Er þetta skuld við bankana?

Ef bíleigendur geta ekki staðið í skilum, þá er ekki nema sjálfsagt að taka þá bíla og reyna að koma þeim í verð og endurgreiða bönkunum (sem nú eru í eigu þjóðarinnar)  Eins með þá sem tóku kúluláninn og önnur lán en þau sem voru til húsnæðisnota (einkanota) Látum þá borga þau, það getur ekki verið réttlátt að við séum skuldsett til jafns við þá sem tóku þessi áhættulán til þess að græða.

Þetta er mín afstaða, sem þarf ekki endilega að endurspegla vilja allrar þjóðarinnar en ég held þó að meiri hlutinn myndi styðja þessa skoðun.

Mér finnst það furðulegast að þessir menn (fjárglæfra) skuli ekki vera búnir að leggja spilin á borðið og skila einhverju af því sem þeir tóku til sín, bæði í formi launa sem þeir höfðu ekki unnið til og lána sem þeir hafa ekki greitt.  Að mínu mati eru þetta gjörsamlega siðblindir menn.


mbl.is 115 milljarða erlend bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mundu að það eru tvær þjóðir hér í landinu: Kúlulána-kóngar og -drottningar auk annars órreiðufólks og loks almennir borgarar.

Staðreyndin er nefninlega sú að um þá fyrrnefndu gilda aðrar reglur en venjulega borgara.

Vona nú samt að þetta breytist.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Eru það fyrirtækin sem skulda þessi lán?  Eru það ekki bifreiðakaupendur sem fá lánin.  Ég er svo vitlaus, þar sem ég hef alldrei tekið svona lán.  Bara húsnæðismálastjórnarlán og víxla þegar maður stóð í húsbyggingu í gamla daga.

Ég tel mig ekki eiga bíl sem ég hef ekki greitt að fullu.  Bankarnir hljóta að eiga kröfurnar og ég á ekki að borga fyrir Jón sem keypti sér stóra Hummer'n. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.7.2009 kl. 16:13

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Rétt skal vera rétt, og sé það þannig að kóngar og drottnigar eigi að fá aðra meðhöndlun en ég og þú, þá vil ég að það sé sagt upphátt, svo við getum virkilega farið að reka þessa bjána út af Alþingi.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.7.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála Imba.

Rut Sumarliðadóttir, 1.7.2009 kl. 20:38

5 Smámynd: Huckabee

Eru ekki að ná þessu? Feitu rassar þessa lands vita að það þarf bara pínulítið til að fá frið frá sauðsvörtum almúganum til að hirða sinn bróðurpart leyfa Steingrími og Jóhönnu að gera skítverkin og koma svo og bjarga þegar einfeldingarnir eru búnir að gera uppá bak , setja upp nokkrar dótabúðir og allir gleyma kostningarréttur snýst um flokka ekki fólk

Huckabee, 2.7.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 1773

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband