Færsluflokkur: Dægurmál

Enn og aftur til hamingju Ísland!

Vill einhver segja mér hvers vegna ekki má sækja um til að vita hvað sé í boði.  Hverjir eru hræddir og við hvað þá?

Ég er ekkert ýkja stolt af mínu fólki, finnst ýmsislegt sitja á hakanum, eins og það að ekki sé hægt að frysta eigur stórþjófanna og ekki sé gengið harðar í því að koma ýmsum lúxusvarningi í verð.

En ég er stolt af þessarri framtaksemi að drifið sé í að sækja um, því fyrr, þeim mun betra er að vita hvað við getum boðið Evrópu upp á og hvað þeir geta gert fyrir okkur.  Ég treysti allavega evróskum stjórnmálamönnum mun betur en þeim sem hafa verið hér við völd síðustu tvo áratugina.

Skál í boðinu!


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DITTO

12.júlí 006  Til hamingju Ísland!  Megi aðildarviðræðurnar ganga vel fyir sig og vonandi munu þær verða þjóðinni til gæfu og gengis á hvorn veginn sem niðurstaðan verður.


mbl.is Fagna ákvörðun Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrir margt?

englarT.d Mæju málið.  Voru ekki fullt af strákum í Ghangesvatni að leika sér.  Hvað vitum við um hvort þeir hafi skilið eitthvað lífrænt eftir í vatninu.  Þetta getur skýrt marga „rangfeðrunina.“

Heppin er ég að vera komin úr barneign og geta því í mesta lagi fengið fótsvepp eða vörtu úr sundlaugunum.


mbl.is Getnaður í sundlauginni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta líst mér á.

Ef að starfsmenn semja um árangurstengd laun, þa hljóta launin að fara efir hagnaði fyrirtækjanna.  Eða er þetta eins og í síldinni í gamla daga.  1 merki á hverja tunnu og svo þýddi merkið ákveðna krónutölu.  Ef bankastarfsmenn fara eftir þeirri reglunni, þá mætti ætla að þau fengu í laun það sem hægt var að plata út úr okkur aumingjunum.  Setja fé sem var á verðtryggðum bókum yfir í peningasjóði.  Það kallast féfletting og kannski er það ekki nema sanngjarnt að starfsmennirnir fái eitt merki á haus, sem síðan fæst ákveðin krónutala fyrir .

Ég er að verða stein standandi bit á allri vitleysunni.  Bíð eftir að ég vakni af þessum vonda draumi.


mbl.is Tugir launakrafna í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig má það vera.

Hvernig gátu menn tekið út arð þegar enginn arður var.  Allavega lítur það þannig út fyrir mér.  Ef þú kaupir eign sem eykur við þig skuldir, þá er varla arð að fá af eigninni meðan. 

Hverjir voru í hagsmunagæslu fyrir þessa útrásarvíkinga?

Ég á víst langt í land með að skilja þessa gjörninga, allavega á ég ekki til orð í eigu minni þegar Þorgerður Katrín og fleiri hennar líkir voga sér að setja út á þá sem núna eru að reyna að bjarga þjóðarskútunni.  Mun biðja hana afsökunar á orðum mínum þegar upp kemst að þeir hafa eitthvað að fela varðandi sína stjórnarhætti.

Hver getur útskýrt fyrir mér þessar arðgreiðslur og hvað varð af þessum peningum sem eru ekki litlir, allavega er þetta fúlgur í mínum skilningi.


mbl.is Tóku 17 milljarða út úr Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggið á oddinn

Þvílík vitleysa,  þetta er bara fyrirsláttur.  Ef þjóðin á að fá að ráða þessu, verður að fara í viðræður til að vita hvort maður eigi að vera með eða á móti.  Þingmenn sem vilja tvöfalda atkvæðagreiðslu eru að slá ryki í augu kjósenda sinna. 

Við munum aldrei samþykkja að láta auðlindir okkar í hendur Evrópu,  svo við skulum sjá hvað er að hafa.  

Haldið þið samt að við séum best í að ráða ráðum okkar???


mbl.is Enginn barinn til ásta á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekki hvað?

Þegar ég var yngri, vissi ég eiginlega ekki hvað samkynhneigð táknaði, annað en að einhverjir karlar væru hommar og það var ansi neikvætt.  Talað var um þannig menn af mikilli dómhörku.  Ég var svo sem ekkert að velta mér upp úr því, enda hélt ég að þeir byggju nú nær allir í útlöndum.  Kannski var einn á Stokkseyri og 4-5 í henni Reykjavík og var einn klæðskeri og hinir unnu hjá Loftleiðum landa á milli.

Síðan eru liðin mörg ár og nú  veit ég að þessi kennd sem kallast kynhvöt bærist líka með konum.  Þrátt fyrir það að mig hafi alldrei langað að elskast með konu, þá hef ég orðið býsna ríkan skilning á því að við erum öll með misjöfnu móti, þrátt fyrir að grunnþarfirnar og hvatirnar nær allar þær sömu.  Sem dæmi, get ég sagt ykkur það að mig hefur bara aldrei langað til þess að sofa hjá Ólafi Ragnari, þrátt fyrir að hann sé ekki af sama kyni og ég.  (Ég myndi heldur vilja lúlla hjá Dorrit).

Það er eiginlega ótrúlegt að það skuli vera frétt að samkynhneigðum sé leyft að elskast.  Hver ætti að banna einstaklingi að elska eða elskast með annarri ef báðar gera það af fúsum og frjálsum vilja?

Mig langar að segja ykkur eina skemmtisögu, sem gerðist um borð í flugleiðavél þegar við hjónin ásamt barnabarni vorum að koma frá Ameríku:  Við sátum í næstaftasta sæti og fyrir framan okkur voru tveir Svíar og einn Ameríkani (sem var alltaf með lappirnar út í gangvegi, svo flugfreyjurnar þurftu virkilega að hafa fyrir þvi að servera um borð, ekki minnst fyrir það að konan (væntanlega ameríkanans) hafði sama háttinn á.

Áfram með söguna, á seinni helmingi leiðarinnar  þurftu Svíarnir að fara að pissa eða eittvað þaðan af meira og væri ekki í frásögur færandi, nema af því að ég taldi þá bræður, báðir ca. 2 metrar á hæð, fóru inn á sama klósettið og gerðu þarfir sínar með þvílíkum dúndrandi hávaða að fólki í nærliggjandi sætum stóð ekki á sama.  Ég tók þessu með stökustu ró og flugfreyjurnar líka, því ber er hver að baki nema bróður sér eigi“.

Þessi athöfn „bræðranna hafði engan eftirmála.  Þeir komu sallarólegir og sælir út af klósettinu, tróðu sér innfyrri leiðinlega Ameríkanann sem samkjaftaði ekki alla leiðina frá New York til Keflavíkur, þánnig að ég sofnaði ekki dúr þrátt fyrir inntöku á1 svefntöflu tveimur tímum fyrir lendingu.  Ég var hinsvegar til skammar í Fríhöfninni en það er önnur saga.Heart i boðinu.


mbl.is Samkynhneigðum heimilt að elskast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta skuld við bankana?

Ef bíleigendur geta ekki staðið í skilum, þá er ekki nema sjálfsagt að taka þá bíla og reyna að koma þeim í verð og endurgreiða bönkunum (sem nú eru í eigu þjóðarinnar)  Eins með þá sem tóku kúluláninn og önnur lán en þau sem voru til húsnæðisnota (einkanota) Látum þá borga þau, það getur ekki verið réttlátt að við séum skuldsett til jafns við þá sem tóku þessi áhættulán til þess að græða.

Þetta er mín afstaða, sem þarf ekki endilega að endurspegla vilja allrar þjóðarinnar en ég held þó að meiri hlutinn myndi styðja þessa skoðun.

Mér finnst það furðulegast að þessir menn (fjárglæfra) skuli ekki vera búnir að leggja spilin á borðið og skila einhverju af því sem þeir tóku til sín, bæði í formi launa sem þeir höfðu ekki unnið til og lána sem þeir hafa ekki greitt.  Að mínu mati eru þetta gjörsamlega siðblindir menn.


mbl.is 115 milljarða erlend bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað er til ráða?

Hverjir höfðu umboð til að fella þessar skuldir niður?  Það væri gaman að fá svör við ýmsum spurningum. 

Er þetta löglegt?  Ef svo er að eigendur banka sem eru með fé annarra í vörslu, geta síðan tekið út að vild í formi lána og síðan fellt þau niður, þá er eitthvað stórkostlegt að í stjórnarskrá okkar Íslendinga og krefst úrbóta tafarlaust eða þó fyrr hefði verið.

Ég held að það séu margir sem hafa fengið þessi svokölluðu kúlulán og einmitt þessvegna hefur gengið illa að upplýsa þessi  mál.

Trúir því einhver að, eins og einn góður valdi að orða það: Þau leiðu mistök áttu sér stað að vextir af (tugmilljóna kúluláni til 30 ára) láninu byrjuðu ekki að virka fyrr en þremur mánuðum fyrir gjalddaga.

Nú ættum við góðir Íslendingar að fara heimta aðgerðir... Frysta eigur þessarra bandíta, passa upp á að þeir sem fluttu eigur sínar til einhverra eyja suður í álfu, eða yfir á sína ektamaka eða börn, fái ekki frið, fyrr en búið er að gera það sem búið átti að vera fyrir´hálfu ári eða svo.

Ég bloggaði fyrir mánuði um aðgerðarleysi stjórnarinnar og sendi á alla alþingismenn þjóðarinnar og bað um svör og hét því að láta vita hverjir eða hvort einhver myndi svara.   Jú, tvær þingkonur svöruðu og voru held ég álíka óþreyjufullar og ég, enda nýjar á þingi, önnur fyrir Borgaraflokkinn og hin frá Samfylkingunni.  Hinir létu ekki svo lítið að svara þrátt fyrir að hafa fengið allir persónulegan tölvupóst frá mér.  En ég er nú líka bara helvítis fokking kjósandi.

Ólína og Birgitta!  Takk fyrir að hafa svarað og ég hvet ykkur til að halda þingmönnum við efnið og Ólína, þér einnig fyrir að setja út á hegðun þeirra í þingsal.


mbl.is Fengu milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur draga þeir úr.

Ég var að koma af Suðurlandsveginum og ég get sagt frá því að á leiðinni frá Selfossi til Reykjavíkur, var umferðarhraðinn allt niður í mörg stopp.  Sérstaklega yfir frá Skíðaskálanum niður að Kaffistofu.  Þar var bíll við bíll og hraðinn var mestur 20 km hraði.  Til marks um það, þá var einn sem tók sig til og hljóp meðfram bílaröðinni og steikti okkur öll sem vorum akandi. 

Skil ekki þá sem þessa frétt skrifuðu að draga svona úr, hélt að þeir veldu frekar æsifréttastílinn.


mbl.is Mikil umferð til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband