25.5.2009 | 17:49
Ég treysti þér Jóhanna!
Ég veit það, hef beðið eftir því að niðurskurður hæfist.
Lækka laun og hækka skatta. Ég vona að byrjað verði á þeim sem hæst hafa launin. Það hlýtur að vera hægt að lýsa yfir neyðarástandi. Allir ættu að geta lifað af 800 þúsundum á mánuði, þannig að ég legg til að það verði byrjað á því að lækka öll laun sem eru yfir 800 þús, fella niður allar sporslur, yfirvinnu og annað af öllum launum. Yfirvinnubann allstaðar og fá frekar atvinnulausa til að koma til starfa, frekar en að vera borga fólki í 100% starfi yfirvinnu.
Hækka skattleysismörk upp í 200.000.- og síðan greiða 70%skatt af öllu sem fyrir yfir það.
Ég er ekki hagfræðingur og veit ekki hvað þetta myndi þýða fyrir þjóðfélagið, en held að þetta gæti verið eitthvað í áttina. ÉG veit það eitt, að ekki þýðir að ætla að ráðast að fólki sem hefur undir 250.000,- á mánuði. ´
Hugsum svo með hlýju til þeirra sem ollu öllu þessu, hvort sem þeir eru nefndir útrásarVíkingar, Framsóknar- eða Sjálfstæðismenn. Þeim veitir ekki af samúð okkar og umburðarlyndi.
Róttækar og erfiðar ákvarðanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
- Blóðkám á vegg ráðhússins
- Mæðgur dæmdar til að greiða 64 milljónir
Athugasemdir
Það er gaman og uppbyggjandi að lesa bloggið þitt!
Takk fyrir það:)
Ásgeir Rúnar Helgason, 25.5.2009 kl. 21:00
Þjóðin skynjar þetta ekki: Við eru gjaldþrota þjóð. Væntingarnar eru: Hækka laun, lækka skatta, afskrifa skuldir. Hver er greindarvísitalan ?
Finnur Bárðarson, 25.5.2009 kl. 21:55
Sæl Ingibjörg.
það gildir að vera jákvæð...sama hvað bölvað þetta er.... Jóhanna...mmmm
Guðmundur Óli Scheving, 25.5.2009 kl. 22:03
Sammála að það er ekki hægt að skerða lægstu launin. Nú er lag að þrepaskipta skattakerfinu. Svo vantar mikið uppá að allir borgi af sínum launum eins og alþjóð veit. Mætti gera skurk í að ná þeim sem ekki borga. Virðist vera að fólk sem gefur upp lágmarkslaun og á stórar eignir liggi ekki undir grun um að það steli undan skattinum. Af hverju svo sem það nú er.
Rut Sumarliðadóttir, 26.5.2009 kl. 12:43
Alveg sama thótt thú sért ekki fraedingur. Thetta eru mjög gódar hugmyndir og framkvaemanlegar. Einmitt á thennan hátt eiga íslendingar ad taka á vandanum.
Fimm stjörnur af fimm stjörnum mögulegum faerdu frá mér fyrir thessa faerslu.
Nonni (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.