Færsluflokkur: Dægurmál

Lítilræði

Ég hef orðið vör við mikla reiði  gagnvart innbrotsþjófum, sérstaklega ef þeir eru útlendingar.  Stundum velti ég því fyrir mér hvað valdi, hvað fær fólk til að brjótast inn og stela frá öðru fólki?  Ég hef alltaf lifað í allsnægtum, þannig ég hef aldrei látið mér detta í hug að stela ef frá er talið skrúfblýanturinn sem ég stal í Ritfangaverslun Ísafoldar hérna um árið.  Það var fyrir árið 1960 og heilmikil saga á bak við það þegar pabbi fór með mig í Bankastrætið og lét mig skila þýfinu. 

Ég ætla ekki að segja ykkur þá sögu en halda áfram með þá hugsun sem fangaði mig þegar ég las þessa frétt um útlendingana sem virðast hafa komið hingað til lands í þeim eina tilgangi til að stela.

Ég fór að hugsa um útlendingana sem treystu Íslendingunum fyrir sparifénu sínu.  Hvernig skyldu Bretar, Hollendingar, Þjóðverjar og fleiri hugsa til þjóðar okkar.  Ég er næstum viss um að það sé lítil hlýja í þeirri hugsun.  Býst við að þeir ætli að hér búi bara ribbaldar og ræningjar og það af stærri gráðunni, þeir þurfi ekki einu sinni að sæta ábyrgð, allavega ekki ennþá.

Ég skammast mín svo að ég er næstum fegin að það séu einhverjir sem steli frá okkur.  Fyrrum þjóðarstolt er horfið, hræðilegt að sýna vegabréfið mitt í útlöndum, en verst þykir mér illiviljinn sem ég ber í brjósti gagnvart þeim sem ollu þeirri sektar- og skömmustutilfinningu sem mér tekst ekki að losna við.

Við skulum átta okkur á því að þetta sem útlendingar eru að stela frá okkur er bara lítilræði ef við miðum við þjófnað og svik útrásarvíkingana


mbl.is Þjófahringur upprættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aulahrollur.

Hver var það sem endalaust tuggði á kjölfestufjárfestunum?  Mér finnst það með ólíkindum að verða vitni að málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins.

Skilja þeir ekki að við erum að súpa seyðið af stjórnarháttum Valgerðar og Halldórs sem tuggðu í sífellu um kjölfestufjárfestana á meðan þeir voru að tryggja SI hópnum Búnaðarbankann.  Mér verður illt.  Ef þeir gætu sagt sem svo: Okkur varð á og við viljum bæta fyrir það.  Nei, aldeilis ekki og maðurinn sem hafði eitthvað undir 40 þúsundum á mánuðu í fyrra, Sigmundur Davíð Oddsson eða hvað hann nú heitir fer mikinn og heldur að við trúum á málflutning hans.  Sveiattan skítalykt!

Kristín Halvorsen (norski fjármálaráðherrann) hlýtur að hafa hreyft við landanum þegar hún sagði okkur að gleyma því að norskir skattgreiðendur vildu borga fyrir okkur hægra rugl þáverandi stjórnar.

Sýnum auðmýkt og reynum að bæta fyrir hrokann og yfirgangssemina sem við sýndum á hinu falska góðæri.


mbl.is Þýðingarlaus sýndarmennska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vertu kjur eða kyrr!

Vona að Eiður Smári haldi sig hjá Bercelona nema að það komi tilboð frá Benitez.  Liverpool vantar sárlega öfluga miðjumenn og ég sé hann fyrir mér í alrauðum búning.

Fjölskyldunni líður vel á Spáni, strákarnir hans fá ágætt start í fótboltanum þarna niður frá.  Hann er á samning hjá besta fótboltaklúbbi veraldar.  Hann verður samningslaus næsta ár og þá getur hann gert þokkalegar launakröfur.

Eiður vertu þar sem þú ert nema að Benni hringi. þið ættuð að geta talað saman á spænsku.


mbl.is Zola segist vera í viðræðum við Eið Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máltilfinning

Ég var að lesa færslu hjá „syni“ mínum þar sem hann fjallar um gjaldfellingu orða.  Við erum ekki alltaf sammála ég og umræddur sonur, en þegar betur er að gáð erum við erum býsna lík.  Það sem aðskilur oft meiningar okkar og gildi er kannski ólík máltilfinning og þar kemur inn kynslóðabil og fleira sem ég ætla ekki að fjölyrða um, en nefna nokkur dæmi. 

 Þegar ég var að alast upp þá voru menn með þroskaröskun sagðir , vanvitar, vangefnir, aumingjar og eitthvað fleira sem ég man ekki.  Í dag er þessir menn, konur og börn nefndir þroskaheftir en gömlu nöfnin sem (að ég hélt) gáfust vel, álitin móðgandi.  Geðfatlaðir voru geðveikir, vitleysingar og oftast var það hugtak notað um þá sem vistaðri voru á Kleppi.  Núna í dag veit unga fólkið ekki hvar Kleppur er.

Svo voru það svertingjarnir sem voru Negrar og minnist ég þá negrakossana sem voru ekkert smágóðir.  Aldrei datt mér í hug að það væri eitthvað ljótt við að kalla svartan mann negra, frekar en rauðan mann indiána.  Hinsvegar var hugtakið hommi eitthvað sem maður tók sér ekki í munn nema ætla sér gagngert að vera vondur eða dónalegur. Lesbíur voru ekki til í mínu ungdæmi eða ég vissi ekki til þess. (sagt til þess að þið áttið ykkur á fordómunum.)

Og svo er það orðið sem er kveikjan að þessum skrifum þunglyndi sem er í mínum huga það gagnstæða við léttlyndi.

Þegar ég er löt þá verð ég leiðinleg og þegar ég er leiðinleg þá verð ég þunglynd og síðan þegar ég er orðin þunglynd, þá meina ég þung í skapi þá reyni ég að rífa mig upp á rassgatinu og gera eitthvað skemmtilegt eins og t.d. skúra gólf eða eittvað álíka gáfulegt.  Þegar ég er búin að skúra út hjá mér, þá hætti ég að vera löt, verð fádæma skemmtileg og með eindæmum léttlynd.

Mér finnst orðið þunglynd ekki eiga neitt skylt við sjúklegar geðraskanir.  Eðlilegasti hlutur í mannlegu eðli að „lyndið“sveiflist aðeins frá degi til dags. 

Hugsið ykkur hvernig mér liði, þar sem málfrelsi væri skert, ég yrði þunglynd og myndi síðan deyja úr leiðindum.  Skúringar né annar gjörningur myndi ekkert hjálpa, því það jafnast ekkert á við þau réttindi að fá að tjá sig, hvaða lit sem maður hefur á húðinni, eða hverjum mann langi að sofa hjá.

Verum góð hvert við annað!

  

 


Hefur einhver haldið því fram?

Til eru menn sem hafa haldið því fram að umræddur Davíð Oddsson, kunni allt, viti allt og geti allt.  Þessum mönnum fer nú ört fækkandi en samt sé ég að nokkrir halda enn uppi merki Davíðs, telja eins og hann reyndar sjálfur að hann sé   og sem slíkur sé hann hafinn yfir alla gagnrýni.

Það verður aldrei tekið af Davíð að hann er hugmyndasmiður að velsæld liðinna ára, auðvitað var hann ekki aleinn að verki, góðir og gegnir íhalds og framsóknarmenn studdu hann dyggilega, sérstaklega þegar hann kom sér fyrir í Seðlabankanum til að halda áfram að geta ráðið peningastefnunni í landinu.  Veitt voru lán, hægri vinstri, fólk gat farið úr nokkurra herbergja íbúðunum sínum og keypt sér einbýli eða raðhús.  Dollarinn var svo hagstæður að fólk henti gömlu heimilistækjunum og keypti sér ný, urðaðir voru átta til tíuára gamlir bílar og keyptir nýir jeppar og mikið djöfull var kátt í höllinni.

Dabbi og Dóri börðu sér á brjóst og sögðu okkur að svona gengi þetta nú fyrir sig þegar þeir réðu peningastefnunni í landinu.  Valgerður herfa Sverrisdóttir kom sterk inn sem iðnaðar og bankamálaráðherra, fann kjölfestufjárfestana til að kaupa bankana og allt var þetta á blússandi ferð í ótrúlegu sem reyndar var ekki ætlað öllum, allavega ekki þeim sem minnst höfðu á milli handanna, heldur þeim sem meira höfðu og gátu því tekið lán að villd, keypt allt sem hugurinn girntist.

Nú hefur það komið í ljós að var bara plat, var bara einskonar sjónhverfing, til þess fallinn að fáeinir útvaldir gátu graðkað til sín auðæfum, gamblað og spilað með þau þar til allt var búið.Hverjir hafa hafið Davíð Oddsson til vegs og virðingar?  Þeir eru margir en því miður fyrir þá sem ekki hafa gert það og jafnvel aldrei, þurfa nú að horfast í augu við að taka til eftir Ég hef enga sérfræðiþekkingu á mannlegu eðli, en geri mér fulla grein fyrir því að sumir hafa skítlegra eðli en aðrir.Hver er sérfræðiþekking Dabba og Dóra? Vill kannski einhver segja mér það.

Að vera að velta þessum fjanda fyrir sér er ekki ávísun á góðan nætursvefn, en ég læt þetta flakka fyrst ég er hvort sem er búin að setja þetta á blað. 

 


mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó fyrr hefði verið!

Mér finnst það skammarlegt að þjóð sem þekkt er fyrir að vinna vel í tímaþröng, vera fljót að hugsa og rigga upp fundi þeirra Gorba og Reagan á tíu tveim, skuli fyrst núna fá óháða erlenda sérfræðinga til að rannsaka hvað fór úrskeiðis í íslensku fjármálalífi. 

Seinagangurinn gefur manni ástæðu til að trúa því að samtryggingin sé svo stór þáttur í stjórnmálalífi Íslendinga að það þoli ekki skoðun.  Ég hef aldrei skilð hvernig  flestir stjórnmálamenn virðast geta aðskilið hug og hönd, margir knúsa og kyssa sína mestu aðstæðinga á þingi.  Eru þeir kannski sammála um að veitast hver að öðrum í ræðu og riti en vera svo afar góðir vinir þess á milli.

Ég er kannski svona hryllilega þrjósk og þver.  Ég gæti ekki hugsað mér að knúsa þann sem þótti sjálfsagt að ráðast inn í Írak og murka lífið úr saklausu fólki, bæði börnum, ófrískum konum, unglingum eða hverjum sem er öðrum.  Karlinn minn þarf ekki alltaf að vera  sömu skoðunar og ég en ég get lofað mér því að hjá Sjallavalla  Banditsvæfi ég aldrei.

Orðskýring:  Sjallavalli þýðir innvígður og innmúraður sjálfstæðismaður.  (Það eru þeir sem stjórna og stýra flokknum) Sjálfstæður maður er eitthvað allt annað.


mbl.is Rannsaka íslensku bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósabekkir drepa!

Eigum við ekki að banna ljósabekki, tóbak og brennivín?  Svo má líka skoða það að banna bíla og önnur farartæki því þau geta einnig steindrepið. 

Lífið er stórhættulegt og það hefur enginn komist lifandi frá því.

Ég er svo sem ekki að gera lítið úr hættunni á ljósabekkjum, hætti sjálf að fara í þá þegar ég sá og fann að æskuroðinn sem ávannst með legu í ljósabekk, hvarf eins og dögg fyrir sólu skömmu síðar og í staðinn þornaði húðin þannig að áferð hennar líktist helst þurrkaðri skreið.

Mér leiðast allar þessar viðvaranir, en finnst sjálfsagt að banna börnum (18 ára og yngri) notkun ljósabekkja .  Þeir sem eldri eru verða bara læra af reynslunni.


mbl.is Varað við ljósabekkjum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reka „fé“ úr réttunum.

Hann Bjarni er alveg saklaus af fjármálaspillingu.  Hann var á lélegum launum og fékk vondan starfslokasamning þegar hann lauk frumkvöðlavinnu sinni í Íslandsbanka síðan Glitni. 

Hvergi kom hann nálægt því Rei málinu eða þegar reyna átti að ræna orkuveitu landsins.

Hann Bjarni Ármannsson er kvæntur inn í góða og gegna fjölskyldu og er sjálfur komin af landsbyggðinni, þar sem ekkert misjafnt fær að þrífast.

Ég  vil ekki hafa það að hann sé gerður tortryggilegur með dylgjum í fjölmiðlum þessa lands.

Mér er flökurt!  Vomit 






mbl.is Bjarni Ármannsson: Eðlileg fjárstýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og.....hvað svo?

Árið 1987 breyttust hagir mínir umtalsvert í kjölfar hjónaskilnaðar.  Ég hafði lifað í vellystingum, enda skaffaði karlinn ágætlega.  Ég var svo sem í ágætri vinnu, skuldlaus og átti tvær unglingsstúlkur sem sáu að mestu leyti um sig sjálfar, allavega um allt það sem ungar stúlkur sækja í, falleg föt, snyrtuvörur, skólabækur og svo allar skemmtanirnar.

Það sem gerðist var að ég áttaði mig ekki alveg á, eða neitaði að horfast í augu við breyttan efnahag, hélt áfram að spreða vinstri hægri.  Því miður fyrir mig voru kreditkortin komin til að vera og hægt var að eyða án þess að maður yrði svo mikið var, svo var hægt að greiðsludreifa, þannig að undirrituð naut frelsis, keypti sér flott föt og var ein af megaskvísum bæjarins.

Nokkrir mánuðir liðu og smátt og smátt varð ég að horfast í augu við veruleikann.  Ég var orðin stórskuldug, hafði ekki lengur efni á að láta sjá mig í fínu fötunum.  Reikningar hlóðust upp og ég gat ekki beðið minn fyrrverandi´um pening, enda hann búinn að ná sér í aðra kerlingu og varla aflögufær. 

Í þessarri stöðu sá ég að eitthvað yrði ég til bragðs að taka.  Ég velti því fyrir mér að ná mér í einhvern karl sem gæti tekið við af þeim fyrrv., það voru margir álitlegir á lausu og karlmenn eru ekkert mikið að hugsa þegar þeir sjá megaskvísu á góðum aldri og ekki truflaðar af smákrökkum. Einhverjir voru í sigtinu hjá mér, en þegar betur var aðgáð, þá fannst mér frelsið svo dýrmætt að ég var ekki tilbúin til að afsala mér því, til þess eins að geta haldið áfram á sömu braut. 

Ég tók mig til, fékk aukavinnu, vann í sjoppu annaðhvert kvöld og aðra hvora helgi.  Hætti að kaupa mér föt, enda þurfti ég ekki á því að halda,´fór ekkert nema í vinnuna og var alveg steinhætt að kaupa annað en mat og svo WCpappír, tannkrem og splæsti í eina og eina Niveakrem dós.

Það tók mig ekki langan tíma að vinna mig út úr vandanum, þarna sló ég nokkrar flugur í einu höggi:  Sýndi dætrum mínum fram á að hægt væri að hafa það skemmtilegt, án þess að kosta til þess svo miklu, spara, sýna aðgát og horfast í augu við þau vandræði, hvort sem þau eru manni sjálfum að kenna eða öðrum.  Þetta var frábær tími.  Ég hefði sennilega átt að skrifa bók eins og Lára Ómars, því heima hjá okkur var einskonar Cosby show alla daga og aldrei varð okkur mæðgunum kalt eða urðum svangar.

Á stuttum tíma lærði ég meira um hamingju og gleði en á næstum 40 árum.  Í dag neita ég að taka þátt í leiðindum.  Allir erfiðleikar eru til þess eins að leysa þá og þá gerum við bara það sem þarf.  Við verðum öll að taka höndum saman og vinna okkur út úr þeim erfiðleikum sem nokkrir Devil hafa sett okkur í.  Nóg er til að fötum í landinu og ekki tókst þessum hálfvitum að gefa frá okkur hitaveiturnar, nóg er plássið því þröngt mega sáttir sitja.

Ég veit að það er ekki eins mikið um vinnu að hafa og þegar ég var að vinna alla daga og fór svo í sjoppuna á kvöldin og helgar.  En, þetta er hægt.  Númer 1. er að horfast í augu við staðreyndir, borga fyrir góðærið með því að sauma vel að okkur og vinna okkur út úr vandanum.

Vonandi getum við hirt eigur þessara manna (útrásarglæponana) og komið þeim í verð.  Ég hef fulla trú á því að okkur muni takast það, ef við sjálf gefumst ekki upp.

ÁFRAM ÍSLAND!


mbl.is Icesave: Gæti stefnt í óefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur einhver útskýrt þetta

Er ekki hægt að segja þessa frétt á mannamáli.  Sá fréttamaður sem skrifar þessa grein, býst við að lesendur blaðsins séu inn í öllum klækjabrögðum fjármálamarkaðarins sem voru stunduð hér í boði ríkisstjórnarinnar og fjármálaeftirlitsins.Bandit Sheriff 

Hver er hvurs og hvurs er hvers???????????????????????????????






mbl.is Vill milljarða af Björgólfsfeðgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband