Hver á hvað?

Ég hef verið að reyna að skrifa færslu við þessa frétt en það gengur bara ekki, hætti samt ekki að reyna. Fyrst að við erum byrjuð á að skipta um hlutverk (í þykjustunni) þá er ekki úr vegi að gera það enn frekarSegjum að trén í garðinum mínum væri rifin upp með rótum, gefin trjásölufólki sem síðar seldi þau mér og nágrönnum mínum.  Hvar stæði ég í þeirri stöðu?  Það er bannað að stela, það er bannað að gefa það sem aðrir eiga, það er bannað að kaupa þýfi. Um að fiskurinn í sjónum sé þjóðareign held ég að allir séu sammála um og tími til að rétta okkar hlut.Það hafa allir Íslendingar orðið fyrir barðinu á misvitrum stjórnmálamönnum en æðrumst ekki, það er ennþá tími til að uppræta spillingu, svindl og svínarí og byrja upp á nýtt.  Sumir þurfa kannski sérstakrar meðferðar við, úrræðin eru mörg og ekki einhlýtt hvað hentar best hverju sinni.  Ég vil benda öllum Íslendingum á að æðruleysisbænin er öllum holl og góð yfirferðar.  Ef einhver skyldi ekki kunna hana, þá gjöruð svo vel: Guð gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.

Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi eins og hann er,
eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann

og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur.

Amen
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband