki þurfi að koma til fækkunar.  En nemendur í grunnskóla þurfa svo sannarlega á því að halda að vera 5 daga í skólanum, annars kæmi þvílíkt los á þau að ég teldi það geta skaðað þau til framtíðar. 

Nemendur okkar standa sig ekkert sérstaklega vel í samanburði við nágrannaþjóðirnar.

Það á alls ekki að moka öllu út úr atvinnuleysissjóði, það ætti frekar að nota þá peninga til atvinnu sköpunnar.  Skipta svo þeirri vinnu sem er að hafa á milli fólks.

Eruð þið ekki sammála í anda jafnréttis og bræðralags?????????????


mbl.is Rætt um fækkun kennsludaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að stytting skólaársins sé til góða. Verði eins og áður 170 dagar í stað 180 eins og er nú. Þessi lenging hentar ekki stuttu sumri o.s.frv. Ég minni einnig á að ekki fer saman magn og gæði. Lengin skólans hefur ekki sýnt fram á áþreyfanlegarn árangur

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:22

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Varla getur stytting skólaársins verið leiðin til lífsins.  Fyrir hvern mynda það gott gera?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.4.2009 kl. 18:13

3 identicon

Ég hugsa nú reyndar að það sé ekki verið að tala um að kenna færri daga í viku heldur lengja sumarfríið. Það var nú lengra hérna áður og gerði engum illt. Hinsvegar finnst mér stórundarlegt að þessi frétt fái ekki meiri umfjöllun.

hanna (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:47

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er á því að skólaárið sé of langt hjá okkur. Það vita allir sem reynt hafa að halda litlum krökkum inni í skólastofu þegar sumarið er komið. Og áður en það er búið. Við erum gagnrýnislaust oft að miða okkur við önnur lönd, sumarið er svo stutt að við eigum að leyfa krökkunum að njóta þess. En oft eru skólarnir "geymslustaður" vegna þess að foreldra vantar gæslu. Mætti heldur vera frístundaskóli frá því um miðjan maí og fram í september til að fara bil beggja. Væri það ekki tilvalin vinna fyrir eldri krakka að vinna við slíkt á sumrin?

Rut Sumarliðadóttir, 3.4.2009 kl. 13:49

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þegar ég var 7 og 8 ára var ég í skóla tvær vikur yfir veturinn.
Þegar ég var 9 og 10 ára voru vikurnar fjórar.

Og eins og þú veist Ingibjörg mín er ég ekki sú vitlausasta þrátt fyrir takmarkaða skólagöngu framan af. 

Ég vil alveg sjá þriggja mánaða frí hjá krökkunum, yfir sumartímann.  Þau hafa bara gott af útiverunni þennan tíma.

Um tíma var "inn" að stytta vinnutíma hjá starfsfólki án þess að fyrirtækin skiluðu minni framlegð.  Og reyndin var sú að framlegðin hélst, þar sem ég þekki til.  Það hlýtur að gilda sama lögmál hjá krökkunum.... takmörkuð geta til að læra í of langan tíma í senn.

Þetta er mín skoðun. 

Anna Einarsdóttir, 4.4.2009 kl. 23:27

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Anna, ég er í raun og veru þér hjartanlega sammála.  Þegar ég var ellefu ára, þá var ég í skóla á Hvolsvelli og það var kennt annan hvern dag.  Og sumarfríið voru a.m.k. þrír mánuðir.  En þá þurfti að læra heima.

Einnig voru skólar í Reykjavík bæði tví og þrí setninr hvern dag.

Fyrsta holl kannski kl. átta, síðan 11:15 og minnstu krakkarnir ekki fyrr en kl 14:00

En þá var kennslan miklu markvissari, allavega finnst mér það.  Ég gerði vinnubækur í öllum kjaftafögunum og venjulega þurfti að reikna allt upp í 50 dæmi heima.  Æfa skrift og réttritun heima og læra ljóð utanbókar, sem þroskar heilann og skilning á mæltu máli.´

Ekki held ég að við höfum verið gáfaðri í þá daga, en færra til að trufla okkar andlega og skapandi þroska.  Við vorum ekki mötuð, nema kannski á barnatímanum hjá Skeggja Ásbjarnarsyni.

Stundum vildi ég óska þess að við gætum horfið aftur til fortíðar, þegar vextir á innlánsbókum voru handfærðir með blýöntum inn í bankabækurnar okkar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.4.2009 kl. 20:27

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Barnatíminn minn var Rannveig og Krummi.  Ohh, það var svo skemmtilegt. 

Já og í gamla daga var debet og kredit fært í sama fyrirtækinu.  Ekki í tveimur eins og þeir leika sér með í dag, ljótu lúðarnir. 

Anna Einarsdóttir, 5.4.2009 kl. 23:28

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert kynslóðinni á eftir mér, það var bara Bonanza í Kanasjónvarpinu og það voru bara ríkisbubbar sem höfðu efni á svoleiðis.  Ég var orðin átján, þegar íslenska  sjónvarpið hóf útsendingar.  En ég man eftir Rannveigu og Krumma. Þau voru nú alltaf með einhvern vísdóm í sínum þáttum.

Meira en lúðar, frekar bölvaðir hrappar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.4.2009 kl. 09:08

9 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég er nú af gömlu kynnslóðinni og reyni ekki að bera saman skólana þá og nú. Sjálf var ég heimavinnandi húsmóðir með 5 börn meðan þau voru lítil og börn á þeim tíma höfðu líka ýmisleg störf á heimilinu eða utan þess. Ég ætla ekki að fara að þreyta neinn með frásögnum um þá daga, en þá var líka erfitt að ná börnunum inn á sumrinn þau höfðu svo margt við að vera sem ekki þekkist í dag. Við vitum að í því ástandi sem ríkir í dag getur orðið stórt vandamál fyrir fjölskyldur ef falla úr skóladagar. Hvar eiga börnin þá að vera og hver gætir þeirra ?

Ég tek undir með Rut Sumarliðadóttur hugmyndina um Frístundarskóla.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.4.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband