En ekki hvað?

Þegar ég var yngri, vissi ég eiginlega ekki hvað samkynhneigð táknaði, annað en að einhverjir karlar væru hommar og það var ansi neikvætt.  Talað var um þannig menn af mikilli dómhörku.  Ég var svo sem ekkert að velta mér upp úr því, enda hélt ég að þeir byggju nú nær allir í útlöndum.  Kannski var einn á Stokkseyri og 4-5 í henni Reykjavík og var einn klæðskeri og hinir unnu hjá Loftleiðum landa á milli.

Síðan eru liðin mörg ár og nú  veit ég að þessi kennd sem kallast kynhvöt bærist líka með konum.  Þrátt fyrir það að mig hafi alldrei langað að elskast með konu, þá hef ég orðið býsna ríkan skilning á því að við erum öll með misjöfnu móti, þrátt fyrir að grunnþarfirnar og hvatirnar nær allar þær sömu.  Sem dæmi, get ég sagt ykkur það að mig hefur bara aldrei langað til þess að sofa hjá Ólafi Ragnari, þrátt fyrir að hann sé ekki af sama kyni og ég.  (Ég myndi heldur vilja lúlla hjá Dorrit).

Það er eiginlega ótrúlegt að það skuli vera frétt að samkynhneigðum sé leyft að elskast.  Hver ætti að banna einstaklingi að elska eða elskast með annarri ef báðar gera það af fúsum og frjálsum vilja?

Mig langar að segja ykkur eina skemmtisögu, sem gerðist um borð í flugleiðavél þegar við hjónin ásamt barnabarni vorum að koma frá Ameríku:  Við sátum í næstaftasta sæti og fyrir framan okkur voru tveir Svíar og einn Ameríkani (sem var alltaf með lappirnar út í gangvegi, svo flugfreyjurnar þurftu virkilega að hafa fyrir þvi að servera um borð, ekki minnst fyrir það að konan (væntanlega ameríkanans) hafði sama háttinn á.

Áfram með söguna, á seinni helmingi leiðarinnar  þurftu Svíarnir að fara að pissa eða eittvað þaðan af meira og væri ekki í frásögur færandi, nema af því að ég taldi þá bræður, báðir ca. 2 metrar á hæð, fóru inn á sama klósettið og gerðu þarfir sínar með þvílíkum dúndrandi hávaða að fólki í nærliggjandi sætum stóð ekki á sama.  Ég tók þessu með stökustu ró og flugfreyjurnar líka, því ber er hver að baki nema bróður sér eigi“.

Þessi athöfn „bræðranna hafði engan eftirmála.  Þeir komu sallarólegir og sælir út af klósettinu, tróðu sér innfyrri leiðinlega Ameríkanann sem samkjaftaði ekki alla leiðina frá New York til Keflavíkur, þánnig að ég sofnaði ekki dúr þrátt fyrir inntöku á1 svefntöflu tveimur tímum fyrir lendingu.  Ég var hinsvegar til skammar í Fríhöfninni en það er önnur saga.Heart i boðinu.


mbl.is Samkynhneigðum heimilt að elskast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þú ert dásamleg Imba!

Rut Sumarliðadóttir, 2.7.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Huckabee

Margt breyst hjá þessu flugfélagi?

Man í den að par sem fékk engan frið í sæti sínu til að losa um náttúruna fór á salernið og þrátt fyrir hálftóma vél var hamasat á hurðni hjá þeim þar til þau hrökkluðust út: Eru þetta ekki bara kynvillingar sem vinna í farþegarýminu?

Skil vel að þú hafir ekki sofnað með þetta fjör

Huckabee, 3.7.2009 kl. 00:36

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knús í hús. Hér eru bara írskir dagar og fullt af hommum og lessum! Þeir sem elska Hollywood ættu að taka sér þessa Svía til fyrirmyndar því það ku vera tískahjá liðinu þar að nota flugvélar til þessara gjörninga.

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2009 kl. 14:40

4 identicon

góð betri best mamma mín!!

annars finnst mér huckabee vera á villigötum að tala um kynvillinga...það er að mínu mati ekki villa þótt maður aðhyllist sitt eigið kyn!! allir eiga rétt á að elska og hana nú!!

boel (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1784

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband