Óska eftir hugmyndum.....

Hvernig væri að fá Björku og hennar ágæta samstarfsfólk í „Nattura“ að borðinu.

Við þurfum ekki á því að halda að selja bíla eða önnur tól eða tæki, nema  vera skyldi verkfæri.

Við þurfum að skapa atvinnutækifæri í sköpun og verðmætaaukningu.

Gerum við gömlu tækin okkar, bíla jafnt sem hús og húsbúnað.

EKKI HENDA - GERA VIÐ!

Ekki búin að gleyma þegar ég fór niður í Akurgerði með nylonsokkana hennar mömmu í viðgerð.

Kennum hvert öðru að prjóna, sauma, stoppa í  og staga.

Sendum ekki óunnið hráefni úr landi.

Seljum bændum raforkuna á sama verði og álverin hafa keypt hana á.

 Verum sjálfum okkur næg um matvæli.

Ræktum tómata og paprikku í stóru stofugluggunum okkar í sumar.  Byrja strax.

Ræktum kálið úti á svölum........

Bakarar:  haldið námskeið.... við getum bakað brauðið okkar sjálf, allavega við sem höfum ekki efni á því.

Fleiri hugmyndir....... ef þið hafið

!
mbl.is Yfir 15 þúsund á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einagnrum okkur frá nútíðinni og hoppum aftur í fornöldina og helst á moldargólfið. Ef þú réðir þá yrði engin atvinnusköpun. Við erum stödd annarstaðar. Styðjum við bakið á öllum klókum Íslendingum sem geta nýtt orkuna okkar HÉR Á ÍSLANDI í að skapa verðmæti handa umheiminum. Einblína á orkulindirnar  til atvinnusköpunar númer eitt, tvö og fimmþúsund. Hana nú!

Þurí (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:13

2 identicon

Eigum við ekki bara að fara aftur í moldarkofanna ?

Helena Sigurbergsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:19

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Viltu fleiri álver Þuríður?

Ég

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.2.2009 kl. 12:20

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er sammála þér Þurí, en hitt þarf að vera með. Ástandið er verra en nokkurn grunar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.2.2009 kl. 12:21

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er með hugmynd um að nýta fiskroð í hundabein. Flétta saman og þurrka.

Annars er ég mjög vön að láta hlutina endast. Gamlar gardínur fá nýtt líf í bútasaumi, nú eða gamlir kjólar, blússur osfrv. 

Rut Sumarliðadóttir, 16.2.2009 kl. 12:21

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég skil ykkur ekki, verður fólki eitthvað illt af því að minst sé á ráðdeild? Það er engin að tala um moldarkofa.  Til skamms tíma fleygði fólk nánast alheilum heimilistækjum, frekar en að láta gera við þau.

Ég er að tala um að við köllum fólk til vinnu sem hefur einhverja hugmynd um sköpun.  En algjör óþarfi að skríða inn í moldarkofa nema til að skemmta sér ögn.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.2.2009 kl. 12:24

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Heill þér Rut mín, þú skilur mig enda við af sömu kynslóð.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.2.2009 kl. 12:25

8 identicon

Við erum búin að vera södd svo lengi og höfum ekki nennt að hugsa hvað er hægt að gera við orkuna nema að setja hana í álver, nei það vil ég ekki en það eru til fullt að hugmyndum um hverning hægt er að nota orkuna til annarar atvinnusköpunar. T.d af hverju fær öll gufan að fara út í andrúmsloftið ónotuð úr gufuaflsvirkjunum, þar eru til fullt af hugmyndum sem engin hefur nennt að leggja pening í en nú er tækifæri. Svo annað þegar maður keyrir í átt að Laugarási og að Flúðum í myrkri þá stígur þvílík birta upp í himinhvolfið er ekki hægt að krækja og beisla þá birtu og reyna að nýta hana betur. Við núlifandi 20-60 ára komum af subbukynslóðinni sem treður öllu í sig á. En þú biður bakarana um að kenna okkur að baka brauð?? hvað verður þá um þá. Annars góður dagur

Þurí (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 1773

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband