1.7.2009 | 11:18
Og hvað er til ráða?
Hverjir höfðu umboð til að fella þessar skuldir niður? Það væri gaman að fá svör við ýmsum spurningum.
Er þetta löglegt? Ef svo er að eigendur banka sem eru með fé annarra í vörslu, geta síðan tekið út að vild í formi lána og síðan fellt þau niður, þá er eitthvað stórkostlegt að í stjórnarskrá okkar Íslendinga og krefst úrbóta tafarlaust eða þó fyrr hefði verið.
Ég held að það séu margir sem hafa fengið þessi svokölluðu kúlulán og einmitt þessvegna hefur gengið illa að upplýsa þessi mál.
Trúir því einhver að, eins og einn góður valdi að orða það: Þau leiðu mistök áttu sér stað að vextir af (tugmilljóna kúluláni til 30 ára) láninu byrjuðu ekki að virka fyrr en þremur mánuðum fyrir gjalddaga.
Nú ættum við góðir Íslendingar að fara heimta aðgerðir... Frysta eigur þessarra bandíta, passa upp á að þeir sem fluttu eigur sínar til einhverra eyja suður í álfu, eða yfir á sína ektamaka eða börn, fái ekki frið, fyrr en búið er að gera það sem búið átti að vera fyrir´hálfu ári eða svo.
Ég bloggaði fyrir mánuði um aðgerðarleysi stjórnarinnar og sendi á alla alþingismenn þjóðarinnar og bað um svör og hét því að láta vita hverjir eða hvort einhver myndi svara. Jú, tvær þingkonur svöruðu og voru held ég álíka óþreyjufullar og ég, enda nýjar á þingi, önnur fyrir Borgaraflokkinn og hin frá Samfylkingunni. Hinir létu ekki svo lítið að svara þrátt fyrir að hafa fengið allir persónulegan tölvupóst frá mér. En ég er nú líka bara helvítis fokking kjósandi.
Ólína og Birgitta! Takk fyrir að hafa svarað og ég hvet ykkur til að halda þingmönnum við efnið og Ólína, þér einnig fyrir að setja út á hegðun þeirra í þingsal.
Fengu milljarða að láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur lítið breyst þó núna ríki "félagshyggjustjórn", sami rassinn undir þeim og sjálfgræðgis og framasókn. Mér sýnist að öryrkjar og gamlingjar séu núna fyrstir að setja af sínum bótum í hýtina. Svo bíður launahækkun fram í næsta mánuð, gott að semja svona fyrir aðra með milljón á mánuði sjálfur. Annars er ég hætt að skipta mér af pólitík, það skiptir engu máli hvað við segjum og gerum, við erum iceslave. Og sem slíkir eigum við að þegja og borga.
Rut Sumarliðadóttir, 1.7.2009 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.