24.9.2009 | 19:47
ÞETTA ER EKKERT GRÍN!
Ég heiti því að Morgunblaðið mun ég ekki kaupa né lesa á meðan Davíð Oddson fær opinberlega að stýra blaðinu. Ég hef haft það fyrir sið s.l. þrjátíu ár að lesa jarðafaratilkynningar og minningargreinar í Mogganum, en ég mun láta allt slíkt fram hjá mér fara. Moggabloggið hefur einnig verið mikill tímaþjófur, en nú mun Fésbókin, Barnaland og kannski Vísir.is taka tíma minn.
Afhverju er ég að tilkynna þetta sérstaklega mun einhver spyrja sig, því ekki hef ég verið öflug og ekki á ég mér marga aðdáendur. Ég tilkynni þetta til að fá útrás fyrir hryggð minni með að nokkur skuli enn hafa trú á þessum manni sem að mínu mati hefur farið svona með okkar þjóð.
Að mínu viti og flestra þeirra sem ég hef hitt og talað við er Davíð Oddsson með góðri hjálp Hannesar Hólmsteins Gissurasonar sökudólgur númer 1 í okkar efnahagshruni. Hann innleiddi þessa siðspilltu frjálshyggju sem varð okkur að falli.
Ég ætla að neita mér um sterkar yfirlýsingar, fara að dæmi nýgiftrar bloggvinkonu og vera stillt. Hvað ég geri í hljóði er annað mál.
Ég kveð ykkur að sinni og óska þess að mér gefist færi á að hitta ykkur á Fésinu eða annar staðar.
Lifið heil!
Ingibjörg F. Ottesen
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
Athugasemdir
Nú getur maður loksins gerst áskrifandi af Mogganum aftur, hringnum er lokað og þetta er orðið blátt blað aftur.
Stebbi (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 19:53
Sammála Stebbi :)
Ég pantaði mér áskrift um leið og búið var að staðfesta fréttina :)
Það verður loksins hægt að lesa blaðið aftur þegar ESB vélarnar eru farnar af blaðinu. Þessi linnulausi ESB og vinstri áróður var að ganga af blaðinu dauðu.
Hrafna (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 19:56
Heil og sæl; Ingibjörg !
Ég verð; að viðurkenna, að fremur hefði ég kosið, að þú hefðir mátt eiga orðræður lengri - mun lengri; hér á vef, en raunin sýnist verða.
Ætíð; hafið þið, flest, ykkar ESB sinna, sýnt mér kurteisi og einurð, þó á ýmsu hafi gengið, gegnum tíðina, og megi þér - sem og, þínu fólki vel farnast, á komandi tíð, Ingibjörg.
Taktu ekki nærri þér; þvaður Stebba og Hröfnu, miðju moðs fólks, hvert haldið er einhvers konar leiðtoga firringu, sem tignun, sem öllu venjulegu fólki er óskiljanleg.
Oft; hefi ég skotið fast, og það af gefnu tilefni, á ykkur Samfylkingarfólk, en verra þykir mér, að mörg ykkar, teljið ykkur þurfa, að hverfa af þessum vettvangi, í kjölfar tíðinda dagsins.
Við; þjóðernissinnar - hverfum á braut, af eigin hvötum margir, vafalaust, eða þá, að þeir Davíð og Haraldur vísa okkur í brottu, með tíð og tíma.
Það; verður að koma í ljós.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:15
Fæ mér áskrift um leið og ég fæ tækifæri til.
Davíð (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:30
Þetta er ein skelfingin , spillingin ennþá .Hvað er 62 ára gamall kall að fara að segja okkur ?Valdafíkn !
Hryllingur .
Búin að segja upp blaðinu , eftir rúmlega 40 ár .
Kristín (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:31
Fyrirgefðu Óskar, en MIÐJU MOÐS FÓLK með leiðtoga firringu?
Færðu þessa niðurstöðu út eftir að hafa lesið þessi örfáu orð sem ég og Stebbi skrifuðum?
Ástæða þess að ég ætla að gerast áskrifandi að Morgunblaðinu aftur er ekki Davíð Oddsson heldur þær breytingar sem í vændum eru á blaðinu. Það að blaðið ætli nú loksins að halda aftur til hægri þar sem það á heima gerir það læsilegra fyrir fólk eins og mig eða MIÐJUMOÐSFÓLK MEÐ LEIÐTOGA FYRRINGU eins og þú kýst að kalla það.
En má MIÐJUMOÐSFÓLK MEÐ LEIÐTOGA FIRRINGU ekki eiga sinn málsvara eins og Vinstri sinnar og ESB sinnar eiga í öllum 365 miðlunum og RÚV?
Hvað er að því þó að einn blaðasnepill ætli nú að hverfa til uppruna síns og færa sig af vinstri kantinum og yfir á þann hægri?
Eru er það bara Davíð Oddsson sem fólk er að tapa sér yfir? Af því að hann heitir Davíð Oddsson?
Hvað hefðuð þið sagt gott fólk ef Ingibjörg Sólrún væri nú að setjast í ritstjórastólinn? Ég er viss um að gólið og dramatíkin hefðu ekki náð jafn miklum hæðum og þegar Davíð var kenndur við stólinn.
En Óskar, Afsakaðu að svona miðjumoðhaus eins og ég vogi mér að spyrja, en af hverju skrifar þú ekki Íslensku eins og venjulegt fólk? Hvað er málið með allar þessar kommur á víð og dreif um textann?
Þú skrifar eins og Ólafur Ísleifsson talar. NO offence.
Hrafna (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:34
Heil og sæl; á ný - gott fólk !
Hrafna !
Engan hugðist ég móðga; og, allra sízt, með mínu orðfæri, en svo háttar til, að ég nam, í upphafi, í Barna- og unglingaskóla Stokkseyrar (1967 - 1971), og mótast mitt tungutak,, sem sérvizka mín ýmis, af þeirri orsök; hvar, kennzlu hættir voru upp á klassískan máta - ekki, grunnskóla þvarg það, sem seinna varð, og heldur lítilmótlegan lærdóm má kalla, Hrafna mín.
Ef; eitthvað útskýrir nánar, fyrir þér. Hefi plagað; að tala á 13. aldar - sem 18. aldar, og svo 21. aldar tungunni, að nokkru, Hrafna mín.
Ekki; þarf Ólafur Ísleifsson, að fyrirverða sig, fyrir sitt tungutak, heldur.
Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri og áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:50
Gott hjá þér Ingibjörg, ég sagði líka upp í dag og langar ekki að lesa neitt af því sem Morgunblaðið er með.
Unnur Kr.
Unnur G. Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:53
Sagði upp líka. Blaðið misst hlutleysi (ef eitthvað var) og algerann trúverðuleika.
Jón Pálmar Þorsteinsson, 24.9.2009 kl. 22:58
Jón, Hvað segiru þá um hlutleysi og trúverðugleika 365 miðla?
Hrafna (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:02
Bless, bless Ingibjörg.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:08
Hélt fram á síðustu stund að þetta væri grín en svo er víst ekki!
Rut Sumarliðadóttir, 25.9.2009 kl. 07:14
flott hjá þér mamma mín!! asskoti gott bara...ég bara vorkenni fólki sem er ennþá að gapa uppí þennan karlpung!! held það væri nær að láta manngerpið í spennitreyju og henda honum útí sjó!!!
knús elsku besta (þó þú ætlir ekki að borga skattinn fyrir mig...) og hlakka endalaust til að fá þig í heimsókn bráðum og prjóna með þér og tala um pólítík!!!!!!
bósa fjósa
bóel (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 09:17
Já, færa sig yfir á vettvang sem þeir eiga útrásarvíkingarnir og hinir dæmdu glæpamenn samkvæmt dómi Hæstaréttar, geislaBAUGSfeðgar.
Þá er bæði rétt og skylt siðferðilega vegna afstöðu þinnar til eigenda og nýrra ritstjóra Morgunblaðsins að þú lokir þessari bloggsíðu þinni þegar í stað. Ekki viltu hafa nafn þitt hér lengur - eða hvað ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2009 kl. 14:56
Tengdafaðir minn ber mikla ábyrgð á túngufæri venz míns Ózkarz, því bið ég honum velvildar allz ztaðar. Hann er enda ein réttvelmeinandi mannezkja.
Ég deili heldur ekki með þér almannazkoðun þezzari, en það látum við nú falla á milli vita, held ég.
Þú finnur mig alltént á Fézbókinni undir nafni, en ekki á 365.
Steingrímur Helgason, 29.9.2009 kl. 23:30
Æ það ar synd að þú ert farin af blogginu. Hins vegar verð ég að segja að mogga bloggið er besti vettvangurinn til að blogga á. Einfalt kerfi, auðvelt að fylgjast með bloggurum og bloggi.
Finnur Bárðarson, 2.10.2009 kl. 17:47
Áttu margar nýgiftar bloggvinkonur ?
Ég ætla að sitja um stund og stríða manni og öðrum. Vera óþekk !
En Morgunblaðið kaupi ég ekki.
Anna Einarsdóttir, 5.10.2009 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.