27.11.2009 | 11:34
Afnemum forréttindi.
Hvað með forréttindi flugfólks. Tollurinn í hverri ferð. Sendiráðsstarfsfólk, það yrði of langt mál að telja upp öll þau forréttindi sem það góða fólk nýtur. Hvað með þingmenn og marga embættismenn. Hæstaréttadómara og fleiri.
Ég mun ekki taka mark á þessari stjórn sem kennir sig við jöfnuð og réttlæti, fyrr en hún afnemur þessi forréttindi sumra, sem eykur á stéttskiptingu og annan ójöfnuð.
Ef fólk vill meina að ég sé bara öfundsjúki asninn fyrir það eitt að vilja afnema forréttindi einstakra Íslendinga, þá verður það bara að hafa þá skoðun.
Ég þoli ekki mútugreiðslur: Bjóða í lax, bjóða hitt og þetta.
Þoli ekki heldur þessar földu greiðslur til sveitastjórnar' og þingmanna.
Hvern fjandann á það að þýða að greiða fólki tugi þúsunda fyrir eina fokking fundarsetu????????????
Lifi Ísland! (Án spillingar)
Boðar afnám sjómannaafsláttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru þetta ekki hetjur hafsins ? Ég kannast hins vegar ekki við hetjur sjúkrahúsa. Þar er fólk að stórlækka í launum. Þoli ekki þetta væl í sjómönnum.
Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 12:26
Ég þoli ekki væl af neinu tagi. Ég ætla ekki að flýja land né fara í greiðsluverkfall. Ég tek hinni „postulegu“ kveðju. Verð með í því að borga upp skuldir fégráðugra Íslendinga. En, ég ætlast til þess að stjórnvöld taki á því að uppræta spillingu og byrji á sér sjálfum. svo hjálpi mér Guð.
Held að sjómenn séu jafnvel betur settir en margur annar, svo ég tek undir með þér Finnur og bið þá um að hætta þessu bölvaða væli.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.11.2009 kl. 13:26
Ef á að afnema á kjarabundin réttindi eins hóps þá á að afnema sambærileg réttindi allra hópa sem ríkið kemur að og er þar af nógu að taka. Sjómannaafslátturinn er hluti af kjörum sjómanna rétt eins og dagpeningar hjá ríkisstarfsmönum og ýmis þau kjör sem landsbyggðar þingmenn hafa vegna búsetu sinnar í RVK starfsins vegna: Hugleiðið það og hættið sjálf þessu væli.
Rafn Gíslason, 27.11.2009 kl. 14:45
Sammála síðasta ræðumanni..eru það ekki sjómenn sem eru ad draga að mörgu leiti björg í bú..eru það ekki sjómennirnir sem eru að standa i vinnu útá ballarhafi i fjarlægð fra vinum og ástvinum við oft mjög erfið skilyrði...ég tel að þú bloggeigandi og Finnur bárðarsson ætti kanski að prófa ad stíga á skipsfjöl..þvi það er ekki hægt að bera sjómansstarf saman við einhvera skriftofuvinnu eða við einhverar skúringakerlingar...svo hættið þessu væli bara sjálf!!
Höddi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:17
Verkfall, langt verkfall ... það dugar alltaf !!
Fransman (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 16:24
Draga björg í bú..... Erum við ekki í sama liði eða hvað. Er ég ekki að kenna börnum sjómanna....... Er ekki fólk í landi við að skapa verðmæti úr aflanum sem kemur að landi.
Ég er á móti því að stjórnvöld taki að sér að hygla einum fram yfir annan. Sjómenn eiga að sækja sín kjör til útgerðarmanna.
Ég er líka á móti öllum þessum styrkjum til bænda. Samt vil ég halda búskap áfram í landi voru. Við verðum á öllum tímum að vera sjálfum okkur næg í fæðuöflun.....
Hvernig? Spyrjum dugandi bændur að því.... Það þarf ekki að skipta út vélum á hverju ári...... og så videre og videre
Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.11.2009 kl. 22:07
Ingibjörg þú hvorki leggur líf eða limi í hættu þegar þú dregur björg í bú inni í hlýri skólastofu eða dvelur langtímum burtu frá börnum þínum og fjölskyldu. Starfsmenn ríkis og bæjar fá ferða og fæðispeninga þegar þeir fara starfa sinna vegna burt frá heimilum sínum og grunar mig að það sé töluvert hæri upphæð fyrir hvern dag en þessar rúmar 900 krónur sem sjómenn fá í aukaaflátt.
Svo svona að endingu þá er sjómannaafsláttur langt því frá sér íslenskt fyrirbrygði frekar en dag og ferðapeningar starfsfólks ríkis og bæjar því Noregur,Danmörk og Færeyjar hafa öll sjómannaafslátt í sínu skattakerfi og ef eitthvað er mun ríflegri en sá íslenski. Og merkilegt finnst mér þegar fólk í þeirri stétt á íslandi sem hvað eigingjörnust hefur verið í að krefjast kjarabætta sér til handa og beitt verkföllum óspart án tillit til þess að þau bitna fyrst og fremst á börnum þessa lands skuli hlakka yfir þegar ríkið ræðst á aðra stétt í þessu guðsvolaða landi og tekur án viðræðna hlut af hennar kjörum eins og ekkert sé sjálfsagðra.
Talandi um verkföll. Þegar þið kennarar leggið niður störf og farið í verkfall þá eru einu áhrifin þau að vinuveitendur ykkar spara það sem nemur launum ykkar . Ef sjómenn hinsvegar leggja niður störf þá stöðvast mjög fljótlega gott sem allt gjaldeyrisflæði til landsins og í framhaldi af því hætta vörur að berast. Þú manst vonandi að íslendingar hafa ekkert lánstraust erlendis lengur þökk sé hámenntuðum fjármálaséníum svo þú hlýtur að sjá að sumir eru í dag mikilvægari en aðrir í þessu landi.
Jón Magnússon (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:54
Þú hefur sennilega alls ekki lesið skrif mín. Ég er ekki að ráðast að sjómönnum þessa lands. Ég er á móti svona fríðindum, ég var líka á móti því að forsetinn væri undanþeginn sköttum. Ég er á móti allri mismunun hvað varðandi réttindi og skyldur gagnvart ríki og bæ.
Ég held að mér sé nokkuð kunnugt um stöðu okkar gagnvart umheiminum í dag.
Varðandi kjarabaráttu kennara, þá getur þú haft þína skoðun á því. Annars finnst mér ekki svaravert það sem þú hefur fram að færa, en gangi þér vel í lífinu.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.11.2009 kl. 23:07
Nei.ekki svara vert segir þú enda hver sannleikanum sárreiðastur.
Enn ég þakka þér góðar óskir og ég vill bara segja þér að ég mun áfram sem hingað til sækja sjóinn og draga gjaldeyri í bú sem svo aftur mun gera það að verkum að við sem hér ætlum hér að þrauka þrátt fyrir allt deyjum ekki úr hor.
En léttara væri fyrir alla sem hér ætla að þrauka þorrann að standa saman stétt með stétt í stað þess rífa augun hver úr öðru
Og mundu. Sundruð föllum við en saman stöndum við.
Svo óska ég þér gæfu og gengis á komandi árum, það verður ekki öfundsvert að starfa fyrir ríki eða borg í árunum sem koma.
Jón Magnússon (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:46
Já þið segið þetta,
Sjómenn eru eina stéttin sem ég veit til sem hafa samið um launalækkun, við greiðum olíuna á skipin sem við vinnum á og svo fáum við lægri laun ef við störfum á nýju skipi.
Sérðu þetta fyrir þér fröken kennari?
Maðurinn þinn er að vinna (sem dæmi) hjá Flytjanda, þegar hann keyrir til Akureyrar þá þyrfti hann að taka upp sitt greiðslukort og greiða fyrir olíuna á bílinn sinn?
Eða þá þegar þú fórst seinast í verkfall og skildir barnið mitt eftir án menntunar á meðan (þar sem strákurinn minn er þeim forréttindum gefinn að hitta ekki föður sinn 6 mánuði á ári að lágmarki að vonandi fær hann betri menntun hjá þér fyrst að hann er sjómannssonur) að þú hefðir hætt í verkfalli þegar það voru sett lög á verkfallið og þú hefðir samið um launalækkun, eða þá að fyrst þú værir að kenna í nýju skólahúsnæði að þú þyrftir að taka á þit 10% AUKA launalækkun?
a, 28.11.2009 kl. 00:00
Talandi um verkfall, þegar sjómenn hafa vogað sér að hugsa um að fara í verkfall þá er bara sett lög á sjómenn sem banna verkfall!!! ekki er þetta gert við kennara eða aðra. Og gleymum ekki að sjómenn þurfa að borga vinnufötin sín sjálfir og þau eru ekki ókeypis t.d. vinnubuxur kosta 60 þús.
Maríella Sigmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:37
nei vinnubuxur kosta ekki 60þúsund.
sjógalli í heild sinni kostar um 40þúsund þar með talinn hansar, stígvél, buxur, stakkar, og svo framvegis, oft á tíðum er krafist þess að sjómaðurinn eigi 2 galla einn á dekk og 1 á millidekk.
a, 28.11.2009 kl. 01:08
það átti ekki að standa að buxur kosta 60 þús, þær kosta 6 þús en heildarpakki er kominn í næstum því 60 þús. ég heyrði vitlaust þegar mér var sagt þetta símleiðis. biðst afsökunar á því.
Maríella Sigmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 01:50
þú ert afsökuð ;)
flott hjá þér að tala fyrir hönd sjómanna virðast voðalega fáir vera til í að verja okkur í dag.
færð hrós frá mér maríella
a, 28.11.2009 kl. 11:11
Hver var að tala um verkföll? Ég er í flestum tilvikum á móti verkföllum, þau skila engu nema fullt af peningum í vasa viðsemjenda sem taka tugi þúsunda fyrir hverja fundarsetu, jafnvel þótt fundurinn fari fram í viðveruskyldu starfsmanna.
Verkföll eru af hinu vonda.
En á meðan stjórnvöld láta misskiptingu auðs og valds ráða hér ríkjum, þá er sjálfræði fólksins ekki við lýði og þá er hægt að spila með það í það óendanlega.
Hafið þið einhvern tíma heyrt verkalýðsforystuna tala af einhverri skynsemi? Ekki ég.
Ég er félgashyggjumanneskja og kannski að ég „paste“ færslu minni frá Snjáldrinu ef þið viljið gjöra svo vel að hætta að leggja mér orð í munn.
Þess má til gaman geta að ég keypti mér síðbuxur, skyrtu, ´blússu og jakka í Kringlunni um daginn. Þetta voru ekki nein spariföt, heldur dæmigerður vinnufatnaður og hann kostaði rúmar sextíuþúsund. Ég týmdi ekki að kaupa mér góða vinnuskó, því þeir kostuðu rúmar nítjánþúsund. nota gömlu inniskóna enn um sinn, enda fæ ég engan fatastyrk.
Afnemum sérréttindi til sumra, ekki síst embættis og stjórnmálamanna.
„Gísli, Eiríkur og Helgi. Þið eruð að leggja mér orð í munn. Hjörtur er eiginlega búin að svara fyrir mig, en ég ætla að reyna að fá ykkur til að skilja, að ég er ekki að ráðast að sjómönnum eða flugfólki.
Flestir sjómenn eiga sínar fjölskyldur í landi sem njóta þeirra þjónustu þar sem þar er. Ef sjómaður slasast eða veikist alvarlega, þá eru þeir sóttir.
Ég þekki fáa sjómenn, en ég held að þeir sem velja að fara á sjó geri það af fúsum og frjálsum vilja. Ekki til að þjónusta landann, heldur liggi það í eðli þeirra. Ég hef ekkert verið að býsnast á launum þeirra, tel að þeir hafi það tiltölulega gott og góð frí inn á milli. ... Sjá meira
Þeir flugmenn sem ég þekki, hafa það mjög gott fjárhagslega og tel ég það eðlilegt. Þetta er mikið ábyrgðarstarf. Flugfreyjurnar hafa það einnig alveg þokkalegt og ég get ekki neitað því að ég gæti alveg hugsað mér að hafa álíka vinnutíma og þær. Það er oft strembið hjá þeim á flugi, en það er ekki eins og þær þurfi að skúra, skrúbba og bóna sem er virkileg erfiðisvinna.
Þið sem þekkið mig, vitið að ég er félagshyggjusinnuð. Ég er á móti mikilli misskiptingu auðs og valds, en ég er ekki kommunisti. Ég er fyrst og fremst mannvinur.
Auðvitað eiga laun að vera í takt við nám og reynslu, en það eru ekki allir sem hafa tækifæri til að mennta sig, sumir nenna því ekki og aðrir hafa ekki möguleika, vegna skorts á einhverju öðru en getu. Ég gæti farið að telja upp, getu, greind, fjárhag og margt annað en læt það vera.
Best væri að ekki þyrfti að vera þrepaskipt skattkerfi. Það væri hægt ef engin laun væru undir framfærslugetu og skattleysismörk væru við það sem kallað er framfærsla.
Skattkort ættu að vera gefin út fyrir börn og foreldrarnir að nýta þau. Síðan væri skattprósentan líkt og í nágrannalöndunum. 47% á línuna......
Friðrik! Ég nefndi ekki dagpeninga, lýt á þau sem laun sem samið er um við vinnuveitendur.
þAÐ Á AÐ TAKA ÚT ALLA ÞESSA BITLINGA, TOLLFRJÁLST og fl. fyrir fáeinar starfsstéttir. Það er bara skandall og dæmt til að vera misnotað, eins og ég áður komið að.“
Verður gaman að vita, hver af ykkur nennir að lesa þetta allt.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.11.2009 kl. 12:05
guð hvað ég vona að barnið mitt þurfi ekki að fá fræðslu fra þér Ingibjörg.
ef þú hefðir lesið mína færslu þar á undan þar er ég að benda á að þau skipti sem sjómenn hafa farið í verkfall til að reyna að ná fram betri kjörum þá hefur okkur verið bannað með lögum að vera í verkfalli.
og þeir samningar sem var þvingað uppá okkur kom niður í lækkun launa uppundir 10% í sumum tilfellum.
Og vil ég benda þér á það ingibjörg að þó svo að þú hafir keypt þér föt þá flott hjá þér, ólíkt þeim vinnufatnaði sem sjómenn versla sér þá geri ég alveg passlega ráð fyrir því að þú getir notað þessi föt þín annarstaðar en bara í skólanum. og þér var frjálst val að kaupa eithvað aðeins ódýrara en þetta.
sá fatnaður sem kemur um borð í skipin er fenginn á eins ódýru verði og kostur er á, og samt sem áður kostar þetta hellings pening.
http://www.66north.is/verslun/c-472-sjfatnaur.aspx
skoðaðu þetta og segðu mér hvort að þetta sé eithvað sem þér finnst vera svona hentugt í hversdags. svo ofan á þetta kemur 4-6 pör af vetlingum stígvél 2 pör hvort par kostar um og yfir 15þúsund.
og þér að segja að þá eru sjómenn EKKI sóttir ef þeir slasast.
ég hef vitneskju um það að maður sem höfuðkúpubrotnaði taldist ekki nógu slasaður til þess að Þyrlan kæmi að sækja hann. ég veit um að maður missti fingur því að þyrlan gat ekki komið að sækja hann því að þeir voru að elta hross uppá heiði. maður missti framan af fingri því að þyrlan var að sækja forsetann því að hann var með kvef eða hálsbólgu. þannig að áður en að þú ferð að draga ályktanir þá skaltu skoða málin betur.
og ég get ekki trúað því að þú sért þetta fáfróð að segja að verfköll skili engu?
þín laun hafa hækkað vegna hvað 2. verkfalla að mig minnir. ekki það að ég sé að segja að kennarar eigi ekki heimtingu á hærri launum sem þeir gera.
og þú tekur fram sjómannsbörn í fyrri færslu.
"Draga björg í bú..... Erum við ekki í sama liði eða hvað. Er ég ekki að kenna börnum sjómanna....... Er ekki fólk í landi við að skapa verðmæti úr aflanum sem kemur að landi"
horfðu nú á þetta svona. Sjómannsbörn fá sömu kennslu og aðrir krakkar. þökk sé fyrir það, en horfðu nú á þetta líka svona barnið á 2 foreldra svona til að byrja með. og þeirra skattpeningar greiða þín laun, ég sem sjómaður hef borgað skatta af mínum launum samviskusamlega gegnum tíðina. og svo ég taki nú skottið af þessari færslu þinni. fólk í landi skapar verðmæti úr aflanum þegar hann kemur að landi... jú mikið rétt en hvernig kom fiskurinn að landi? ekki synti hann í höfnina og stökk uppí kar og inní hús hlutirnir gerast ekki svona. fiskurinn kemur ekki bara í fiskiborðið í hagkaupum. það er mjög mikil vinna bakvið þetta.
miðað við vinnu sem lögð er fram þá eru sjómenn ekki hátt launaðir ef miðað er við tímakaup.
ég sæi það ekki fyrir mér að þú værir að vinna 12 tíma á dga alla daga vikunnar sama hvaða dagur það er hvort sem það er páskadagur eða hvað sem er... hugsaðu þetta líka þegar þú kemur heim til þín á kvöldin og kötturinn þinn kemur til þín og þú ferð svo í heimsókn til vinkvenna þinna um kvöldið.
ekki gerum við þetta ég kemst ekki heim á kvöldin til konu og barns.
og ef mig langaði að hafa samband þá kostaði það augun úr. 120kr+ á mínútuna. ef svo vel vildi til að það heyrðist í símanum í það skiptið.
ég lít ekki á sjómanna afsláttinn sem einhver sér réttindi.
sjómanna afslátturinn er sjálfsögð hlunnindi til sjómanna. Þú hlýtur að fá einhverjar aukalegar greiðslur í þínu starfi?
bekkjarferðir, yfirferð prófa, og hvaðan af eina ok afnemum þær greiðslur (ef þær eru til staðar þar er að segja) ég skynja hálfgerða öfund frá þér í garð sjómanna?
ég skal bjóða þér pláss hjá mér í framtíðinni ef að því kemur einn daginn og leyfa þér að finna hvernig vinna sjómannsins er og sjá hvort að þú verður ennþá sama sinnis þá.
og svo að ég komi aftur að vinnuviku sjómanna þá eru sjómönnum tryggð 70klt hvíld í viku og svo annað merkilegt
5. Hvíldartíma má skipta í tvö tímabil og skal annað vara að lágmarki í 6 klst. Tímabilið milli tveggja hvíldartíma má ekki vera lengra en 14 klst.
6. Skipstjóri getur krafist þess að skipverjar vinni þann fjölda vinnustunda, sem nauðsynlegur er fyrir öryggi skipsins, allra um borð, búnaðar eða farms, eða til að koma til hjálpar öðrum skipum eða mönnum í sjávarháska.
7. Heimilt er með kjarasamningum að víkja frá ákvæðum um vinnu- og hvíldartíma.
taktu eftir því sem ég feitletraði þarna.
þessu er hægt að snúa á allan þann hátt sem hægt er að túlka það á.
í 7. grein er heimilt með kjarasamningum að víkja frá ákvæðum um vinnu og hvíldartíma. og eru þess dæmi að útgerðirnar hafi komið með samninga um borð sem mönnum var gert að ganga að ellegar missa sína vinnu.
heimilt er samkv sjómannalögum
23. gr. Skipstjóri getur vikið skipverja úr skiprúmi ef:
1. skipverji verður lengur en um stundarsakir ófær til vinnu vegna veikinda eða slysa,
2. skipverji er haldinn sjúkdómi sem öðrum mönnum á skipi stafar hætta af,
3. læknisskoðun skv. 33. gr. leiðir í ljós að skipverji er eigi fær til að vinna starf sitt þótt eigi sé hann sjúkur.
í þeim kafla þarna sem ég feitletra er 1-2 vikur talin nægur tími til að teljast lengur en um stundarsakir.
og einnig kemur fram annarsstaðar´i lögunum að sjómanni má neita um laun ef að slys sem hann lendir í er talið vera sökum þess að hann sýndi ekki næga aðgát.
fólk sem fer aðtala um að við sjómenn höfum það svo og svo gott skal líta sér nær fyrst.
engin önnur stétt myndi sætta sig við svona lög um sína starfshætti. eða hvað?
sjómenn eiga það alveg skilið að vera með sjómanna afsláttinn.
a, 28.11.2009 kl. 13:03
og svo ég bæti við líka
http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=99257
hérna sérðu hversu vel er komið fram við slasaða sjómenn.. þætti það gaman að heyra í þér í fréttablaðinu eða hvað sem það er ef að þú værir höfuðkúpubrotin eða fingurinn laus frá og þú hringdir í 112 og kallaðir eftir hjálp og þér væri sagt að þú yrðir bara að redda þér sjálf á sjúkrahús því að sjúkrabíllinn...... veistu ég veit ekki hvað maður getur notað sem samanburð hérna....
a, 28.11.2009 kl. 13:08
Laun eiga að vera í takt við nám og reynslu skrifar þú Ingibjörg. Gildir það um allt nám að Þínu mati óháð því hversu mikilvægt viðkomandi grein er samfélaginu ? Mér hefur alla tíð fundist það fólk vera svolítið undarlegt sem menntar sig í greinum sem eru og hafa alla tíð verið frekar illa borgaðar. Tveir Kennarar úr hópi Kennara við Stýrimannaskólann í Reykjavík eru mér sérstaklega minnisstæðir. Ekki vegna þess að þeir voru góðir Kennarar heldur vegna þess hversu mikill tími fór í að hlusta á þau væla yfir kaupi sínu og kjörum. Bæði voru þau tiltölulega nýútskrifuð frá kennaraháskólanum og þau einu úr Kennarahópi skólans sem þaðan kom. Aðrir kennarar skólans á þessum árum voru skipstjórnarmenntaðir menn og aldrei heyrði maður þá barma sér eða kvarta yfir lélegum kjörum. Enda áttu þeir val og þeir höfðu valið að ganga í land og leggja fyrir sig kennslu. Kannski vegna þess að þeir vildu hafa meiri tíma saman með sinni fjölskyldu. Og vissu sem reyndir og þroskaðir menn að það er ekki bæði haldið og sleppt. Hinn tvö frá Kennaraháskólanum höfðu líka val og þau völdu að mennta sig til kennara. Þau hljóta að hafa vitað allt um kjör kennara þegar þau hófu sitt nám því varla hafa þau annað út í þetta nám vegna fljótfærni sinnar og heimsku sem þó ekki er útilokað miðað við gráturinn þegar lífið tók við af skólanum. Þegar ég fór í Stýrimannaskólann á sínum tíma og varði þar þremur árum til að mennta mig þá var ég fullkomlega klár yfir kaupi og kjörum sjómanna og var sjómannaafslátturinn hluti af okkar kjörum alveg burtséð frá hvernig hann var tilkominn enda kom hann til löngu fyrir mína tíð. Þess vegna bregst ég við þegar ríkið upp á sitt einsdæmi hrifsar burt hluta af mínum launum án viðræðna og það þykknar í mér þegar það hlakkar í fólki vegna þessa. Á að hlakka í mér Þegar röðin kemur að þér og það getur þú verið viss um að hún gerir .
Jón Magnússon (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 14:23
Mikid er ég sammála thér, Ingibjörg. Thótt thessi forréttindi verdi afnumin mun thetta starf verda eftirsóknarvert.
Afnema á öll forréttindi.
Og thad sem mikilvaegast af öllu er ad AFNEMA HELVÍTIS SPILLINGAR OG GLAEPAKERFID SEM KVÓTAKERFID ER.
KVÓTAKERFID ER KRABBAMEIN THJÓDARINNAR. SJÁLFSTAEDIS OG FRAMSÓKNARFLOKKUR ERU ENNTHÁ GERSPILLTIR FLOKKAR, SEM SJÁ EKKERT ATHUGAVERT VID AD VINNA GEGN HAGSMUNUM ALMENNINGS OG VERA Í VASA THEIRRA SEM THESSIR FLOKKAR AFHENTU FORRÉTTINDI OG SÉRRÉTTINDI Í FORMI KVÓTAKERFISINS. THETTA ERU MAFÍUFLOKKAR. MÉR FINNST GENGID Í THESSUM FLOKKUM VIDBJÓDSLEGT.
Tatar (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 14:50
Þakka þér innilega Tatar.
Allir flokkar hafa spillta menn innan borðs. þessvegna vil ég stoppa af öll förréttindi, bitlinga og hvað annað sem hægt er að misnotal
Ég tel mig ekki vera að ráðast að neinni stétt, held að sumir lesendur skilji ekki hvað ég á við.
Ég er ekki í aðstöðu til að segja hvaða starf sé mikilvægast en tel samt að enginn gegni mikilvægara starfi en þeir sem ala upp börnin okkar. við sjálf sem sagt.
Eitthvað hefur uppeldið misfarist, það sést best á þeirri stöðu sem við erum í.
Ég nenni ekki að útskýra þetta frekar en ítreka:
Burt með forréttindi, biltinga og aðra mútuþægni. Búum til betri heim, stöndum betur að uppeldi komandi kynslóða, styðjum réttlæti og jöfnuð.
Og eitt en, mér þætti gaman að hitta þann sjómann sem hefur valið sér það starf eingöngu til að bjarga þjóðarbúinu.. Rétt eins og kennari sem hefur valið sér kennarastarfið til að bjarga ungmennum þessa lands. Not. ÉG valdi að vera kennari af því að ég hef yndi af börnum og ungmennum og leiðist ekki að kenna. Hefði aldrei getað orðið sjómaður, því það ætti einfaldlega ekki við mig. Tel mig þó ekki vera neitt verri manneskju.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.11.2009 kl. 15:11
Það eru forréttindi að geta unnið við það sem maður hefur yndi af, hvað svo sem það starf er.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.11.2009 kl. 15:11
Ég er sammála öllu sem thú hefur skrifad. Stundum verdur madur var vid thá fáránlega röksemdafaerslu ad sjómenn skapi störf fjölda fólks í landi. Eins og their sjálfir hugsi út einhverjar adferdir til thess ad skapa thessi störf.
Thad vill svo til ad sjómenn og útgerdarmenn hafa adgang ad AUDLIND THJÓDARINNAR. THAD ER SAMEIGINLEG AUDLIND THJÓDARINNAR SEM SKAPAR STÖRFIN Í LANDINU.
THAD SKIPTIR ENGU HELVÍTIS MÁLI HVER ER Í HLUTVERKI SJÓMANNS EDA ÚTGERDARMANNS. AUDLINDIN ER EIGN THJÓDARINNAR EN BÚID ER AD AFHENDA HANA ÖRFÁUM ÚTVÖLDUM AF GERSPILLTUM MAFÍUSTJÓRNMÁLAMÖNNUM. DÓMSKERFID ER GERSPILLT. STJÓRNMÁLAMENN SEM STYDJA KVÓTAKERFID ERU MEINDÝR SAMFÉLAGSINS.
Ég er sammála thér um ad uppeldi barna er mikilvaegasta starfid af öllum störfum. Gott uppeldi er ómetanlegt og allt í sambandi vid thad er innihaldsríkasti tháttur lífsins og thar sem adaláherslur hvers thjódfélags aettu ad vera á allan hátt. T.d. í Danmörku thá fá skólabörn nú mun hollari mat en ádur. Einnig er lögd rík áhersla á ad kenna börnum á mismunandi hátt eftir thví hvort börnin laera best á ad hlusta, horfa, snerta eda gera. Ekki sama adferd hentar öllum og skiptist thetta nokkud jafnt ....th.e. 25% laera best á ad hlusta, 25% horfa (sjá), 25% snerta og 25% gera. Peningarnir eiga ad fara í thetta...ekki í vasa grádugra hálfvita í jakkafötum sem eru jafn vitlausir og gagnslausir á allan hátt eftir sem ádur.
Tatar (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 16:39
ingibjörg í hvaða skóla kenniru? og ég er bara að spyrja þannig að ég geti forðast það að barnið mitt þurfi að fá menntun frá þér, þessi umræða hérna er komin útí algera vitleysu og greinilegt að þið hérna ingibjörg og tatar hafið ekki hundsvit á þessum málum, varla þess virði að eyða mínum tíma í að ræða við ykkur gerasamlega gegnumsýrðir einstaklingar..
a, 28.11.2009 kl. 16:57
a Ég hvet þig eindregið til ða eyða tíma þínum annar staðar en á síðunni minni.
Takk aftur Tatar, hver sem þú ert. ´Mér hættir oft til þess að vera orðljót, en ég er að reyna að vanda mig þessa dagana. háfvitar og aðrir vitar eru fólk, þannig að ég reyni bara að vera umburðarlynd og vænta þess sama af öðrum í minn garð.
a veit ekki hvað við erum að reyna að segja, ég á ekki von á því að hann gefi sér tíma til að heimsækja þessa síðu aftur, þótt það gæti verið áhugavert hvað honum finnst um bitlingana og forréttindin sem sumir njóta í þessu landi.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.11.2009 kl. 17:47
Okei eg vill benda þér á Frú Ingibjörg..að heira þessa vitleisu frá kennara..nær bara eingri átt..þú ert án efa ein af þessum kerlingum em hringdu á sínum tima í þjóðasálina og grenjuðu um málefni sem sem þær höfðu ekki hundsvit á..mér sýnist að þú sért buin ad mála þig útí horn og það á eigin bloggi..sem er frekar lélegt.en samt ásættanlegt því þú hefur ekki hundsvit hvad þú ert að tala um...og ekki helduru það að- einhver kennarablók utí bæ hafi meira vit á þessum efnum en sjómenn sem eru búin að stunda þetta i næstum 40 ár og yfir...ekki láta þér bregða en þú hefur verið að svara þeim hérna á þessu bloggi þínu..og og ef eg þekki mina starfstétt rétt þá er verið að hlægja mikið að skrifum þínum hérna og fáfræðni að halda að þú getir stungið einhverjju upp i munn heillar starfstéttar og sagt þeim að hætta þessu væli...þetta er bara argasti dónaskapur og eg vona innilega börn sem ég þekki fái ekki kenslu hjá þér því þú ert einmitt þessi týpa sár og bitur kerling i vesturbænum sem gerir ekki annað heldur en ad argast útú hlutina...að fara í stríð með þessum skrifum hjá þér við heila starfstétt er ekki góð leið hjá þér...!! mér þætti gaman að sjá þig standa á trolldekkinu að taka troll i norðvestan 12 vindstigum með stórhríð ísingu þar sem hver dropi sem kemur a dallana frís innan við eina minotu...á vetfjarðarmiðum i febrúarmánuði og á 27 degi túrs..sem ég efast að þú myndir endast svo langt því þú værir sennilega a fyrsta degi búin að eftir vinnu dagsins...svo þú skalt hugsa þig aðeins um þegar þú kemur með fullyrðingar em ná ekki neinni átt....ef þú ert ósátt við þetta þá skaltu koma með ósk hérna til einhvers skipstjórans eða stýrimannins sem hefur verið að lesa þetta og óska eftir að komast í róður..annars skaltu hætta þessu bulli kona góð og snúa þér af málefnum sem þú skilur og getur skrifað um. vertu sæl!!
Höddi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 18:37
Sko mér finnst að þeir sem eiga það skiliði megi fá forréttindi.
en ég myndi ekki telja sjómanna afslátt til forréttinda. hvaðan af síður að vera sjómaður.
mér er hugsað til þess hvort þú hefur yfir höfuð lesið eithvað af því sem menn hafa verið að skrifa hérna inn eða hvort að þú ert virkilega gangandi hérna um í blindni og vonandi að einhverjir styðji þinn málstað í því að rakka niður það að sjómenn fái borgað mannsæmandi laun fyrir sína vinnu.. Auðvitað eru margar stéttir sem mega fá betur greitt fyrir sína vinnu svo sem hjúkrunarfræðingar og kennarar. Og þar hafið þið kennarar farið hart fram í því að fá hærri laun með 2 verkföllum og rænduð þið þar með dýrmætum tíma barnanna okkar í námi en það var eithvað sem þörf var á.
sjómenn og hjúkrunarfólk fær á sig lög og er meinað að fara í verkföll og nýjir samningar þvíngaðir uppá þessar stéttir. Núna á að taka af sjómönnum þetta seinasta sem við höfum, sást nú sjálf í mínum úrdrætti úr sjómannalögunum að sjómenn hafa ekki einusinni mannsæmandi veikindarétt ef þú veikist eða slasast svo nemi því að þú sért í burtu það er áætlað um 1-2 vikur þá er lagaheimild fyrir því að reka þig án frekari ástæðu. sjómenn hafa tekið á sig 10-15% launalækkun samkv töxtum í seinustu samningum og það er ekki fyrr en fyrst núna sem að sjómenn eru komnir með mannsæmandi laun og er það vegna þess að krónan hrundi, NB þá eru þessi laun eingöngu að finna á einstaka skipum, og þú svaraðir því heldur aldrei hvort þú myndir sætta þig við 90-100 stunda vinnuviku að jafnaði? og vinna á öllum dögum sama hvort það teljist til hátíðisdaga eða ekki.
Þar sem að þú ert nú kennari þá ættir þú að geta reiknað út hvað tímakaup sjómannsins eru miðað við unnar stundir. Meðal sjómaður er með um 600.000-1.000.000kr á túrinn og túrarnir eru oftast um 40 dagar.
segjum að meðal dagurinn hjá sjómanni í vinnu séu 13,5klt
40*13,5= 540 klt í vinnu í 40 daga túr
miðað við 600.000kr í laun fyrir þennan tíma þá er JAFNAÐARKAUP sjómannsins 600000/540 sem gerir 1111kr
miðað við 1.000.000kr þá er jafnaðarkaup sjómannsins 1850kr
ég held að þú myndir nú ekki sætta þig við þetta sjálf held ég.
sjómanna afslátturinn fyrir þennan tíma kemur upp á 36þúsund kr sirka +/-
heyrðu já og að ósögðu þá er eingöngu 70% af aflanum sem kemur til skipta og af þessum 70% af heildar aflanum kemur eingöngu 1/3 af því til skipta fyrir mannskapinn.
þessi 30% sem eru tekin af í byrjun er það sem af okkur er dregið til reksturs skipsins olíukostnað og annað því um líkt
2/3 af því sem eftir stendur kemur til skipta fyrir útgerðina.
og ef þú ert að segja að ég viti ekki um hvað þú ert að tala veistu ég held að þú vitir það ekki sjálf, ég held að þú sért bara gröm yfir því að það sem þú vinnur við borgi ekki meir þrátt fyrir gífurlega langt og erfitt nám.
a, 28.11.2009 kl. 18:47
Ef ykkur sjómönnum líkar ekki kjörin....thá er bara ad haetta á sjónum og snúa sér ad einhverju ödru. Eda thá ad saekja thau laun sem thid teljid ad thid eigid ad fá hjá útgerdinni.
Útgerdin á ad standa undir rekstrinum og launum sjómanna.
Spillt stjórnvöld setja lög á sjómenn...en láta glaepakerfi eins og kvótakerfid vidgangast. Er ekki bara ad snúa bökum saman og beina óánaegjunni í rétta átt: GEGN GERSPILLTUM STJÓRNMÁLAMÖNNUM SEM ERU Í VASA ÚTGERDARMANNA. KVÓTAKERFID ER KRABBAMEIN OG SJÓMENN VITA THAD. ÍSLENDINGAR AETTU AUDVELT MED AD LOSA SIG VID THETTA KERFI EF THEIM KAEMI THAD BARA TIL HUGAR. VILJI ER THAD EINA SEM THARF. ÖRFÁIR GRÁDUGIR OG GERSPILLTIR STJÓRNMÁLAMENN OG ÚTGERDARMENN GEGN ALLRI THJÓDINNI. THJÓDIN VINNUR AUDVELDLEGA.
Tatar (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:14
ertu nú farin að ræða um kvótakerfið tatar?
fyrst þú ert svona fróð/ur um kvótakerfið vinsamlegast fræddu mig um það hvað slæmt kvótakerfið hefur gert?
en á meðan þú hugsar þig um þá get ég bent þér á það að kvótakerfið hefur skilað mjög miklu góðu til okkar.
Fyrir tíma kvótakerfisins var landfylli af fiski á íslandi menn veiddu eins og þeir mögulega gátu, oft á tíðum var fiskurinn sem komið var með að landi í mjög lökum gæðum og menn fengu lág verð fyrir aflann.
þegar kvótakerfinu var komið á þá var komið á stýringu í því hversu mikið magn mátti veiða af hverri tegund fyrir sig.
Afrakstur fiskistofna var hámarkaður og arðsemi af hverju veiddu kílói jókst. Skipaflotinn batnaði svo um munaði og svo kem ég með eitt góðgæti sem ykkur þykir ábyggilega gott... verndun fiskistofna. kvótakerfið stuðlar að verndun þeirra fiskistofna sem líklegastir voru til að lenda í ofveiði s.s þorskur síld og loðna, og já núna kemuru með væl og skæl um það að samt sé þorskur ofveiddur og ég get sagt þér svarið við því að nei þorskurinn er ekki ofveiddur þaðan af síður loðna og síld. íslenskur fréttaflutningur er virkilega óvandaður og illa útfærður.
það sem gleymist oft að nefna í þessu samhengi í sjónvarpi og útvarpi er að hitastig við íslands strendur hefur hækkað og skilar það sér í breyttri hegðun fiskistofna í íslenskri lögsögu þorskurinn flytur sig norðar þar sem kaldara er, makríll hefur farið að finnast í íslenskri lögsögu og skötuselur er farinn að finnast mun norðar en hann hafði gert áður..
en svo kem ég að göllum kvótakerfisins.
auðvitað er ekki gott að kvótinn sé á fárra höndum, en þetta voru mistök sem voru gerð þegar kvótakerfinu var komið á að leyfa framsal aflaheimildanna. auðvitað áttu aflaheimildirnar að vera annaðhvort bundnar skipunum eða þá að ef þær væru framseljanlegar væri það gegn föstu gjaldi en svo var ekki og það þýðir ekki að gráta það núna.
horfðu samt sem áður í það að þó svo að nokkrir menn hafi fengið þessar heimildir til sín þá voru þessar heimildir dreyfðar strax í byrjun og menn keyptu þær svo til sín með tímanum.
þrátt fyrir allt hefur það að kvótakerfinu var komið á skilað sér í tug ef ekki hundruðum milljarða auknu verðmæti í íslenskt þjóðfélag gegnum betri nýtingu á verðmætunum og skapað þúsundi starfa í fiskvinnslu og greinum þeim tengdum.
ég vill frekar hafa nokkrar stórar útgerðir sem sjá mér fyrir góðum skipum til að vinna á en að hafa nokkrar smá trillur útá sjó á skaki það myndi ekki ná nokkurii átt..
ef þú fengir að ráða havð myndiru gera ef að þú myndir fella kvótakerfið úr gildi senda öllum íslendingum pappírs snepil, þú átt núna 50kg af þorski 20kg af ýsu skemmtu þér við að veiða þetta...
nei veistu það myndi aldrei ganga upp.
sameign þjóðarinnar það er rétt... og við njótum öll ágóða af fiskinum sem kemur á land.. hvernig helduru að ríkið hafi efni á því að byggja vegina sem ú keyrir á?
stóriar fjárhæðir koma inní kassann frá fiskinum stórupphæðir koma inn í formi gjaldeyris vegna sölu á fiski úr landinu
árið 2005 t.d var hlutfall af vöruútflutningi á íslandi 60% +/- tilkominn vegna sjávarútvegsins
á sama tíma var um 10-11þúsund manns starfandi í þessari stétt í heild sinni.
þannig að ekki segja að sjómenn eigi það ekki skilið að fá smá afslátt og þér að segja sjómanna afslátturinn er ekki beinn afsláttur sjómanna afslátturinn er hluti af okkar kjörum.
a, 28.11.2009 kl. 21:49
en veistu ég ætla ekki að eyða fleiri orðum á ykkur manni verður bara illt að lesa það sem þið eruð að skrifa hérna inni, ísland verður ekki komma ríki eins og þið viljið hafa það.. bara so sorry.
a, 28.11.2009 kl. 21:54
Ég á ekki orð yfir sumum athugasemdunum hérna. Ef fólk hefur ekki þroska til að ræða málefni án þess að "drulla" persónulega yfir annað fólk, þá á það bara að halda kjafti og vera heima hjá sér. Og þetta er í fyrsta skipti á árinu 2009 sem ég segi einhverjum að halda kjafti.
Anna Einarsdóttir, 29.11.2009 kl. 00:54
ég er ekki að drulla yfir einn né neinn...
ég vill bara ekki að manneskja með þetta brenglaða sýn á heiminn komi kenni drengnum mínum.
a, 29.11.2009 kl. 02:21
Og er það þitt, a, að ákveða hvað er brengluð sýn og hvað ekki ?
Ég er í flestum megindráttum sammála Ingibjörgu og hlýt þá að teljast vel brengluð líka.
En þér að segja finnst mér eitt það ljótasta sem ég sé, þegar fólk er ósammála um málefni, að blanda persónu viðkomandi inn í umræðuna og segjast vilja halda börnum frá henni vegna skoðana hennar.
Ég er sannfærð um að Ingibjörg er jafngóð ef ekki betri við börn en þú, herra eða frú a.
Anna Einarsdóttir, 29.11.2009 kl. 10:44
Brengluð sýn hérna er það að Ingibjörg er að ræða málefni sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um, og þegar komið er og henni bent á það hvernig málin eru, þá sýnir hún bara hversu blind hún er í raun og veru og þröngsýn á það sem henni finnst.. ég vill ekki að svona fólk komi nálægt mínu barni.
og anna mér er alveg sama hvort að manneskjan sé barngóð, auðvitað þarf hún að vera barngóð, ef manneskjan er með þetta fáránlega sýn á umheiminn í kringum sig að sjómenn séu einhver forréttindastétt t.d þá mun það gera barninu mínu mun meira slæmt en gott.
a, 29.11.2009 kl. 11:30
Margur heldur mig sig...... og ég er þeirrar skoðunar að blindi og þröngsýni aðilinn hérna sért nákvæmlega þú sjálf/ur a.
Anna Einarsdóttir, 29.11.2009 kl. 11:50
Þú ert nú greinilega einhver nákomin ættingi eða vinur frú Ingibjargar fer ekki a milli mála!!
Höddi (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 13:01
Já...ég verd reyndar ad taka undir med Önnu.
Tatar (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 13:14
Oft er fjör í Eyjum, þegar fiskast þar.....
Takk kærlega Anna, en það verður víst að segjast eins og er að það er ekki möguleiki á að breyta sýn eða áliti herra eða frú a á mér.
Ég get ekki séð í pistli mínum að ég sé að ráðast að sjómönnum, ég er bara að ítreka það að stjórnmálamenn eiga ekki að vera draga stéttir í dilka og útdeila forréttindum til einhverra útvaldra.
Hvað með það, ég skil það alveg sérstaklega vel að herra eða frú a er skrifað með litlum staf.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.11.2009 kl. 18:01
Sjómennskan er örugglega erfitt og lýjandi starf. Það er líka án efa erfitt fyrir fjölskyldufólk að vera löngum stundum fjarri fjölskyldu og heimili. Ég tek líka heilshugar undir það að öryggi sjómanna í starfi er mun minna en annarra stétta; hlýtur að vera hræðileg tilhugsun fyrir sjómann eða aðstandendur að ef eitthvað kemur upp á, veikindi eða slys, sé það undir hælinn lagt hvort eða hvernig sá slasaði kemst til lands.
En ekkert af þessu finnst mér samt réttlæta sérstakan skattaafslátt umfram aðra launamenn. Margt hefur breyst til batnaðar hvað varðar aðbúnað sjómanna og túrarnir eru án efa léttari en þeir voru bara fyrir 10 árum. En það er ekki það sem ætti að verða til þess að afnema skattaafsláttinn heldur hitt að allir eiga að sitja við sama borð. Er ekki í raun verið að niðurgreiða launakostnað útgerðarinnar? Hvað rökstyður það? Ef sjómenn telja sig vera með of lág laun þá verða þeir að sækja það til sinna vinnuveitenda, ekki til ríkissins. Sjómannaafsláttinn verður að afnema í tengslum við endurskoðun launa sjómanna. Held að bæði sjómannaafslátturinn og þessar gegndarlausu niðurgreiðslur til bænda séu börn síns tíma og eigi að endurskoða sem allra fyrst og fella niður í áföngum.
Soffía (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 00:18
Takk Soffía. Akkurat það sem ég vildi sagt hafa.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.11.2009 kl. 19:51
Svo ég angri þig aðeins meira...
http://tobbivilla.123.is/
og
http://www.youtube.com/watch?v=HELQtM7sXx8
tékkaðu þetta og segðu mér það svo aftur hvort þér finnist það ósanngjarnt að við séum með áhættuþóknun.
a, 10.12.2009 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.