Ljósabekkir drepa!

Eigum við ekki að banna ljósabekki, tóbak og brennivín?  Svo má líka skoða það að banna bíla og önnur farartæki því þau geta einnig steindrepið. 

Lífið er stórhættulegt og það hefur enginn komist lifandi frá því.

Ég er svo sem ekki að gera lítið úr hættunni á ljósabekkjum, hætti sjálf að fara í þá þegar ég sá og fann að æskuroðinn sem ávannst með legu í ljósabekk, hvarf eins og dögg fyrir sólu skömmu síðar og í staðinn þornaði húðin þannig að áferð hennar líktist helst þurrkaðri skreið.

Mér leiðast allar þessar viðvaranir, en finnst sjálfsagt að banna börnum (18 ára og yngri) notkun ljósabekkja .  Þeir sem eldri eru verða bara læra af reynslunni.


mbl.is Varað við ljósabekkjum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Kúmen Rassmína.

Já, Hjalti minn.

En þú ert nú orðinn meira en átján.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.7.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

EF þú lest þessa frétt þá var ögmundur ekki að boða bann heldur forvarnargildi. Hann sagði að hann vildi láta þá sem eru með ljósastofur að hafa varnaðarorð gegn húðkrabbamein- því það er sýnt að ungt fólk geti fengið huðkrabbamein síðar meir ef það stundar ljósabekki grimmd. Hann er í raun að tala um svipað og er utan á sígarettupökkunum....

Ég sé ekkert athugavert við það... þetta er hlutverk heilbrigðisstofnunar.

Svo mótmæli..ég því að engin hafi komist lifandi undan lífinu ... því ég hef gert það enn sem komið er.

Brynjar Jóhannsson, 29.7.2009 kl. 20:29

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég las fréttina Brynjar enda segi ég að mér leiðist þessar viðvaranir.  Hann var ekki að boða bann, heldur ég í framhaldi af viðvöruninni.  Sjáðu til, við berum ábyrgð á börnum okkar þar til þau verða átján.  Mér finnst það í hæsta máta undarlegt þegar foreldrar leyfa börnum sínum að stunda ljósabekki, það hefur verið vitað í mörg ár að þeir séu hættulegir og það sér í lagi ungu fólki.

Ég sé ekkert athugavert við það að heilbrigðisstofnanir vari við, frekar hitt að þær aðhafist lítið.  ég er nefnilega svo leið á því.

Og svo Brynjar „Við munum öll, við munum öll deyja,“  söng Bubbi.  Laughing 1 





Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.7.2009 kl. 20:54

5 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Það er orðið vissara að halda sig alfarið innandyra og fara einungis út í fylgd með heilbrigðisstarfsfólki, stutta stund í einu náttúrulega.

Lífið er bráðdrepandi. ;)

Ólafur Eiríksson, 29.7.2009 kl. 21:01

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það getur nú líka verið hættulegt innandyra. En kannski að það sé best að vera bara í stéttarfélaginu. þ.e. er að fara aldrei út fyrir stéttina.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.7.2009 kl. 21:27

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ingibjörg..

enn ferðu með rangar staðreyndir... hann sagði ÞIÐ <-- munið öll deyja... hann sagði aldrei að ég muni deyja..  

Brynjar Jóhannsson, 29.7.2009 kl. 21:55

8 identicon

Sæl Öllsömul.

Ha ?  Drepa bílar ? Uh, ég sem hélt að það væri fólk sem kynni ekki með bíla að fara sem dræpi með bílum. 

Ég og konan eigum heil fimm stykki af bílum, og erum enn bráðlifandi. Veita þeir okkur, stússið og félagsskapurinn í kringum þá, okkur mikla ánægju.

Vonandi vakna ég á morgun.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 02:05

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Satt segir þú Heimir.  Það er alltaf við fólkið sem drepum.  Líkt og bankarnir hlunnfara okkur ekki, það er fólkið sem í þeim vinnur eða stjórna.  Ljósabekkir skaða engan, ef mannfólkið lætur vera að liggja í þeim eða berja mann og annan með þeim.

Alveg viss um að þú vaknar á morgun líka en ekki viss um að þú sért vaknaður .

Guð, gefi þér og hinum lesendunum góðan dag.

Og Brynjar hinn eilífi, gaman að rökræða við þig, sérstaklega um heimspekileg efni. Takk! 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.7.2009 kl. 09:45

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það er svo hættulegt að lifa að maður gæti dáið. Held þó einna helst að maður gæti dáið úr stressi yfir öllu því sem er hættulegt. Eins gott að vera svoldið ligeglad og lifa lífinu eins vel og maður getur og sem betur fer deyr maður á endanum, alla vega er ekki spennandi að verða örvasa gamalmenni á stofnun. Má ég biðja um að fara áður en að því kemur.

Amen og kúmen og hálsmen.

Rut Sumarliðadóttir, 30.7.2009 kl. 10:45

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Að vanda sig á hverjum degi er málið, ekki satt?

Lifa lífinu, hlusta mátulega á allar viðvaranir.

Vera góð við hvert annað og gleyma ekki að þakka það sem vel er gert.

Rut, segi að sama. Guð forði mér frá því að verð örvasa gamalmenni, byrði á mínum nánustu. 

Amen kúmen hálsmen? ég segi nú bara Rassmína.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.7.2009 kl. 10:51

12 Smámynd: Sigmar Þormar

Óbrærilegur léttleiki varnarlausrar tilveru

Smá saga Ingibjörg. Það var víst legið í Stieg Larsson með viðvaranir (hann reykti 60 sígarettur á dag).  En Stieg hlustaði svo "mátulega á allar viðvaranir" að hann datt dauður niður á besta aldri rétt áður en bók hans "Karlmenn sem hata konur" kom út.

En nú njótum við hin bókarinnar og frábærrar kvikmyndar.

Ættingjar Stiegs rífast eins og villkettir um útgáfurétt seinni bóka hans. Því Stieg var ekkert að pæla í að ganga vel frá fjármálum konu sinnar ef eitthvað kæmir fyrir. Mátulegt kæruleysi þar.

ÉG segi ekkert kæruleysi þegar kemur að börnunum okkar; hvorki mátulegt eða annað.

ÉG veit að félagi Ögmundur bregst ekki.

Börnin okkur burt úr bekkjunum!

Sigmar Þormar, 31.7.2009 kl. 13:54

13 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

100% sammála Sigmar. ´Við berum ábyrgð á börnum okkar og mér hefur sviðið kæruleysi foreldra þegar ég sé fermingarbörn mæta í skólann kaffibrún eftir ljósabekki.  Við höfum ekki leyfi til að vera kærulaus þegar börnin okkar eiga í hlut og jafnvel ekki gagnvart okkur sjálfum á meðan við berum ábyrgð á þeim.

Hinn sænski Stieg var barnlaus og bjánaðist ekki við að giftast sinni heittelskuðu.  Fólk er fífl og af aurum verður margur að apa.

Ég hætti að reykja þegar ég byrjaði barneignir upp á nýtt eftir tuttuguára hlé. Batnandi manni er best að lifa.

Takk fyrir þitt innlegg.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 31.7.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1759

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband