11.12.2009 | 07:55
Og?
Alltaf þegar ég hef eytt um efni fram, þarf ég að draga saman seglin.
Neyðarlögin voru sett til að tryggja innistæður fólksins í landinu! Og einnig til að tryggja það að bakarnir færu ekki á hausinn. ´
Hver er munur á útibúi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi annars vegar og hins vegar Hvolsvelli og Akureyri. Muinð lögin um Jafnræðisregluna.
Ríkisstjórn Geirs Hilmars Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur ákváðu að ganga í ábyrgð fyrir innistæður reikningseigendur og settu þar með ríkissjóð í þessa stöðu sem hann nú er.
Það vorum við sem kusum þau á þing og berum því ábyrgð á þessu.
Ef ég mætti spóla til baka, þá hefði ég látið þessa einkabanka fara á hausinn, borgað fólkinu lámarkið eða trygginguna upp á ca 3 milljónir. Þá þyrftum við ekki að vera skera niður velferðarkerfið eða útbúa víxil sem barnabörnunum okkar er ætlað að greiða.
Þessi græðgi í Íslendingum er óhugnanleg, mér er illt. Það versta er að fæstir virðist ætla að læra af þessu.
Man einhver eftir sögunni um Litlu gulu hænunni?
Guð blessi ÍSLAND!
Skert lífskjör og kaupmáttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki láta stjórnina plata þig. Fyrri ríkisstjórn gekk ekki í ábyrgð fyrir eitt né neitt varðandi Icesave. Aftur á móti var kvittað undir eitthvað minnisblað um að við værum tilbúin að reyna að semja miðað við Brussel viðmið.
Það verður ekki hengt upp á fyrri stjórn hvernig þessi klúðrar málum. Tala nú ekki um hvernig þessi ríkisstjórn nú fer gjörsamlega gegn þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi um fyrirvarana.
Carl Jóhann Granz, 11.12.2009 kl. 08:17
Þú ættir bara að skammast þín, ef þú þá kannt það. Hér er fólk um allt land að verða gjaldþrota, missa húsnæði, atvinnu, von, fjölskyldur tætast í sundur, saklaus börn að upplifa sára fátækt, og það eina sem þetta fólk hefur af sér gert er að kjósa í Alþingiskosningum þá aðila sem það TREYSTI að gætu stjórnað landinu best, án þess að geta á nokkurn hátt fylgst með störfum þessara aðila né verið í aðstöðu til að grípa inn í.
Svo bregðast stjórnvöld - bæði núverandi stjórn og líka stjórnin á undan - trausti alþýðunnar, og þá ryðst fram fólk eins og þú sem talar um að þér verði "illt" af "græðginni" í alþýðunni ...
Nei, þú ættir að skammast þín. Það er greinilegt að kreppan hefur ekki komið neitt sérstaklega illa við þig, er það? Þú hefur ekki misst vinnuna eða húsið eða jafnvel makann úr landi til að reyna að fá vinnu erlendis, er það nokkuð? Þarft þú að senda börnin þín í skólann í rifnum strigaskóm í ausandi rigningu af því að þú hefur ekki efni á að kaupa nýja skó handa þeim, bara af því að 30-40 bankamenn voru gráðugir og óheiðarlegir og 60-100 stjórnmála- og embættismenn voru spilltir og vanhæfir? Þarft þú að standa í margra tíma biðröð hjá Mæðrastyrksnefnd til að bíða eftir að fá gefins mat, og þurfa síðan að láta yfir þig ganga að fólk líti niður á þig og tali um hvað því verði "illt" af "græðginni" í þér þegar þú ferð fram á að sleppa við að borga annarra manna reikninga?
Nei, þú getur greinilega sett þig á háan hest, látið rigna upp í nefið á þér og sagt þessu ógeðslega græðgispakki til syndanna.
Gott hjá þér. Vona að þú eigir gleðileg jól.
Hilmar Ólafsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 08:43
Heyr, heyr Hilmar...
Jóhann Waage (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 09:05
Í hvaða liði ert þú ?????
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.12.2009 kl. 09:21
Sennilega er aðalspurningin, Berum við íslensk þjóð ein fulla ábyrgð á Icesave?, bera ekki t.d. Hollendingar ábyrgð á því að einhverju leiti að hafa hleypt þessu inn í landið á árinu 2008, þegar öllum var orðið ljóst að í Bretlandi stefndi þetta í óefni?
Ber almenningur í t.d. Póllandi ábyrgð á því að hingað streymir óþjóðalýður sem stelur frá Íslendingum, nauðgar íslenskum konum og drepur og limlestir Íslendinga.
Viljum við borga vexti til Breta og Hollendinga árlega fjárhæð sem næði frá sjávarmáli upp á topp á Esjunni, væri hún í nýjum 5000 kr seðlum stöfluðum hverjum ofan á annan??
Kjartan Sigurgeirsson, 11.12.2009 kl. 09:43
Heyr heyr Hilmar það er einmitt svona fólk sem er að koma okkur á vonarvöl með pólitískri blindni sinni. Íslendingar eru að taka á sigg skuldir langt umfram skildu og getu og það er ó skiljanlegt að fólk skuli haga sé með þeim hætti sem hér birtist. Já megir þú eiga gleðileg jól Ingibjörg, það væri óskandi að svo væri um fleiri.
Rafn Gíslason, 11.12.2009 kl. 13:30
Verð nú að segja mér finnst þetta mjög svo ýktar og dramatískar lýsingar á íslensku þjóðlífi Hilmar.
Þú talar eins og fólk sé hreinlega að drepast úr sult og sé algerlega á vonarvöl.
Ég vill fá að halda því fram að þetta sé lítill hópur fólks sem sé svo ílla staddur að fyrir þeim sé háttað eins og þú vilt meina.
Ég vil meina að það sé ekki hægt að tala um kreppu þegar allar búðir eru stútfullar af mat, allar götur eru fullar af bílum, fólk dælir bensíni á bílana sína eins og ekkert sé og skiptir engu máli hve mikið líterinn hækkar.
Þetta er mikið frekar stórkostleg kaupmáttar rýrnun frekar en kreppa, allavega á meðan allar verslanir eru fullar af vörum.
Ég vil leyfa mér að halda því fram að þessi vandi sé af félagslegum ástæðum og hann hefði verið jafn mikið til staðar þótt ekkert hrun hefði verið.
Ef fyrri ríkisstjórnir hefðu einbeitt sér meira að innviðum þjóðfélagsins væru til úrræði núna fyrir þennann hóp fólks.
Það var niðurskurður í félagskerfinu og heilbrigðiskerfinu á meðan "góðæris" tímin var.
Vandinn með Icesave hefði verið hægt að kveða strax niður af fyrri stjórn ef hún hefði samþykkt lágmark innstæður án tillits til þjóðernis, það er svo allt annar kapituli hvort það sé réttlætanlegt fyrir íslenskan almenning að borga brúsann.
Því þegar á botnin er hvolft þá hefur Ingibjörg rétt fyrir sér hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Það var svo sannarlega ÞJÓÐIN sem hefur kosið fyrri ríkisstjórnir yfir sig og það að reyna gera lítið úr þeirru ábyrgð finnst mér lágkúrulegt!!
Ég get sannanlega sagt að ég hafi fundið fyrir þessum samdrætti þar sem ég missti sjálfur vinnunna og ég upplifiði líka þá græðgi og vitfirru sem einkenndi íslenskt samfélag þennann tíma, því ég flutti heim eftir nám erlendis og fann klárlega fyrir þeim breyttu "siðgildum" sem einkenndi þjóðfélagið.
Ég er alls ekki að segja að allir hafi tekið þátt í þeim glæfraleik sem spilaður var, en að reyna firra almenning algerlega ábyrgð og reyna að spila hann sem eitthvað algert fórnarlamb finnst mér einnig lélegt.
Íslenskt samfélag er lítið og ekki uppbyggt líkt og önnur erlend samfélög þar sem samfélagsskiptingin er nánast ákveðinn við fæðingu, flest okkar fá sömu spil upp í hendurnar hvað varðar menntunar og atvinnumöguleika.
Þess vegna telur það "fólk" sem hafði áhrif hvort sem það var í stjórnmálum eða atvinnumálum stóran hlut í hruninu.
Það voru allt of margir sem spenntu bogana of mikið og því fór sem fór.
Það eru allir sammála að það sé mjög svo ósanngjarnt að íslenskur almenningur skuli núna þurfa borga brúsan fyrir allt fylleríið en að úthúða einum bloggara fyrir að benda á einfaldar staðreyndir er út í hött.
jorgen (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 17:10
Góður pistill hjá þér Ingibjörg F.
Fyrir mér er innihaldið kjarni málsins- sammála að öllu leyti.
Þessar athugasemdir , utan nr. 7 eru vægast sagt dónalegar og að engu hafandi. Þær eru ekki ólíkar alkoholistatilsvörum -afneitun - ábyrgðarlausar .
Fyrir pistil þinn getur þú borið höfuðið hátt...
Sævar Helgason, 11.12.2009 kl. 17:57
Takk piltar og Sóldís fyrir að heimsækja síðuna mína.
Fystu sex kommnetin eru einmitt ástæðan fyrir ótta mínum um að lítið hafi landinn lært og skilningurinn en minni.
Þeir sem þekkja mig vita að ég ræðst ekki að þeim sem erfitt eiga af hvaða ástæðu sem það það er. Hafi fólk eytt um efni fram, tekið lán í trausti þess að áfram yrði hið svokallaða góðæri þá þykir mér það leitt. Það er einmitt erfitt fyrir það fólk að taka á sig auknar álögur sem fyrri ríkisstjórn skóp með glæpsamlegri íhlutan í bankastarfsem hér á landi og einkavinavæðingu hægri vinsti.
Svo má ekki gleyma því að Davíð nokkur Oddsson lagði niður Þjóðhagsstofnun þegar þeir fóru að vara ríkisstjórnina við því sem gæti gerst.
Þú hittir naglann á höfuðið Hilmar. Kreppan er ekki farin að hafa verulega slæm áhrif á mig, þótt að ég hafi tapað þeim aurum sem ég hafði lagt til elliáranna. Ég hef vinnu, á mitt eigið húsnæði og er frekar varkár í peningamálum og telst sennilega nægjusöm af yngra fólki, jafnvel nísk.
Ég vildi óska þess að ég hefði meira á milli handanna og gæti þá lagt meira til við að leggja hönd á plóg við að rétta þjóðarskútuna við.
Ég hef aldrei reynt að hlaupast undan ábyrgð og færi ekki úr landi þótt mér byðist gull og grænir skógar. Ég er Íslendingur fyrst og fremst. Get samt alveg viðurkennt að ég er ekkert að hvetja dætur mínar að flytja heim ásamt börnum sínum og mökum. Þær búa báðar erlendis og hafa lært það af mér að eyða ekki því sem þær eiga ekki til. Því miður eru ekki allir sem hafa fengið það í veganesti heiman frá.
Sóldís spyr í hvaða liði ég sé. Ég er vön að segjast vera í landsliði eldri borgara. en ef þú vilt í raun fá að vita með hverjum ég haldi fyrir utan Víkingum og Liverpool, þá endilega hafðu samband.
Jörgen og Sævar þið gáfuð mér kjarkinn sem ég þurfti til að svara fyrri kommentum. takk kærlega fyrir það.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.12.2009 kl. 19:27
Engin er ég alkahálistin Sævar og skil ekki samlíkingu þína hvað það varðar og ekki er ég ábyrgðarlaus heldur eins og þú kemst að orði. Ég get bara ekki með nokkru móti skilið hvernig hægt sé að samþiggja þennan Icesave samning eins og ekkert sé sjálfsagðara, og það á sama tíma og skorið er niður á öllum sviðum samfélagsins. Ég veit ekki í hvernig félagsskap þið hrærist eða hverjar ykkar félagslegu aðstæður eru, en ég get fullvissað ykkur um að það er ansi stór hópur manna sem er á þröskuldi þess að missa allt sitt, og við skulum ekki gera lítið úr því sama hver svo sem okkar pólitíska skoðun kann að vera. Sjálfur hef ég unnið náið með félögum mínum í VG fram til að ESB málið kom fyrir alþingi í vor en hæti þá stuðningi mínum við flokkinn eftir það útspil hans, og ég eins og svo margir vinstrimenn höfði miklar væntingar til þessarar Ríkisstjórnar, en meðhöndlun hennar á Icesave málinu og það að gangast við þessum samningum eins og gert er nú hafa valdið mér vonbrigðum og er það eitthvað sem ég tel að engin Íslendingur með einhverja sómatilfinningu getur sætt sig við. Flokkshollustan má ekki blinda okkur sýn í þeim efnum því þetta snýst ekkert orðið um hvar í flokki við stöndum heldur um það hvort við getum og eigum að greiða þessar skuldir, og þá með hvaða móti það er gert án þess að kalla yfir okkur algjört þjóðfélagslegt hrun.
Rafn Gíslason, 12.12.2009 kl. 01:15
Rafn !
Það er enginn sáttur við Icesave málið. Og lausn þess er aðeins kalt mat á því sem er skársti kosturinn í stöðunni. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar á í raun sökina á þessum máli með aðgerðarleysi sínu í opinberu eftirliti og nýtingu á þeim lagaheimildum sem Seðalbankinn hafði. Það var ekki gert og flotið sofandi að feigðarósi. Seðlabankinn og fjármálaeftirlitið höfðu öll vopn sem dugðu- en ekkert þeirra var notað. Og nú er staðfest af Ríkisendurskoðun að Seðlabankinn varð gjaldþrota haustið 2008 uppá 300-400 milljarða vegna lána til bankanna með ónýtum veðum. Um 200 milljarðar af þeirri upphæð lendir nú þegar á skattborgurum af fullum þunga að greiða- með beinum hætti..Annað kemur fram í enn öðrum skertum lífskjörum. Icesave er lítið mál í samanburði. Auk þess er mjög líklegt að við greiðum ekki þann reikning utan eignaupptöku Landsbankans sem er 90% af upphæðinni. Hitt verður mjög líklega síðar jafnað út innan ESB - enda viðurkennt að regluverkið er gallað . En Icesavemálið er stórpólitíkst. Lögð er áhersla af alþjóðasamfélaginu að við viðurkennum ábyrgð okkar. Stjórnvöld hafa viðurkennt ábyrgðina í raun.Höfnum við þeim samningi sem nú liggur fyrir verður mikil vá fyrir dyrum í þessu landi. Viðskiptakjör hríðfalla um langt árabil. Ekki vil ég taka ábyrgð á því.
Okkar mesta lífskjaraskerðin verður vegna gjaldþrots Seðlabankans. Áætlað er að það kosti hvern landsmann um 5 milljónir króna.
Sævar Helgason, 12.12.2009 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.