Færsluflokkur: Dægurmál
13.5.2009 | 20:25
Of gott til að vera satt.
Mér dettur ekki í hug að þetta verði staðan í leikslok. United mun vinna Wigan þrjú eitt ef að líkum lætur.
Ég er búin að sætta mig við það að Liverpool verða hvorki Evrópumeistarar né Englandsmeistarar í ár, en það kemur ár eftir þetta ár og þá held ég að við munum taka þrjár dollur. Árið 2010 mun verða okkur heilladrjúgt bæði með og án Teves.
Ég get svo sem alveg óskað MR. BRATT strax til hamingju, en þar sem hann er í beinu sambandi við Ferguson, ætla ég að bíða með það.
ÁFRAM ÍSLAND!
Staðan var 1-0 þegar ég byrjaði að skrifa færsluna.
Man.Utd stigi frá meistaratitlinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.5.2009 | 21:52
Guð láti gott á vita
Þessi orð gætu jafnvel hvatt okkar fólk til dáða og aukið úrvinnsluhraðann um 30%. Jóhanna og Steingrímur tala um 100 daga áætlun, vonandi verður henni lokið fyrir Verslunarmannahelgi svo hægt verði að snúa sér að öðrum verkum.
Annars er ég himinlifandi og óska okkur öllum til hamingju með nýja ríkisstjórn.
Ég held að henni (ríkisstjórninni) muni takast vel til, þó vissulega eru erfiðir tímar framundan.
Ég vona að laun undir 300.000,- verði látin halda sér, en allt yfir það verði jafnað og engin laun verði yfir 800.þús til eina milljón.
Þeir sem verða á móti, verði látnir fjúka án starfslokasamninga í krafti neyðarlaga.
ÁFRAM ÍSLAND!
Gæti klárað næstu 100 daga á 72 dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2009 | 13:50
Hagfræði útrásarvíkinganna.
Datt í hug að deila þessarri sögu með ykkur.
Hilda er bareigandi í Berlín. Til þess að auka veltuna þá ákveður hún að leyfa dyggum viðskiptavinumsem flestir eru atvinnulausir alkarað drekka út á krít.
Hún skráir allt sem drukkið er í þykkan kladda. Þegar þetta þægilega fyrirkomulag spyrst út þá flykkjast nýir viðskiptavinir á barinn. Frelsi fólks til þess að njóta augnabliksins og borga seinna gefur Hildu valið tækifæri til þess að hækka verðið á vinsælustu veigunum, bjór og víni
Salan eykst gífurlega. Ungur og efnilegur lánafulltrúi í hverfisbankanum gerir sér grein fyrir að þessar skuldir viðskiptavinanna eru framtíðarverðmæti. Hann hækkar því yfirdráttarheimild Hildu í bankanum. Lánafulltrúinn telur þetta vandræðalaust vegna þess að skuldir alkanna eru haldgóð veð.
Í höfuðstöðvum bankans breyta sérfræðingar í æðri peningalist þessum viðskiptaskuldum í Drykkjuskuldabréf, Alkabréfavafninga og Gubbuafleiður. Þessi verðbréfsem virt áhættumatsfyrirtæki hafa (gegn þóknun) stimplað AAA gæðastimpliganga síðan kaupum og sölum út um allan heim. Raunverulega skilur enginn hvað nöfn bréfanna þýða eða hvernig þau eru tryggð. Samt sem áður halda þau áfram að hækka. Þau eru metsöluvara.
Einn góðan veðurdag, þrátt fyrir að bréfin séu enn á uppleið, þá ákveður áhættusérfræðingur bankans að nú sé tímabært að drykkjuhrútarnir á bar Hildu borgi eitthvað upp í skuldirnar. Þeir geta það hins vegar ekki. Hilda getur því ekki staðið í skilum við sína skuldunauta og lýsir yfir gjaldþroti. Drykkju- og Alkabréf falla um 95%. Gubbubréfin gera betur og ná stöðugkeika eftir 80% fall. Nýr veruleiki blasir við hjá fyrirtækjum sem seldu barnum á lánakjörum og hafa jafnvel líka fjárfest í fyrrnefndum bréfum. Heildsalan sem seldi Hildu vín er gjaldþrota og fyrirtækið sem seldi bjórinn er yfirtekið af keppinauti.
Eftir dramatísk fundahöld og andvökustundir sem standa samfleytt í marga sólarhringa þá ákveða stjórnvöld að bjarga bankanum.
Nýr skattur er lagður á. Bindindismenn eru látnir borga brúsann.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2009 | 21:47
Rauð treyja og hvítar buxur.
Mér varð hverft við. Hélt að Rauðu djöflarnir væru búnir að vinna meistaradeildina og það hefði farið fram hjá mér.
Óska Valsstúlkum innilega til hamingju og ekki síður Stjörnustúlkum með Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.. Vona svo að Eiður Smári taki alla titla sem í boði eru á Spáni auk Evrópumeistaratitilinn. Hann á það skilið.
Já ég veit það, ég er drulluspæld yfir að mínir menn skulu vera dottinir út úr meistaradeildinni.
Valskonur unnu Meistarakeppnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2009 | 23:59
Þakklát!
Svo virðist sem að löndum mínum hafi borið gæfa til að gefa Sjálfstæisflokknum frí frá ríkisstjórn.
Ég el með mér þá von að á Íslandi muni ríkja svipað stjórnskipulag og á hinum Norðurlöndunum. Meiri jöfnuður, lýðræði, jafnrétti og bræðralag.
Ég fer sátt og sæl í rúmið og hlakka til að vakna í fyrramálið, því ég er sannfærð um að nú sé að renna upp betri tíð með blóm í haga, þrátt fyrir að ég viti að tíminn sem í vændum er, verður erfiður og miklar fórnir þurfi að færa, áður en við náum settu marki.
Takk íslenska þjóð, ég er stolt af okkur. Takk búsáhaldabylting og takk Jóhanna fyrir að vera sú sem þú ert.
Góða nótt!
Fréttaskýring: Stærsta vinstrisveiflan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2009 | 21:33
Ég á í vandræðum.
Ég var eiginlega kommi, orðin krati og á leið að verða ?????? Það er eins og einhver sagði. Fyrst lýðræði, svo fáræði og síðast höfðingjaræði.
Nei, nei, það er engin hætta á því að ég verði íhald. Ég yrði kommi á ný ef VG gætu séð nauðsyn þess að ganga í Evrópubandalagið.
Mig langar alveg svakalega að verðlauna Katrínu Jakobsdóttur fyrir það áræði að vera ein kvenna á alþingi, sem þorir að segja eitthvað í áttina að sannleikanum. Auðvitað þarf að hækka skatta, lækka laun og þaðan af miklu verra. Það segir sig sjálft að laun eru þegar farin að lækka. Það gerist í verðbólgu og hún hefur verið á uppleið að undanförnu.
Já, ég kysi VG ef þeir gætur hundskast við að fara í aðildarviðræður við ESB.
Vandræðin eru sem sagt þessi: Ég á miklu meira sameiginlegt með VG en Samfylkingu, en ég tel að eina leið okkar út úr þessum vandræðum sé að henda íslensku krónunni og taka upp evru og ganga teinrétt inn í ESB og þessvegna mun ég að öllum líkindum exa við SF
Dægurmál | Breytt 21.4.2009 kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
13.4.2009 | 11:40
Þið meinið vesalingar!
Þessir uppskafningar sem nefndir eru auðjöfrar í þessari grein ættu kannski að halda sig utan þessa lands, þar til þeir hafa gert upp málin, skilað því sem þeir eiga ekki, þá gæti vel farið svo að Hjálpræðisherinn myndi sjá aumur á þeim og hýsa þá, þar til önnur úrræði fengust, Svo sem Litla Hraun eða Kvíabryggja.
Ég verð bara enn reiðari þegar farið er svona fínum orðum um ótýnda glæpamenn.
Nú er það sagt að enginn sé sekur fyrr en sönnun fæst, en hvurslags er þetta eiginlega er íslenska þjóðin ekki ein rjúkandi rúst eftir selskapsleiki þessarra umræddu manna.
Svo segja misvitrir stjórnmálamenn að það sé engin hæfa í að fara í aðildarviðræður, þar með séum við að glutra niður sjálfstæði Íslendinga.
Hvar er sjálfstæði okkar núna. Mætti ég heldur vera hluti af Evrópu en þess glæpasamfélags sem við höfum búið í undanfarin 20 ár. Í Evrópu þurfa menn að axla ábyrgð stax og þeir verða uppvísir að spillingu.
Bið ykkur sem til eruð að fara í aðildarviðræður að Evrópubandalaginu að skrá sig á:
Auðjöfrar landsins sjást ekki á götum Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.4.2009 | 21:25
Að hafa meira á milli handanna en eyrnanna.
Ekki veit ég hvað ég heyrði Bjarna Ben segja oft. Það skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að fyrrverandi formaður flokksins hefur axlað ábyrgð með því að viðurkenna að hafa tekið á móti peningunum og fært það til bókar. Þar með eru allir aðrir saklausir.
Engir sökunautar, allt eins og á að vera, svo voru spilaðar gamlar upptökur þar sem Geir sagði að Sjálstæðisflokkurinn hefði ekkert að fela..... Og Kjartan Gunnarsson vildi útiloka að hægt væri að kaupa sér pólitískan stuðning með fjárframlögum.
Ef að Geir og Kjartan geta logið svona fyrirhafnarlítið, hvernig eigum við þá að trúa öðrum Sjálfstæðirmönnum. Þeir sem hafa alla tíð verið í hagsmunagæslu fyrir þá sem meira mega sín í þjóðfélaginu og á ég þá við þá sem hafa meira á milli handanna en ekki eyrnanna.
Nú ætla ég bara að vona að þeir sem lítið hafa á milli handanna, en þeim mun meira á milli eyrnanna skilji hverjir séu vinir þeirra í raun. Það er engin ástæða lengur að vilja tilheyra þessum íhaldsblókum. Þeir vilja hvort eð er ekki vera memm.
Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.4.2009 | 14:06
Hvað meina þeir?
Á þá að fækka skóladögum? Mér finnst allt í lagi að kennarar minnki við sig vinnu, skipti á milli sín kennslu, þannig að ekki þurfi að koma til fækkunar. En nemendur í grunnskóla þurfa svo sannarlega á því að halda að vera 5 daga í skólanum, annars kæmi þvílíkt los á þau að ég teldi það geta skaðað þau til framtíðar.
Nemendur okkar standa sig ekkert sérstaklega vel í samanburði við nágrannaþjóðirnar.
Það á alls ekki að moka öllu út úr atvinnuleysissjóði, það ætti frekar að nota þá peninga til atvinnu sköpunnar. Skipta svo þeirri vinnu sem er að hafa á milli fólks.
Eruð þið ekki sammála í anda jafnréttis og bræðralags?????????????
Rætt um fækkun kennsludaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.3.2009 | 20:38
Þakklát!
Ég er þakklát, bæði fyrir Jóhönnu og Dag. Ég óskaði þess og ætlaði sjálf að stuðla að því að Dagur yrði kjörin varaformaður, en ég komst ekki á þingið sökum vanheilsu sem gerði það að verkum að ég fór ekki langt frá heimili mínu s.l. sólarhring.
Ég hef fylgst vel með því sem er að gerast, þökkum tækni tuttugustuogfyrstualdar.
Ég er alveg rífandi stolt af mínu fólki. Ég held að í hönd fari þeir tímar sem við getum verið sátt við. Jóhanna Egilsdóttir sem var amma Jóhönnu Sigurðardóttir var einu sinni yfirboðari minn, þá var ég ung og óreynd, en ég man hvað hún var falleg og góð, lítil og nett, en samt ákveðin og föst fyrir. Hún var einn af stofnendum barnaheimilisins Vorboðans sem var staðsett upp í Rauðhólum og hún var vakin og sofin yfir velferð þeirra sem þar voru til vistunnar. Ég var þar vistuð sem barn og fór svo að vinna þar sem unglingur bæði 15 og 17 ára.
Ég tel að sá tími sem ég eyddi í Rauðhólunum hafi gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Jóhönnu Egilsdóttur var það mikið kappsmál að öll værum við jöfn, bæði fyrir Guði og mönnum og hún kom oft í Rauðhólana til að sjá að allt færi þar fram eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Jóhanna ásamt ömmu minni Þuríði Friðriksdóttur get ég þakkað mikið þau lífsgildi sem ég hef í dag.
Að sjálfssögðu eru fleiri sem hafa staðið að mér og eiga ekki síður þakkir skildar, en á þessu augnabliki er mér hugsað til Jóhönnu Egilsdóttur og föðurömmu minnar, sé þær fyrir mér kankvísar og glaðar yfir úrslitum dagsins í dag. Til hamingju Jóhanna og til hamingju Dagur og síðast en ekki síst til hamingju Íslendingar, við höfum frábært fólk í Samfylkingunni sem mun leiða okkur inn í betir tíð með blóm í haga.
Jóhanna fékk 97,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- SZA kemur fram með Kendrick á Ofurskálinni
- Fordæmdi hegðun barnsföður síns
- Stórstjörnur gerðu allt vitlaust á samfélagsmiðlum
- Gascón skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna
- Emilia Pérez með flestar tilnefningar
- Snerting ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna
- Íslensk amma slær í gegn á TikTok
- Frægur skartgripahönnuður látinn eftir hræðilegt skíðaslys
- Harry fær tvo milljarða í bætur
- Uppselt á úrslitakvöld Söngvakeppninnar
Íþróttir
- Velti því stundum fyrir mér hvort hann sé lifandi
- Aron átti skemmtilegt augnablik með móður sinni
- Tindastóll stöðvaði sigurgöngu Grindavíkur
- Fjögur Íslendingalið í einum hnapp
- United-sigur eftir dramatískar lokamínútur
- Skoraði 30 stig í 30 stiga sigri
- Haukar sluppu fyrir horn í Skógarseli
- Njarðvíkursigur gegn lánlausum Hattarmönnum
- Tveggja leikja taphrinu lauk gegn KR
- Stórsigur Dana sem tóku Alfreð með sér