Færsluflokkur: Dægurmál
27.3.2009 | 11:43
Alveg vissi ég það!
Íslendingar eru vel menntuð þjóð með ágæta siðferðisvitund. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn verði í minni hluta mörg ókomin ár.
Við viljum jafna og deila með okkur eins og okkur var kennt þegar við vorum að alast upp.
Að sjálfssögðu mun heiðarlegum og harð duglegum einstaklingum alltaf vegna betur en þeim sem ekki eru það. En við eigum að tryggja öllum mannsæmandi líf.l
Áfram Félagshyggjufólk á Íslandi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2009 | 09:20
Hvers eigum við að gjalda?
Ætli bankamennirnir hafi spilað Matador í æsku. Ég man að maður keypti heilu göturnar og bankana í því spili.
Hvernig væri nú að ganga að eigum þeirra sem sökina eiga í stað þess að þjarma að öreiganum og þeim sem aldrei nutu góðærisins
Ég er orðin hundleið á þessum handabakavinnubrögðum sem minna helst á brekkusnigil í blautum mosa.
Því fyrr sem bankahrunið verður skoðað sem sakamál, þeim mun betra fyrir íslenskt samfélag. Og hvað með eignirnar sem sumir hafa keypt með illa fengnu fé
Hættið að snobba fyrir Mammon.
Lengi lifi Ísland og þegnar þess!
Margt líkt með Íslandi og Enron | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2009 | 13:41
Jibbýjei.
Tökum Carragher til fyrirmyndar og tölum skýrt. Sendum stjórnmálamönnum þau skilaboð að það sé fylgst með þeim og standi þeir sig ekki verði þeim skilyrðislaust ýtt út í kuldan.
Carragher: Við sendum skýr skilaboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2009 | 13:11
Þó fyrr hefði verið.
Nú þurfum við að fara að skapa eitthvað, (búa eitthvað til)
Fólkið sem verður atvinnulaust að þessum sökum ættu að fá að læra eitthvað skapandi (fá til þess styrk í stað atvinnuleysisbóta)
Við höfum ekkert að gera við allar þessar verslanir, algjör óþarfi að hafa verslunarmiðstöðvar í stað félagsmiðstöðva.
Ég sæi það alveg fyrir mér að sópa öllu út úr Kringlunni og hafa einhverskomar námskeiðahald í hverju skoti líka skúmaskoti. Leðursmíði, Postulínsmálun, föndurstofur, hönnunarstofur, bókband, tónlistarstofur og margskonar stofur, matreiðslunámskeið, ´blómanámskeið, dans og leiknámskeið.
Kirnglan yrði alvöru Félagsmiðstöð, kostuð af atvinnuleysissjóð.
ÁFRAM 'ISLAND
Opnunartími verslana í Kringlunni styttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2009 | 16:29
Hvaða dómadags vitleysa er þetta.
það verður seint logið á Kanann, þó gæti þetta kannsi átt við þá, en okkur sem erum í t.d. köldu lofti og á dimmum stað, þá endumst við betur og fer ekki að hnigna fyrr en eftir sextugt, þori ég að fullyrða.
Manni ber að fara varlega í palladóma um aðrar þjóðir, enda höfum við víst duglega skitið í brækurnar að undaförnu.
Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að Ameríkanar væru svona heilt yfir frekar dummy, en reynist þetta satt vera að andlegri heilsu okkar fer að hraka eftir 27 ára aldurinn þá skulum við reka alla þá sem eru í ábyrgðarstöðu um þessar mundir og fela kornungum háskólastúdentum völdin.
Andlega hrörnunin byrjar við 27 ára aldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 17:35
Gratulerer
I dag snakker vi norsk i vårt hjem. Vi er glade og meget oplagte etter å ha vært på hytte, sett på et glimrende fotballspill i går, klippt trær, spiste god mat, sett på TV og synes vi Egils sölv, være det beste etter fotballkampen i går.
Heia Liverpool! og heia Sami Hyypia, du er en flott kar.
Heia Eva Joly, du er den smarteste.
Sami Hyypiä: Besta vikan síðan 2001 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2009 | 22:25
Til hamingju samt!
Þvílíkt sem ég er spæld, ég hélt með laaaaaaaaaaaang skemmtilegasta liðinu sem er Fljótsdalshérað.
Stefán Bogi og Urður eru svo skemmtileg og ég er viss um að símavinurinn hefur verið laminn fyrir að vita ekki hver hin konan var sem kóngsi lét hálshöggva.
Til hamingju samt, Urður, Stefán Bogi og Þorsteinn. Þið eruð frábær og vonandi verðið þið með á næsta ári. Þorsteinn þú verður að æfa þig í spretthlaupi og að stökkva af stað, þótt þú sjálfur vitir ekki svarið. Urður og Stefán Bogi vita það þá pg ef ekki þá eru hvort engin mínusstig gefinn.
Kópavogur vann Útsvarið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.3.2009 | 22:55
Snakker du norsk?
Þetta er stórkostlegt, líður ábyggilega ekki á löngu áður en við hendum dönsku skólabókunum og skiptum yfir í norskar.
Hef ekki skilið það afhverju við erum að læra dönsku þar sem við erum Norðmenn inni í skáp.
Mæli með því að við komum öll út úr skápnum, heimtum landssvæðin sem okkur tilheyrir, rétt eins og Ísraelsmennirnir sem eru komnir heim aftur eftir þúsundára fjarveru.
Í alvöru, ég er himinsæl yfir norskum seðlabankastjóra og vil fá stjórnlagaþing, svo hægt sé að breyta stjórnarskránni. Við eigum auðvitað að geta ráðið hvern þann sem við viljum, hvort heldur það sé Norðmaður eða jafnvel Breti. Íslendingar margir hverjir eru búnir að sýna og sanna að þeir séu óhæfir í mikilvæg störf sem lúta að öryggi lands og þjóðar.
Så skal vi snakke norsk på söndag.
Áfram Eva Joly!
Hægt að nýta sambönd Joly | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.3.2009 | 20:02
Jákvæð frétt
Rannsóknir hafa leitt í ljós að Það munar nú bara 2% á erfðaefni Simpansans og okkur mannskepnunni. Spurning hvort ekki verður hægt að nýta okkur þessa vitneskju í framtíðinni.
Ef hægt er að kenna þeim blygðunarsemi, þá gætu þeir í framtíðinni leyst misvitra stjórnmálamenn af hólmi. Ég get alveg séð fyrir mér aparassgöt niður á Alþingi. þeir væru allavega betri en margur sem bara gera axarsköft og annan ósóma vegna þess að þeim er fyrirmunað að hugsa dæmið til enda eða hugsa fram í tímann.
Simpansar hugsa fram í tímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.3.2009 | 09:46
Ótrúlegt!
Hver man ekki Vímulaust Ísland 2000, 12000 ný störf, 90% lán til íbúðakaupa og núna 20%flatan niðurskurð á íbúðalánum.
Hvað mun það gagnast unga fólkinu sem enga íbúð hefur keypt, barnabörnunum okkar sem eru að vaxa úr grasi, mennta og heilbrigðiskerfinu okkar.......
Ég get svo svarið það að ég held að Framsóknarmenn hugsi aldrei dæmið til enda, finni sér bara eitthvert slagorð til að skreyta sig með korter fyrir kosningar.
Þetta er fáráðlegt að hugsa sér að beita þessarri aðferð. Hún er ekki til þess fallin að hjálpa þeim sem verst eru staddir.
Ég get fært mörg rök fyrir þessarri skoðun minni og geri það ef eftir því verður óskað.
Lífeyrissjóðir ekki stikkfrí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar