Færsluflokkur: Dægurmál
8.3.2009 | 17:28
Blendnar tilfinningar1
Um leið og ég finn til ákveðins léttis að Ingibjörg Sólrún skuli ætla að láta skynsemina ráða för, þá er ég bæði hrygg og hrædd.
Að mínu mati hefur Ingibjörg Sólrún verið einhver albesti talsmaður jöfnuðar og réttlætis. Ábyggilega hefur heilsufar hennar sett strik í reikninginn síðustu mánuði og jafnvel ár, en það breytir ekki því að það er sjónarsviptir af jafn mikilvirkum stjórnmálamanni og hún hefur verið.
Ég var ákveðin í að kjósa hana til formanns, en ekki endilega til þingetu. Það hræðir mig hinsvegar að formannsslagur gæti orðið okkur dýrkeyptur. Ég er óhress með þær litlu breytingar sem virðast ætla að verða á þingmannaliði Samfylkingar. Mér finnst að allt ráðherraliðiði fyrir utan Jóhönnu ættu að taka sér frí frá þingmennsku og ég er eiginlega að vona að flokksmenn muni sjá til þess.
Vonandi ber okkur gæfa til þess að finna nýjan formann sem er góður talsmaður fyrir hugmyndafræði jafnréttis og bræralags.
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.3.2009 | 13:38
ÍSLAND! Já takk
Ég er eins mikið sammála Svandísi og ég er stein standandi hissa á þeim sem enn eru ekki búnir að sjá í gegnum hugmydafræði Sjálfstæðisflokksins.
Ég er búin að ákveða: Ef Vinstri grænir og Samfylking munu ekki ganga bundnir til kosninga, það er að sega að þeir ekki útiloki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þá mun ég annaðhvort skila auðu eða kjósa Borgaraflokkinn.
Það þarf að taka rækilega vel til hjá okkur, kjósa stjórnlagaþing (sem ekki munu hafa fjórflokkinn innanborðs) og við þurfum að endurskoða lífeyrissjóðina.
Reka alla helvítis flottræflana sem stjórnað hafa landinu undanfarin ár. Það getur ekki verið alvara fólks að því þyki þessi ójöfnuður sem hér hefur ríkt bæði í borg og í bæ, geti gengið lengur.
Ég er ákveðin í að setja Valgerði Bjarnadóttur í 1. sæti í Reykjavík og Mörð Árnason í 2. Valgerður hefur sýnt ótrúlega einurð í að afnema eftirlaunalögin sem margt af okkar fólki var með í að samþykkja. (Megum ekki gleyma því að þögn er sama og samþykki) Mörður á mikið hrós skilið fyrir að standa vörð um þau umhverfissjónarmið sem sett voru í kosningaloforðin. Hvað ég geri fleira veit ég ekki annað en jú, ég mun kjósa Jóhönnu, Sigríði Ingibjörgu, Önnu Pálu, Helga Hjörvar. tveir í viðbót munu fá atkvæði mitt, en ég hef ekki ákveðið enn hverjir það verða. Ætla að fara út í göngutúr til að ná mér niður.
Vinstristjórn lífsnauðsyn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2009 | 20:02
Einmitt!
Á ekki bara að afskrifa þessi lán? EF þessir menn eru ekki glæpamenn, þá er ég kaffikanna.
Mér finnst það ákaflega undarlegt að enginn skuli vera kominn bak við lás og slá, hálfu ári eftir bankahrunið.
Það skyldi þó ekki vera að alþingis og embættismenn séu að einhverju innvinklaðir í ósómann.
Ég legg til að fjármál flokkanna verði opnuð almenningi til skoðunnar. Allavega vil ég sjá hverjir hafa greitt til Samfylkingarinnar áður en ég geng að kjörborðinu.
Lánuðu sjálfum sér milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 17:51
Gaman, gaman!
Skyldi seðlabankastjórinn vita af þessu?
Án gríns, þessar stelpur eru auðvitað algjörar hetjur og ljós í myrkrinu. Annars fer nú að vora. það var næstum albjart þegar ég fór í vinnuna fyrir átta í morgun.
Ég horfi björtum augum á framtíðina og alveg handviss um að ég komist í landslið eldri borgara núna í sumar. Allavega er ég í fantaformi og engin ástæða til að örvænta.
Glæsilegur sigur Íslendinga á Norðmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.3.2009 | 14:27
Frábært!
Lyf og læknar Góðan dag.
Ég: Já, geturu tekið niður pöntun?
Doktorinn: Já, Gjörðu svo vel
Ég: Mig vantar góða mixtúru við kvefi, eitthvað ljúft til að sofa af og síðast en ekki síst gleðipillurnar góðu sem ég fékk síðast.
Doktorinn: Ekkert mál, get ég fengið kennitölu og heimilisfang
Ég: Ingibjörg Friðriks í smáíbúðahverfi
Doktorinn: Var það alls ekkert fleira?
Ég: Jú, þú mátt stinga með eldflaugum og pakka af DUREX.
Doktorinn: Verður komið til þín eftir klukkustund. Þú hefur svo bara samband ef það er eitthvað fleira.
Læknar og lyfseðlar á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 20:25
Ingibjörg Sólrún
Kæru Bloggvinir mínir og líka þið sem rekist hérna inn. Bið ykkur að lesa þennan pistil hennar Eddu. Ekkert okkar er óskeikult og að sjálfssögðu er okkur mislagðar hendur.
Ég er ennþá á því að ISG hefði kannski átt að taka sér frí frá ríkisstjórnarvafstri næstu tvö árin en halda samt áfram að vera formaður.
Hún velur að halda áfram og ég ætla að styðja hana eins og ég hef alltaf gert.
Lesið þetta og segið mér svo hvað ykkur finnst.
http://eddaagn.blog.is/blog/eddaagn/entry/818372/#comment2247633
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2009 | 11:42
Er ekki til betri leið?
Mér finndist að hér ætti að ríkja neyðarlög.
Stoppum þetta austur út úr atvinnuleysistrygginga sjóð og skiptum þeirri vinnu sem er að hafa milli fólksíns í landinu.
Útrýmum atvinnuleysi og í stað þess að segja upp fólki, skiptið því sem er að hafa á milli einstaklinganna.
Það er bara allt í lagi að vinna tímabundið 4 daga í viku.
JAFNRÉTTI OG BRÆÐRALAG. SKIPTUM JAFNT!
Tveir milljarðar króna í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.3.2009 | 21:55
Verðugur til vara.
Mér líst vel á Dag, þrátt fyrir að ég sé enn að sjá eftir Stefáni Jóni Hafstein.
Dagur hefur staðið sig vel og er laus við mikil mennsku brjálæði. Árni Páll er líka frábær að mínu mati og legg ég þá að líku. En ég á eftir að ákveða hvorn ég muni styðja, svo geta nú fleiri stokkið fram á sjónarsviðið.
Hvað varðar Jón Baldvin, þá finnst mér við mættum gefa Ingibjörgu Sólrúnu ögn meiri tíma til að útskýra hvers vegna hún gerði ekki neitt þegar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn varaði þau við í apríl á síðasta ári. Það dugar mér ekki alveg að hún hafi talið þá sem til þess voru bærir að sinna þeim málum.
En ISG er stórkostlegur stjórnmálamaður eins og ég hef áður sagt og ég bíð eftir frekari skýringum, afhverju ekki var gripið inn fyrr. Það hefði átt að vera hægt að stoppa ICESAVE innlánin miklu fyrr.
Hver átti að gera það?????????
Dagur í varaformanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.2.2009 | 15:05
Flott hjá þér.
Þrátt fyrir að ég hefði alveg getað hugsað mér að hún tæki sér smá frí og setti sig neðar á lista þá virði ég ákvörðun hennar. Hún er hörkutól og það hefði verið skarð fyrir skildi ef ekki stórslys að missa hana algjörlega út úr íslenskri pólitík.
Í Ingibjörgu Sólrúnu sér maður stjórnmálamann sem kemur fram af festu, hefur karisma sem hrífur fólk og það er auðvitað eitur í beinum andstæðinga. Það er ótrúleg seigla að halda áfram, þrátt fyrir að hafa glímt við þessi erfiðu veikindi. En sú skýring að vilja ekki hopa eða gefast upp virði ég fullkomlega og mun styðja hana heilshugar og eyða öllum lausum tíma niður á Skólabrú til að aðstoða vegna komandi kosninga.
Hvet félagshyggjufólk, sérstaklega þá sem eru atvinnulausir að gefa sig fram og leggja hönd á plóg.
Hafið samband við Kristínu Ernu kristinerna@samfylking.is og hún mun ábyggilega hafa nóg að gera fyrir þá sem óska eftir að komast í huggulegt andrúmsloft á besta stað í bænum.
Ingibjörg býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.2.2009 | 17:53
Flottur!
Jens Stoltenberg er langflottasti forsætisráðherra Norðurlanda og þó víðar væri leitað.
Ég er ánægð með að fá Norðmenn okkur til hjálpar, þeir eru okkar eldri systkin og hafa svo sannarlega meira fyrirhyggjuvit en við Íslendingar. Ég þakka margt sem ég hef lært af þeim.
Sýnum nú smá auðmýkt og hlustum á stóra bróður og stóru systur.
Bankastjórinn beið átekta á hóteli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Borgin yfirbauð einkafyrirtæki
- Tíu milljarða fjárfesting hjá Mílu
- Vilja reka leikskólastjóra
- Vegir gætu orðið þungfærir eða ófærir
- Fresta flutningi menntavísindasviðs í Sögu
- Borgin sýnt skeytingarleysi í flugöryggismálum
- Það þarf einhverja viðhorfsbreytingu
- Framtíð spítala í Fossvogi ræðst innan skamms
Fólk
- SZA kemur fram með Kendrick á Ofurskálinni
- Fordæmdi hegðun barnsföður síns
- Stórstjörnur gerðu allt vitlaust á samfélagsmiðlum
- Gascón skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna
- Emilia Pérez með flestar tilnefningar
- Snerting ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna
- Íslensk amma slær í gegn á TikTok
- Frægur skartgripahönnuður látinn eftir hræðilegt skíðaslys
- Harry fær tvo milljarða í bætur
- Uppselt á úrslitakvöld Söngvakeppninnar
Viðskipti
- Öll framleiðsla í Lund innan 5 ára
- Erum með ágætis spil á hendi
- Norskir stýrivextir óbreyttir
- Uppselt á fræðsluþing Steypustöðvarinnar
- Lífeyrissjóðir ánægðir með 2024
- Málstofa um samskipti fjárfesta og stjórna félaga
- Norðmenn leysa skráningu Cybertruck
- Harpa nýr framtakssjóður Kviku
- Sjá mikil tækifæri í samstarfinu
- Uppfærslan hafi mikla þýðingu