Færsluflokkur: Dægurmál
9.3.2010 | 12:26
Guði sé lof og almenna þakkargjörð.
Ég gleðst yfir að drengurin sé fundinn en ég er döpur yfrir því að það skuli finnast svo sjúkt fólk að það ræni börnum, svo ég tali ekki um ungabörnum. Eigum við ekki að vona að þetta hafi verið óvitar sem hafa ætlað að gera smáhrekk
Barnið fannst grafið í skafl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 10:35
Þakkarvert.
Það er bara dásamlegt til þess að vita að einhverjir líta þannig á málið. Það er ekki sjálfgefið að fólk geti séð í gegn um fingur sér háttalag Íslendinga undanfarin ár.
Mér sjálfri hryllir við og veit satt best að segja ekki hverning taka á þessum málum. Þó er ég þeirrar skoðunar að komandi kynslóðir eigi ekki að líða fyrir græðgi og óhemjugang minnar kynslóðar, þessvegna fagna ég því að einhverjir vilja hjálpa til svo endurreisnin gangi fyrr.
Sammála Jónasi Kristjánssyni að þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn sé grútmáttlaus, þá eigum við grasrótin að sjá til þess að skipt verði út ráðherrum en að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að þeir sem ollu hruninu, komist ekki að í nánustu framtíð.
Heia Norge! Fáninn ykkar er jafn fallegur og okkar. Lít á mig sem Íslending með norskt fjallablóð í æðum.
Norðmenn eiga að aðstoða Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.2.2010 | 12:19
Tveir sunnudagar?
Ég held að það sé kostur að vera rangeygður. Þekkti einu sinni mann sem var svo rangeygður að hann sá tvo sunnudaga í miðri viku. Mikið hefði nú verið dásamlegt ef sumir, )nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn byrjar á Davíð) hefði og væri rangeygður. Þá hefði hann bæði séð fyrir og eftir. You know what I m........
Fékk að skila rangeygðri konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2010 | 12:36
Vitið þið til
Búið að eyðileggja bankakerfið. Nú verður ráðist á tryggingakerfið. Er ekki tími til kominn að við fáum hjálp frá Norðurlöndunum. Leggja niður íslensk stjórnvöld og fá utanaðkomandi til að leiða okkur upp úr þessu feni.
Hvað er í gangi hérna? Fólk virðist ekki hafa neina hugmynd um hvað sé í gangi, né hvað hafi verið í gangi hérna s.l. 20 ár.
Frikki Sópur orið stjórnarformaður í Íslandsbanka, gamlir bankastarfsmenn (með skítugan starfsferil) fá ábyrgðarstöður innan stjórnsýslunnar.
Birting skýrslunnar dregst á langinn.
Össur og Árni Þór bornir þungum sökum.
Ég held að núna fari þeir að kjafta frá. Samtryggingin er að rofna. Bjarni Ben komin á hálan ís.
Fjandinn hafi það! Eigum við ekki að fara að mæta fyrir utan stjórnarráðið. Fylla torgið af fólki sem ekki stendur á sama um gullfiskaminni landans. 3 Yfir 30% fylgi við þá sem eru aðalgerendur í hruninu.
12 tilboð í Sjóvá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2010 | 14:00
Síðasti?
Ég hef þá einlægu trú að Steingrímur Hermannsson hafi verið góður og gegn Íslendingur. Mér hefur alla tíð staðið á sama hvaðan gott kemur. Það eru til góðir menn í öllum flokkum. Það þyrfti að segja mér það oftar en tvisvar að Steingrímur heitinn hefði á einhverjum tímapunkti getað unnið þjóð sinni tjón.
Það er meira en hægt er að segja um þá sem á eftir honum komu. Ég held að rannsóknarskýrslan eigi eftir að færa okkur miklu verri fréttir en okkur getur órað fyrir.
Ég vona að Íslendingar láti af græðgi og eiginhagsmunum og hugsi fyrir heildina. Það mun alltaf skila okkur betra lífi.
Ég minnist Steingríms Hermannssonar með hlýju í hjarta og blessa minningu hans.
Steingríms minnst á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2010 | 12:29
Sumir
Afneita Ólafi F. Magnússyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2010 | 14:09
Í rauðum búningum!
Ég er ekki í minnsta vafa um að Íslendingar vinna þennan leik. Þeir munu spila í rauðum búningum á móti bláklæddum Frökkum og það þýðir bara eitt. Við vinnum leikinn! Síðan mun allt velta á því, hvort við munum spila blá eða rauð á móti hvítklæddum Pólverjum.
Vilja Íslendingar gull eða silfur eða eigum við bara að halda okkur við þá staðreynd að gott silfur er gulli betra
ÁFRAM ÍSLAND!
Ísland og Frakkland mætast klukkan 13 á laugardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2010 | 11:57
SKÝRSLUNA STRAX!
Fréttina fann bloggvinkona mín og hér kemur færslan
Góðir bloggvinir mínir. ÉG bið ykkur!! Birtið álíka á ykkar síðum og sendið öllum bloggvinum ykkar póst þess efnis.
Sendið póst á ristjori@althingi.is og postur@for.stjr.is <postur@for.stjr.is> Skorið á stjórnvöld að birta skýrsluna strax. Sjálf sendi ég eftir farandi bréf til Jóhönnu postur@for.stjr.is :
Skýrsluna strax! viðbæturnar síðar. Annars mun ég undirrituð og margir, margir aðrir sem ég hef talað við láta búsáhaldabyltinguna hljóma sem hjómið eitt.
Virðingarfyllst,
Ingibjörg Friðriksdóttir Ottesen
Mætum fyrir framan Sjórnarráðið og krefjumst þess að skýrslan verði birt nú þegar.
VIÐ GETUM EKKI BEÐIÐ LENGUR!
Gráti nær yfir efni skýrslunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 08:16
Sést ekki í Mogganum
Ég var að leita að fréttinni um frestun skýrslunni, en það er sama sagan finnst ekki.
Ætli það sé samhengi í því að reka starfsfólk af Rúv. þögn Morgunblaðsins og svo frestun á skýrslunni og síðast þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Góðir bloggvinir mínir. ÉG bið ykkur!! Birtið álíka á ykkar síðum og sendið öllum bloggvinum ykkar póst þess efnis.
Sendið póst á ristjori@althingi.is og postur@for.stjr.is <postur@for.stjr.is> Skorið á stjórnvöld að birta skýrsluna straxþ
Mætum´fyrir framan Sjórnarráðið og krefjumst þess. Rífum okkur úr, látum öllum illum látum.
VIÐ BÍÐUM EKKI LENGUR!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2010 | 14:19
Nú skal þegja, nú skal þegja!
Þögn!
Það er alveg ómögulegt að hafa skelegga fréttamenn í vinnu þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður birt almenningi.
Ég tel að Páll Magnússon selji samvisku sína fyrir afnot af flottum jeppa og góðum launum.
Þórhallur Gunnarsson hefur ekki samviskuleysi til að bera, þessvegna sagði hann upp. Það er tilgáta sem ég stend við þar til annað kemur í ljós.
Eigum við ekki að fara með pottana okkar og pönnurnar niður í Efstaleiti?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar