10.8.2009 | 15:29
Máltilfinning
Ég var að lesa færslu hjá syni mínum þar sem hann fjallar um gjaldfellingu orða. Við erum ekki alltaf sammála ég og umræddur sonur, en þegar betur er að gáð erum við erum býsna lík. Það sem aðskilur oft meiningar okkar og gildi er kannski ólík máltilfinning og þar kemur inn kynslóðabil og fleira sem ég ætla ekki að fjölyrða um, en nefna nokkur dæmi.
Þegar ég var að alast upp þá voru menn með þroskaröskun sagðir , vanvitar, vangefnir, aumingjar og eitthvað fleira sem ég man ekki. Í dag er þessir menn, konur og börn nefndir þroskaheftir en gömlu nöfnin sem (að ég hélt) gáfust vel, álitin móðgandi. Geðfatlaðir voru geðveikir, vitleysingar og oftast var það hugtak notað um þá sem vistaðri voru á Kleppi. Núna í dag veit unga fólkið ekki hvar Kleppur er.
Svo voru það svertingjarnir sem voru Negrar og minnist ég þá negrakossana sem voru ekkert smágóðir. Aldrei datt mér í hug að það væri eitthvað ljótt við að kalla svartan mann negra, frekar en rauðan mann indiána. Hinsvegar var hugtakið hommi eitthvað sem maður tók sér ekki í munn nema ætla sér gagngert að vera vondur eða dónalegur. Lesbíur voru ekki til í mínu ungdæmi eða ég vissi ekki til þess. (sagt til þess að þið áttið ykkur á fordómunum.)
Og svo er það orðið sem er kveikjan að þessum skrifum þunglyndi sem er í mínum huga það gagnstæða við léttlyndi.
Þegar ég er löt þá verð ég leiðinleg og þegar ég er leiðinleg þá verð ég þunglynd og síðan þegar ég er orðin þunglynd, þá meina ég þung í skapi þá reyni ég að rífa mig upp á rassgatinu og gera eitthvað skemmtilegt eins og t.d. skúra gólf eða eittvað álíka gáfulegt. Þegar ég er búin að skúra út hjá mér, þá hætti ég að vera löt, verð fádæma skemmtileg og með eindæmum léttlynd.
Mér finnst orðið þunglynd ekki eiga neitt skylt við sjúklegar geðraskanir. Eðlilegasti hlutur í mannlegu eðli að lyndiðsveiflist aðeins frá degi til dags.
Hugsið ykkur hvernig mér liði, þar sem málfrelsi væri skert, ég yrði þunglynd og myndi síðan deyja úr leiðindum. Skúringar né annar gjörningur myndi ekkert hjálpa, því það jafnast ekkert á við þau réttindi að fá að tjá sig, hvaða lit sem maður hefur á húðinni, eða hverjum mann langi að sofa hjá.
Verum góð hvert við annað!
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegur pistill.
Rut Sumarliðadóttir, 10.8.2009 kl. 15:57
Skemmtileg að orði komist hjá þér Ingibjörg.
Gaman að lesa þetta
svala Olafsdottir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 01:21
mamma mín! eins og oft áður hittir þú naglann beint á höfuðið þegar þú sest niður og skrifar eitthvað skemmtilegt.
takk fyrir mig...ég reyndar er ekki jafn heppin og þú þegar ég er þunglynd...þá dugar ekki að skúra og verða svo skemmtileg í kjölfarið...en mikið djöfull væri ég til í það!!!
knús á þig
bósan
bóel (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.