Færsluflokkur: Dægurmál

Hvernig getur þetta verið?

Ef að ríkisstjórnin hefur kjark til þess að velja eingöngu fólk til starfa  á faglegum forsendum, þá erum við skrefi nær......

Ef að Seðlabankastjórnin hefur ekki verið verkinu vaxin, þá skil ég ekki að gera þurfi við þá starfsloka samning. Ef ég færi að kenna nemendum mínum eitthvað sem er rangt, þá yrði ég rekin og fengi engin starfslok önnur en þau að ég þyrfti ekki að mæta meir.  Ég yrði allavega aldrei launuð fyrir ósómann.

Ég er ennþá alveg fokill yfir þessum tuttugumilljónum sem Jónas fékk, fyrir að sinna illa verki sínu sem framkvæmdastjóri í Fjármálaeftirlitinu.

Er þetta samtrygging eða hvað, og hversvegna fá ráðherrar biðlaun þegar þeir sinna öðrum verkum á meðan.  Það er búið að setja hálfgerð neyðarlög í landinu, ég arðrænd af bönkum og lífeyrissjóðum, svo á ég að greiða fyrir sukkið og svínaríið, en sökudólgarnir eru verðlaunaðir.

Hvernig getur þetta verið, er einhver þarna úti sem treystir sér til að útskýra þetta fyrir einni tornæmri.


mbl.is Hugmyndafræðin var röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saðsöm kreppusúpa

Þessa uppskrift fékk ég hjá „Lady Dee“ sem er kornung skólasystir mín og heitir Dögg. Uppskriftina fékk hún frá annarri skólasystur sem heitir Ýr.  Kann ég þeim stelpum bestu þakkir, því súpan er góð og ég kýs að kalla hana Kreppusúpu, frekar en verkfallssúpu, því engin fer sjálfviljugur í verkfall um þessar mundir.

Endilega prófið og njótið!

Kreppusúpa:
1 laukur
8 gulrætur
8 kartöflur
1/2 blómkálshaus
3 hvítlauksrif
3 kubbar grænmetiskraftur
2 dósir stewed tomatos
1 dós tómatpurré
3 dl pasta

Bætið vatni eftir smekk. (sumir vilja graut en ég kýs súpu) ég nota líka rjóma og og hálfa dós af sýrðum rjóma eða bara 1 dl. súrmjólk.

mýkið laukinn upp úr olíu í pottinum, bætið öllu grænmeti út í setjið vatnið og allt annað nema pastað. Sjóðið í 20 mín bætið pastanu út í sjóðið í 10 mín í viðbót. Einfaldara gæti það ekki verið og auk þess er þetta mjög hollt:)


Góðir Íslendingar!

Endilega lesið pistil gærdagsins.  Algjörlega magnaður, svo magnaður að við öll ættum að skilja, þ.e.a.s. hrjái okkur ekki „lesblinda“ eða þaðan af verra.

http://annaeinars.blog.is/blog/annaeinars/entry/790959/#comment2169398

 

 

 


Og það strax ef þeir vilja taka á móti okkur.

Þarna er ég sammála Steingrími. 

isl_faninn                             norski_faninn_210408

Ég teldi það ekki ónýtt fyrir okkur Íslendinga að komast undir norska seðlabankann og loka þeim íslenska.  Norðmenn eru snillingar þegar að peningamálum koma.  Og þeir líða ekki spillingu, þar þurfa embættismenn að segja af sér af minnstu svikum.

Norðmenn hafa sýnt ráðdeild og skynsemi í fjármálum allt frá seinni heimstyrjöldinni og þeir hafa lifað eftir því náttúrulögmáli að „allt sem fer upp, kemur niður aftur“ Einnig eru þeir vel lesnir í kristnum fræðum og þekkja vel söguna um að á eftir hinum feitu sjö árum koma sjö mögur og hafa því safnað og geta tekið á móti niðursveiflunni.  Það er eitthvað annað en við höfum gert.

Við höfum eytt og spreðað á ímynduðum feitum árum stöndum svo slipp og snauð á mögru árunum.

Við skulum ekki gleyma því að það erum við sem berum ábyrgð á stjórnvöldum, sem svo aftur bera ábyrgð á bankahruninu.


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Geir

En aldrei lét hann í ljós ótta við bankahrun. Gortaði í sífellu um góða hagstjórn og frábæra efnahagsstöðu, eftir að bankarinr voru nánast seldir.

Ég held að þessir prelátar ættu að hafa hljótt um sig og skammast mín, það myndi ég gera ef ég ætti svona stóra sök á bankahruninu.

Í dag er ég að velta því fyrir mér, hvor landar mínir eru svo illa gefnir að þeir gefi Sjálstæðix- og Framsóknarmönnum enn og aftur atkvæði sitt, til þess að þeir geti aftur haft uppskipti á bönkunum sínum mönnum til handa.

Ég vil gefa vinstri mönnum tækifæri til að breyta lögunum þannig að ekki sé hægt að hygla sínum í krafti flokksskírteinis.

Þessir auðmenn sem eru í fréttum dagsins eru auðvitað siðblindir glæpamenn sem ættu að sitja bak við lás og slá, en við verðum að horfast í augu við það, að þeir gátu athafnað sig á þennan hátt sem þeir gerðu í skjóli ríkisstjórnarinnar sem hafa setið óslitið í næstum átján ár.

Góði Geir, þér færi betur að sýna smá auðmýkt og fara með æðruleysisbænina í stað þess að hafa áhyggjur af sundrung og misklíð í komandi ríkisstjór.

Hinsvegar gæti ég allt eins trúað því að Framsóknarmenn væru að leika refskák, og ekkert yrði af minnihlutastjórn SF og VG. 


mbl.is Geir óttast sundrung og misklíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleður mig.

Ég hef alveg ótrúlega mikið álit á íþróttafólkinu okkar sem eru að gera það gott út í heimi. Frábært að allt sé að smella hjá flottasta Eyjapeyjanum fyrr og síðar.

Á meðan við bíðum eftir því hvað verða vill í pólitíkinni, ættum við að gleðja okkur yfir því hvað sumir eru að gera það gott og í leiðinnni að sýna heiminum að við erum ekki bara ræningjar og ribbaldar.

Í skólanum mínum var verið að dreifa árituðum plaggötum af frábæru íþróttafólki ásamt okkar yndislega Páli Óskari.

Ég hlakka til að kynna þessa einstaklinga fyrir nemendum mínum í næstu viku, sem er tannverndarvika.  Plaggötin eru í lit og A 3 stærð og eru af: Margréti Láru, Óla Stef. Loga Geirs, Fúsa, Björgvini (markmanni), Ragnheiði (sund) og Páli Óskari.  Öll hafa þau slagorð fram að færa, sem eru okkur holl að heyra, en lengi býr að fyrstu gerð og börnin okkar eiga að alast upp við það að vatn er besti svaladrykkurinn, og öll eigum við að hirða vel um heilsuna okkar.

Slagorð Páls Óskars mun ég halda hátt á lofti:  Aldrei reykt, drukkið eða dópað. Páll Óskar er óumdeildur og flestum ef ekki öllum krökkum finnst hann æðislegur.

Þetta eru ótrúlega flott plaggöt sem gefin eru út af Heilbrigðisráðuneytinu.  Það er gott til þess að vita að eitthvað gott hafi verið gert í því blessaða ráðuneyti síðustu ár eða frá því að Ingibjörg Pálmadóttir (ráðherra)lét byggja barnaspítalann.

ÁFRAM ÍSLAND! 


mbl.is Hermann verður um kyrrt hjá Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talan 8

quadruplet-ralphÉg held mikið upp á töluna átta, en mikið lifandis skelfing er ég fegin að vera komin úr barneign.

 


mbl.is Fengu áttbura en áttu von á sjö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengi lifi forseti vor.

Leyfi mér að vitna í blogg Sparisjóð grínista og nágrennis, þar sem hún segir að Ólafur hafi hlustað á

þjóðina.  Endilega kíkið á: http://annaeinars.blog.is/blog/annaeinars/entry/785177/#comments

Forsetinn mun setja skilyrði fyrir veitingu umboðs til að mynda ríkisstjórn.  

 

Mér finnst það sanngjarnt og ég vona bara að tími Jóhönnu sé endanlega komin. 


mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður að meiri

Þremur mánuðum of seint, en einhverstaðar stendur skrifað: „ Aldrei of seint“

Ég er jafnaðarmaður og fagna því að maður úr mínum röðum sé fyrstur til að axla ábyrgð, ef frá er talinn forsetinn okkar sem fyrstur varð til að nefna á lækka ætti laun æðstu embættismanna og með orðum sínum játaði að bæði hann og aðrir hefðu farið offari í að mæra útrásina.

Nú vona ég að Árni Matt (sem er algjörlega vanhæfur vegna krosstengsla)segi af sér og Geir Hilmar hafi hafi þá skynsemi til að bera að stíga til hliðar og hleypa ÞOrgerði Katrínu að sem getur þá í kjölfarið sagt upp seðlabankastjórunum.

Það þarf hugrekki til að sleppa takinu og við verðum að fá að ætlast til þess að þeir sem veljast til forystu hafi það hugrekki.

Björgvin! Hafðu þökk fyrir þitt innlegg, þrátt fyrir að þú eigir ekki sök á útrásinni sem setti okkur í þessa stöðu, en þið áttuð að hlusta á viðvaranir.

ÁFRAM ÍSLAND!


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband