Færsluflokkur: Dægurmál

Hver er bestur?

Langar til að ´sýna ykkur komment sem ég setti á bloggið hennar Ólínu Þorvarðardóttur.

Sæl Ólína.
Aldrei þessu vant erum við ósamála í tíkinni sem við Póla er kennd.
Ég hef alla tíð verið félagslega sinnuð, er á móti hvers konar öfgum hvort heldur sem er til vinstri eða hægri.
Ég byrjaði að gjósa X-G, síðan Kvennalistann og gladdist mikið þegar að leit út fyrir að félagshyggjufólk skyldu nú sameinast undir merkjum Samfylkingar.
Að fylgjast með þeim sem valist hafa í forsvar fyrir þau gildi sem ég hef alla tíð reynt að halda í heiðri eru mér sár vonbrigði.  Hver höndin upp á móti hver annarri, spillingin augljós, þar sem ráðamenn hygla sínum og graðka til sín og sína sitt rétta andlit með sjálftöku á gögnum og gæðum.  Síðan að horfa upp á að flokksforystan geti ekki tekið á siðblindu sinna manna er með öllu óþolandi.
Ég hef unnið í sjálfboðavinnu fyrir SF allar götur síðan samtökin voru stofnuð.  Ég hef aldrei fengið neitt fyrir það, enda ekki ætlast til þess eða búist við því.
Þau leiðindi svo ég tali nú ekki um sárindin yfir getuleysi „ykkar“ til að taka á málum, hafa valdið mér þvílíkum vonbrigðum að ég set ykkur öll undir sama hatt og mun aldrei kjósa neitt ykkar til ábyrgðarstarfa.  
Besti flokkurinn er kannski grín, en þar innanborðs eru allavega góðar og gegnar manneskjur sem ég treysti ekkert síður en ykkur og til viðbótar, þá mun þeirra klúður alla vega vekja kátínu og það er það sem ég þarfnast meira en nokkuð annað.  Að hafa gaman saman. ÉG MUN KJÓSA BESTA FLOKKINN.


Hver er þessi Lára?

Ég held að við ættum að fara að skoða þá sem hanga á spena íslensku þjóðarinnar.  Hvað er í gangi hérna?  Hér eru embættismenn og þjóðkjörnir stjórnmálamenn með þannig siðferði og þankagang að ég held að við ættum að fara ýta við þessu liði, allavega stoppa launagreiðslur til þeirra.  Ef að seðlabankastjóri getur ekki lifað af 13 hundruð þúsundum, þá getur hann farið í eitthvað annað. 

Að heilbrigð manneskja skuli leggja það til að hækka laun einhvers um rúmlega tvöföld verkamannalaun segir mér að annað hvort sé ég bara öfundsjúki asninn eða þeir snarbrjálaðir með svo skerta siðferðisvitund að þeim væri hollast að flytja til Tortóla.

Svo er það Steinun Valdís sem greiddi manni sínum meira en árslaun verkamanns fyrir hugmyndavinnu.  Hugmyndirnar um hvernig best væri að tryggja henni áfram launaða vinnu hjá okkur. H.... F..... F.....

Er búin að segja mig úr fjórflokkakerfinu og tekin saman við grínframboðið.  Ég ætla a.m.k. að hafa gaman að öllu klúðrinu.


mbl.is Skorar á Láru að draga tillögu til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt!

Gott hjá þér sérstaklega þar sem þú stígur til hliðar fyrir ástkæran flokkinn þinn.

Hvað með Ólöfu og Bjarna.  Ólöf segir lánveitinguna til sín vera fullkomlega eðlilega og það segir Bjarni Ben ´líka.

Er það alveg eðlilegt að fólk fái yfir 100 milljónir að láni til fasteignakaupa?  ´Hverjir eru það sem kaupa þannig fasteignir,  ég teldi nú að fólk ætti þá að eiga fyrir þeim, allavega eitthvað upp í þær.

Hvað með Bjarna sem segist vera búin að greiða sínar 175 millur.  Til hvers þurfti hann svo mikið fé?

Ég tel að þeir sem sitja á þingi eigi að vera hafnir yfir allan grun um sérhagsmunagæslu eða spillingu.  Ég get bara ekki varist því að mér finnst skítalykt af málinu og tel að allir þeir sem sitja á þingi og hafa fengið óeðlega mikla fyrirgreiðslu í HRUN BÖNKUNUM eigi að segja af sér og láta sér aldrei detta í hug að skipta sér af stjórnmálum á hinu háa/lága alþingi. PUNKTUR!


mbl.is Þorgerður stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í boði hvers?

Hafið þið heyrt afsökunarbeiðni frá þeim sem spiluðu stórt á ofurlaunum við að passa upp á lífeyrinn okkar?  Ekki ég!

10% lækkun af 126.000  krónum eru 12.600,- Það er mikið fyrir ellilífeyrisþega sem nú þegar er við hungurmörk.  Eiga þeir sem eru orðnir 67 ára að leggja bílum sínum, draga niður hitann í híbýlum sínum, hætta að gleðja barnabörnin sín með því að stinga upp í þau kandíssykri endrum og sinnum.

Hvað er í gangi.  Ég vil ekki flatan niðurskurð fyrir lífeyrisþega.  Ekki taka krónu af þeim sem hafa undir 200.000,-  Og hana nú!


mbl.is Lífeyrisgreiðslur lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fram, Fram, Framsókn!

Hverjir eru nú ábyrgir fyrir 90% lánunum.   Stjórnvöld voru marg vöruð við því að þetta væri óráðsíja sem myndu ekki koma almenningi til góða.  Íbúðaverð myndi hækka gífurlega, og til yrði bóla sem ekki væri fyrirséð.

Sigmundur Davíð!  Hefur einhver af ykkur gengist við ábyrgð á þessu?  Þða er ekki nóg að skipta um fólk.  Það er alltaf sama hugmyndafræðin í Framsókn. 


mbl.is Húsnæðislánin voru „tómt rugl"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komdu fagnandi!

Ég nánast krefst þess að alþingismenn axli ábyrgð og sýni þjóðinni þá virðingu að taka mark á skýrslunni og láta þá bera ábyrgð sem ábyrgðina bera.

Ég held að nú sé nóg komið. Ef ekki verður haldið rétt á, verði hér alvarlega borgarastyrjöld.

Ég get ekki séð að þingmenn séu hættir að ráða ættingja og vini í feitu jobbin  og nefndirnar.  Sjáum t.d. Álfheiði Ingadóttir sem fer hamförum af tómri réttlætiskennd.......  Ó ég verð að hætta hér.

Góða helgi!


mbl.is Hver og einn verður að gangast við ábyrgð sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og?

Kannski þurfum við að aftur að fara nota Export í kaffið,  loka eitthvað af þessum sjónvarps og útvarpsstöðvum, sauma upp úr gömlu, rækta okkar eigið grænmeti, minnka kröfurnar, ekki endilega sér herbergi fyrir köttinn, sýna nægjusemi í hvívetna?  Ég veit að þetta gæti reynst mörgum erfitt, en ég kvíði því ekki.  Ég kvíði að fólk missi heilsuna og gleðina í lífinu.

Tökum upp spilastokkinn, förum að vera meira saman, njótum samvista við náttúruna.  Hættum þessu bölvaða volæði.  Sköpum velsæld með einhverju öðru en sýndarviðskiptum með tölum á blaði sem engu máli skipta í hamingju manna.  Þegar allt kemur til alls þá sannast hið fornkveðna:

Maður er manns gaman“

Ég hlakka til að breyta garði mínum í matjurtagarð, fara í berjamó um miðjan ágúst, sulta og safta. Hitta 12. barnbarnið sem er væntanlegt í október.  Já, ég er lukkunar pamfíll

Með þessu er ég ekki að segja að fólk eigi ekki bágt, langt því frá.  Margir eiga ekki fyrir mat, hjálpum þeim á annan hátt en að láta þau standa í biðröð eftir mat.  Við erum nægilega efnuð til að láta félagslega kerfið okkar sjá um þá sem þannig er statt fyrir.  Hjálpum öllum til sjálfhjálpar, hættum að plata fólk með allskonar „píramídasöluhagnaðarbraski“  Við skulum muna að Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. 

Eflum okkur til ábyrgðar, samheldni, samúðar og sjálfshjálpar.  Allir saman nú!  Áfram Ísland!


mbl.is Djúpstæð skuldakreppa fullvalda ríkja yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

veistu hvað?

Álfheiður, stundum er gott að þegja frekar en að segja.  Svo er líka ágætt að telja upp að tíu áður en maður ræðst til atlögu.  Þegar maður gegnir ábyrgðarstöðu, þarf maður sérstaklega gæta sín.

Ég hlakka til að vita hvort þú sért þeim eiginleikum gædd að geta beðist afsökunar, ég er nefnilega búin að veðja við vinkonu mína að þú kunnir það ekki.  Mér finnst hrokinn og frek... lýsa af þér langar leiðir.


mbl.is Bréf byggt á „misskilningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig sem borgarstjóra

Fylgi besta flokksins gleður mig og þar sem ég þekki svolítið til formannsins, þá veit ég að hann mun láta til sín taka á bestan hátt.   Verði hann upptekin þá er aragrúi af góðum mönnum sem geta leyst hann af.  Hann er vel ættaður og á marga góða vini sem munu bakka hann upp.

 Ég hef ákveðeðið að fara í kapp við aðra og borga fúlgur í kosningasjóð Besta Flokksins í von um að geta hreppt stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra.  Það er ekki vafi í mínum huga að Jón Gnarr mun verða næsti borgarstjóri Reykvíkinga.

 Ég er líka næsta viss um að nærliggjandi sveitafélög munu keppast um að komast undir fána Reykvíkinga þar sem höfuðborg okkar allra landsmanna verður besta borg í heimi ef að fram fer sem horfir.

Gleðilega páska kæru Reykvíkingar og innilega til hamingju með gott gengi Besta Flokksins í skoðanakönnunum.

englar


mbl.is Stefnir á borgarstjórastólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki alveg í fyrsta sinn

Skyldi vera ástæða fyrir því að Ágerður er „dæmd“ fyrir vafasamar ákvarðanir?  Maður spyr sig...


mbl.is Ásgerður: Jafnvel mistök hjá mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband