Öryggið á oddinn

Þvílík vitleysa,  þetta er bara fyrirsláttur.  Ef þjóðin á að fá að ráða þessu, verður að fara í viðræður til að vita hvort maður eigi að vera með eða á móti.  Þingmenn sem vilja tvöfalda atkvæðagreiðslu eru að slá ryki í augu kjósenda sinna. 

Við munum aldrei samþykkja að láta auðlindir okkar í hendur Evrópu,  svo við skulum sjá hvað er að hafa.  

Haldið þið samt að við séum best í að ráða ráðum okkar???


mbl.is Enginn barinn til ásta á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Bara stuð á minni í góða veðrinu. Ég er bara mest hræddur um að þú fáir sólsting í þessu tíðarfari og vaknir upp eftir hálfan mánuð sem yfirstéttarfémínískt framsóknaríhald. Þá væri nú betra að skríða strax inní bæli og breiða yfir höfuð, en að hætta á að fá þessháttar sólskinssýkingu.

Jóhannes Ragnarsson, 10.7.2009 kl. 13:38

2 identicon

Enginn barinn til hlýðni, samt heldur einn þingmaður VG því fram fullum fetum að hann þori ekki að styðja tillögu stjórnarandstöðunnar vegna þrýstings um að þá sé stjórnin fallin. Ef það er ekki að berja menn til hlýðni, þá er ekki hægt að berja fólk.

Þetta er það sem ríkisstjórnin ætlar að bjóða landanum upp á næstu mánuðina, þangað til búið verður að senda aðildarumsókn til ESB. Væntanlega tekur það ekki langan tíma að semja um inngöngu við ESB, ekki frekar en að semja um Icesave. Bara senda einhverja amatöra út sem segja já og amen við öllu. Síðan verður þing rofið, ný stjórn mynduð og allt gúlagið samþykkt upp á nýtt, ný stjórnarskrá og málið dautt.

Þá geta menn farið að spyrja sig af hverju var þetta ekki gert eða af hverju var hitt ekki gert. Svarið verður þá einfalt, vegna þess að Steingrímur J. og Ögmundur börðu sitt lið til hlýðni við Samfylkinguna, sem var búin að fórna nokkur hundruð milljörðum til að geta stillt sínu fólki upp í þægileg embætti úti í Brussel.

joi (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 13:59

3 identicon

"Við munum aldrei samþykkja að láta auðlindir okkar í hendur Evrópu"

Vertu nú ekki svo viss um það... Samfylkingin er í ríkisstjórn.

Gulli (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sem betur fer er hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkurinn við stjórn.  Þið sjáið hvað er að gerast í Reykjanesbæ, þar sem sjallarnir eru í meiri hluta.  Litlu mátti muna að íhaldinu með stuðningi Framsóknar tækust að láta orkuveituna af hendi til íslenskra fjárglæframanna.

Hvað er að ykkur, lesið þið ekki eða hlustið á fréttir.  Stjórnarsáttmálin felur að í sér að farið verði í aðildarviðræður og auðvitað springur stjórnin ef það gengur ekki eftir. 

VIÐRÆÐUR sjáið til.  Og ég treysti þeim Jóhönnu, Steingrími og Ögmundi að ekki verði gerð mörg axarskoft.

Farin í helgarfrí, vonandi munu margir tjá sig bæði með og á móti.

Heyrumst seinna og góða helgi.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.7.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 1781

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband