Færsluflokkur: Dægurmál

Nú ríður á Jóhanna og Steingrímur!

Alla mína ævi hef ég gengist við því að vera sosialisti og verið stolt af.  Ef Jóhanna og Steingrímur taka ekki af skarið, reka þennan grútmáttlausa saksóknara og fá erlenda óháða aðila til að rannsaka hvað hér hefur átt sér stað í skjóli ríkisvaldsins, þá lýsi ég mig anarkista. Ég mun láta öllum illum látum og ekki unna mér hvíldar fyrr en ríkisstjórn þessa lands mun hlýða því sem hún lofaði og uppræta alla þá spillingu sem hér hefur viðgengist í áratugi. EFTIR HVERJU ER VERIÐ AÐ BÍÐA? 

Mér er sama þó að það hafi verið frænkur mínar eða frændur, synir eða dætur, móðir eða faðir, ömmur eða afar, systir mín eða bræður, já eða ég sjálf sem ollu þessu hruni, ég fer fram á að Evu Joly verði gefið alræðisvald til að ráða og reka hvern þann sem stendur í vegi fyrri eðlilegri rannsókn á bankahruninu.

Ég er helvítis fokking fokk alveg brjáluð, þrátt fyrir að ég sé í ágætri vinnu, skuldi ekki krónu og 2/3 af börnunum mínum búa erlendis og öll barnabörnin sex.  Ég elska íslensku þjóðina.

Ég á nokkra aura inn á banka og ég heimta að fjármagnstekju skattur verði jafnaður til jafns við tekjuskatt, ég heimta að skattleysismörk verði 200.000,- og síðan verði tekin 50- 70% skattur af öllu sem er yfir 200.000-

Ég heimta að atvinnulausir fái eitthvað að sýsla við.  Það á ekki að líðast að kerfið sé notað af óupplýstu fólki.

Þið megið skattleggja áfengi og tóbak eins og þið viljið en í Guðanna bænum látið ekki þannig varning vera inn í vísitölu. 

Steingrímur og Jóhanna, ég býð ykkur ókeypis ráðgjöf, ég er menntuð sem slík og þykist sjá að þið séuð í brýnni þörf fyrir hjálp.

Gjörið svo vel og hafið samband við mig. netfangið er: ifo@simnet.is

Ég mun senda link af þessarri færslu á alla alþingismenn og sjá hversu margir hafa samband.

Læt vita,,,,,

ÁFRAM ÍSLAND!

viðbót.  Ég hef sent þessa færslu á alla þingmenn og ráðherra fyrir utan viðskiptaráðherra þar sem netfang hans er ekki gefið upp.

Hérna er svo kopíeraður netfangalisti þingmanna ef þið viljið senda þeim póst.

 

atlig@althingi.is
alfheiduri@althingi.is
arnipall@althingi.is
arnij@althingi.is
arnithor@althingi.is
asbjorno@althingi.is
asmundurd@althingi.is
arj@althingi.is
birgir@althingi.is
birgittaj@althingi.is
birkir@althingi.is
bjarniben@althingi.is
bgs@althingi.is
bvg@althingi.is
einarg@althingi.is
eygloha@althingi.is
gudbjarturh@althingi.is
glg@althingi.is
gudlaugurthor@althingi.is
gudmundurst@althingi.is
gunnarbragi@althingi.is
 
helgih@althingi.is
hoskuldurth@althingi.is
illugig@althingi.is
johanna@althingi.is
jb@althingi.is
jong@althingi.is
jrg@althingi.is
katrinja@althingi.is
katrinj@althingi.is
kristjanj@althingi.is
klm@althingi.is
lrm@althingi.is
liljam@althingi.is
magnusorri@althingi.is
margrett@althingi.is
oddnyh@althingi.is
olinath@althingi.is
olofn@althingi.is
petur@althingi.is
ragna.arnadottir@dkm.stjr.is
ragna.arnadottir@dkm.stjr.is
rea@althingi.is
ragnheidurr@althingi.is
marshall@althingi.is
sdg@althingi.is
ser@althingi.is
sii@althingi.is
sij@althingi.is
siv@althingi.is
skulih@althingi.is
sjs@althingi.is
svo@althingi.is
svandiss@althingi.is
tryggvih@althingi.is
ubk@althingi.is
vbj@althingi.is
vigdish@althingi.is
thkg@althingi.is
thorsaari@althingi.is
tsv@althingi.is
thrainnb@althingi.is
thback@althingi.is
ogmundur@althingi.is
ossur@althingi.is
 

 


ÁKALL TIL ÞJÓÐARINNAR!

Ég skora á alla Íslendinga að láta nú til sín taka.

Hafi þeir stjórnmálamenn sem við höfum kosið til þess að gæta hagsmuna okkar ekki kjark og þor til að fara alla leið  í viðleitni sinni til að upplýsa hvað hér hefur átt stað.  Þá ryðjumst við inn í alþingishúsið við Austurvöll og fleygjum þessu liði út.

Við megum ekki taka tillit til vensla eða annarra hluta.  Látum Evu Joly eftir góða og nothæfa skrifstofu og förum í einu og öllu eftir því sem hún setur ríkisstjórninni fyrir.

UPPRÆTUM SPILLINGU Í ÍSLENSKU SAMFÉLAGI!


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru betri en við!

Auðvitað má gagnrýna leikinn, en í stuttu máli þá var við ofurefli að etja.  Í hollenska liðinu eru nánast allir leikmenn í heimsklassa en við eigum bara einn slíkan og það er Eiður Smári.

Ég efast ekki um að flestir ef ekki allir gerðu sitt besta, þeir gátu bara ekki betur, en ég átti því láni að fagna að sjá strákana okkar vinna seinni hálfleik gegn fyrna sterku liði Hollendinga.

Ég fór ein á Völlinn, það var öðlingur að nafni Gunnar Sigurðsson sem hringdi á Rás 2 og bauð gefins einn miða, ég sendi honum tölvupóst og fékk.  Sat ég á milli tveggja myndarmanna sem til samans eru sennilega álíka gamlir og ég.  Veðrið frábært, stemmingin alveg æðisleg og ég er bara þakklát og stoltur Íslendingur að við skulum eiga landslið sem stendur í þeim stóru.

Við eigum ekki alltaf að vera skammast yfir því að vera ekki best,  svo lengi sem við sýnum að við erum ábyrg og heiðarleg,  þá getum við verið stolt og borið höfuðið hátt.

Áfram Ísland!


mbl.is Gunnleifur: Gáfum þeim allt of mikinn frið og tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjónar og hjónur

Ég hef áður tjáð mig um þetta mál og þar sem ég var að kommenta á einn sem hefur kannski svipaða skoðun og ég á þessu máli, þá langar mig að endurtaka kommentið á minni síðu.

 

Alveg eins og við eyrnamerkjum kynin sem son og dóttur, þá vil ég vita hvort hjónaband sé milli gagnstæðra eða samkynhneigðra.  Ég á samkynhneigða son sem er í sambúð með kærasta sínum og mér finnst undurvænt um báða og þætti það bara flott ef þeir giftust, en að sama skapi verða þeir aldrei hjón í mínum munni, þar sem orðið sjálf felur í sér hvorugt kyn og maður segir þau hjónin en ekki þeir hjónin.  Þeir eru svo sannarlega karlar báðir tveir þannig að mér þætti það argasti dónaskapur að tala um þá sem þau.

Hvernig væri nú að fundið yrði góð þýðing á norræna orðinu egtepar, því orðið hjón passar bara ekki fyrir tvo einstaklinga af sama kyni.

Hvað finnst ykkur um hjónur og hjónar ha?  Kallið þetta orðhengilshátt eða hvað þið viljið, það eru fordómar að geta ekki aðgreint hvort kynið maður sé og hana nú.....


mbl.is Bann við hjónavígslu samkynhneigðra staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég treysti þér Jóhanna!

Ég veit það, hef beðið eftir því að niðurskurður hæfist.

Lækka laun og hækka skatta.  Ég vona að byrjað verði á þeim sem hæst hafa launin.  Það hlýtur að vera hægt að lýsa yfir neyðarástandi. Allir ættu að geta lifað af 800 þúsundum á mánuði, þannig að ég legg til að það verði byrjað á því að lækka öll laun sem eru yfir 800 þús, fella niður allar sporslur, yfirvinnu og annað af öllum launum.  Yfirvinnubann allstaðar og fá frekar atvinnulausa til að koma til starfa, frekar en að vera borga fólki í 100% starfi yfirvinnu.

Hækka skattleysismörk upp í 200.000.- og síðan greiða 70%skatt af öllu sem fyrir yfir það.

Ég er ekki hagfræðingur og veit ekki hvað þetta myndi þýða fyrir þjóðfélagið, en held að þetta gæti verið eitthvað í áttina.  ÉG veit það eitt, að ekki þýðir að ætla að ráðast að fólki sem hefur undir 250.000,- á mánuði. ´

Hugsum svo með hlýju til þeirra sem ollu öllu þessu, hvort sem þeir eru nefndir útrásarVíkingar, Framsóknar- eða Sjálfstæðismenn.  Þeim veitir ekki af samúð okkar og umburðarlyndi.Shocking


mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfssögðu Ólafur!

Ekki dettur mér í hug að dæma Ólaf ÓlafssonBandit af svívirðilegum glæp.  Öll erum við saklaus þar til sekt okkar sannast, og hvernig dettur fólki í hug að það sé eitthvað saknæmt við það að lána útlendingum nokkra aura, svo litla aura að það tók því ekki einu sinni að taka þá út úr bankanum.

Mér finnst að fólk ætti að fara róa sig aðeins og ráðast ekki á saklausa meðbræður sína sem aldrei hafa sýnt af sér nema einstaka kurteisi,  heiðarleika, dugnað og aftur óskaplegan dugnað.Police


mbl.is Rannsókn leiði í ljós sakleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðan daginn.....

Ja, hvorfor inte?  Ég get sagt það með sanni að ef íslenska þjóðin færi öll í detox meðferð, þá vegnaði henni betur.  Það er allavega mín reynsla,  og ef Kennarasambandið tæki upp á að niðurgreiða detox meðferðir eins og heilsunudd. +a færi ég aftur þó að það væri ekki alla leið til Póllands.

Hvað er að fólki, heldur það að detox  meðferð sé eingöngu stólpípa einu sinni á dag?

Þessi meðferð sem boðið er upp á er kennsla í hollustuháttum, bæði að innan og utan. Hreyfing og hvíld og allt þar á milli.

Verkalýðsfélagið Framsýn á heiður skilið fyrir framsýni á sviði hollustuhátta og ég segi bara Áfram Ísland! 


mbl.is Niðurgreiðir Detox meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á hvað?

Ég hef verið að reyna að skrifa færslu við þessa frétt en það gengur bara ekki, hætti samt ekki að reyna. Fyrst að við erum byrjuð á að skipta um hlutverk (í þykjustunni) þá er ekki úr vegi að gera það enn frekarSegjum að trén í garðinum mínum væri rifin upp með rótum, gefin trjásölufólki sem síðar seldi þau mér og nágrönnum mínum.  Hvar stæði ég í þeirri stöðu?  Það er bannað að stela, það er bannað að gefa það sem aðrir eiga, það er bannað að kaupa þýfi. Um að fiskurinn í sjónum sé þjóðareign held ég að allir séu sammála um og tími til að rétta okkar hlut.Það hafa allir Íslendingar orðið fyrir barðinu á misvitrum stjórnmálamönnum en æðrumst ekki, það er ennþá tími til að uppræta spillingu, svindl og svínarí og byrja upp á nýtt.  Sumir þurfa kannski sérstakrar meðferðar við, úrræðin eru mörg og ekki einhlýtt hvað hentar best hverju sinni.  Ég vil benda öllum Íslendingum á að æðruleysisbænin er öllum holl og góð yfirferðar.  Ef einhver skyldi ekki kunna hana, þá gjöruð svo vel: Guð gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.

Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi eins og hann er,
eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann

og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur.

Amen
 

Þó fyrr hefði verið!

Nú er liðið á áttunda mánuð síðan sukkið og svínaríið í kring um bankanna birtist almenningi.  Ég tel víst að þeir sem stóðu í svínaríinu hafi vitað hvert stefndi, þannig að þeir höfðu góðan tíma til að reyna hylja slóðir með því að stofna félög og leggja þau niður, millifæra endalaust og þeir sem skrifuðu eignir sínar á maka sína á undan og í kjölfar hrunsins, hafa auðvitað vitað að ekki væri allt með felldu í þeirra vinnubrögðum.

Ég las pistil Ásgeirs R. Helgasonar (http://arh.blog.is/blog/arh/entry/882238/)   og leist ágætlega á hugmynd hans um að þeir sem leggðu spilin á borðið, skiluðu því sem þeim ekki bæri, hlytu náð fyrir dómstólum.

Ég skora á alla þá sem vettlingi geta valdið að reyna að tala fyrir þessarri hugmynd, því það gæti sparað þjóðfélaginu trilljónir í rannsóknarvinnu.

Við erum öll breysk og ef við viðurkennum syndir okkar og reynum að bæta fyrir þær, þá eigum við að fá fyrirgefningu.  Það hlýtur að vera hægt að flokka takmarkalausa eigingirni og peningagræðgi undir sjúkdóm og þeir sem eru veikir eiga að fá hjálp en ekki fordæmingu.Police


mbl.is Rannsakar Glitni nú en áður Saddam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dansinn í Hruna eða hruni

Þjóðsagan um kirkjuna í Hruna minnir á íslenska bankahrunið. Í sögunni er heilmikill boðskapur um hvað getur gerst þegar ekki er hlustað á rödd skynseminnar og vaðið áfram í villu og svima, án tillits til tilfinninga annarra og þeim lífsgildum sem kristin trú hefur kennt okkur.  Langar til að deila sögunni með ykkur og heyra síðan hvað ykkur finnst. 

Mér finnst það með ólíkindum að heyra enga auðmýkt hjá þeim sem dönsuðu þennan dans og lögðu blessun sína yfir alla áhættuna sem tekin var á kostnað almennings. Þeir (þau) halda áfram með hroka og frekju og leggja stein í götu þeirra sem eru að reyna að þrífa upp eftir þá. 

Hlustum eftir boðskapnum í gömlum þjóðsögum.  Með illu skal illt út reka og ............

 

DANSINN Í HRUNA


Einu sinni til forna var prestur í Hruna í Árnessýslu, sem mjög var gefinn fyrir skemmtanir og gleðskap. Það var ávallt vani þessa prests, þegar fólkið var komið til kirkju á jólanóttina, að hann embættaði ekki fyrri part næturinnar, heldur hafði dansferð mikla í kirkjunni með sóknarfólkinu, drykkju og spil og aðrar ósæmilegar skemmtanir langt fram á nótt. Presturinn átti gamla móður, sem Una hét; henni var mjög á móti skapi þetta athæfi sonar síns og fann oft að því við hann. En hann hirti ekkert um það og hélt teknum hætti í mörg ár. Eina jólanótt var prestur lengur að þessum dansleik en venja var; fór þá móðir hans, sem bæði var forspá og skyggn, út í kirkju og bað son sinn hætta leiknum og taka til messu. En prestur segir, að enn sé nægur tími til þess, og segir: "Einn hring enn, móðir mín." Móðir hans fór svo inn aftur úr kirkjunni. Þetta gengur í þrjár reisur, að Una fer út til sonar síns og biður hann að gá að guði og hætta heldur við svo búið en verr búið. En hann svarar ávallt hinu sama og fyrri. En þegar hún gengur fram kirkjugólfið frá syni sínum í þriðja sinn, heyrir hún, að þetta er kveðið, og nam vísuna:
"Hátt lætur í Hruna;
hirðar þangað bruna;
svo skal dansinn duna,
að drengir mega það muna.
Enn er hún Una,
og enn er hún Una."

Þegar Una kemur út úr kirkjunni, sér hún mann fyrir utan dyrnar; hún þekkti hann ekki, en illa leist henni á hann og þótti víst, að hann hefði kveðið vísuna. Unu brá mjög illa við þetta allt saman og þykist nú sjá, að hér muni komið í óefni og þetta muni vera djöfullinn sjálfur. Tekur hún þá reiðhest sonar síns og ríður í skyndi til næsta prests, biður hann koma og reyna að ráða bót á þessu vandkvæði og frelsa son sinn úr þeirri hættu, sem honum sé búin. Prestur sá fer þegar með henni og hefur með sér marga menn, því tíðafólk var ekki farið frá honum. En þegar þeir koma að Hruna, var kirkjan og kirkjugarðurinn sokkinn með fólkinu í, en þeir heyrðu ýlfur og gaul niðri í jörðinni. Enn sjást rök til þess, að hús hafi staðið uppi á Hrunanum, en svo heitir hæð ein, er bærinn dregur nafn af, sem stendur undir henni. En eftir þetta segir sagan, að kirkjan hafi verið flutt niður fyrir Hrunann, þangað sem hún er nú, enda er sagt, að aldrei hafi verið dansað síðan á jólanóttina í Hrunakirkju.

Netútgáfan - febrúar 1997


mbl.is Hefðu hrunið fyrr eða síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband