Færsluflokkur: Dægurmál
26.2.2009 | 08:54
Ég er sannfærð!
Ég er algjörlega sannfærð um að hún segir satt og mig þyrstir í að heyra meira frá henni.
Samt tel ég að hún ætti endilega að hugsa fyrst og fremst um heilsuna. Hvort hún á að bjóða sig fram er algjörlega hennar mál, en ég er að vona að hún setji sjálfa sig í fyrsta sæti. Við Samfylkingarfólk eigum margt ágætt fólk í ökkar röðum, en við verðum að sjá útfyrir þingflokkinn og þora að gagnrýna okkur sjálf.
Ég hef í langan tíma verið afskaplega hrifin af Stefáni Jóni Hafstein. Hann er hlýr og góður drengur, ákveðinn með skýra hugsun og setur hana fram þannig að allir skilja hvað hann á við. Hann er einnig með sérlega ríka réttlætiskennd, en hefur kjark og þor til að segja hluti, þótt óþægilegir séu, rétt eins og formaðurinn okkar.
Ég hef aldrei verið ánægðari með Jóhönnu, hún hefur kannski ekki kjörþokkann sem maður gæti óskað sér fyrir hennar hönd, en hún vinnur það svo sannarlega upp með dugnaði og heiðarleika.
Ég vil bæta því við að ég er lengi búin að bíða eftir þessarri yfirlýsingu frá Ingibjörgu Sólrúnu, því ég var farin að óttast að hún hefði sýnt eitthvað dómgreindarleysi vegna veikinda.
Ég fer glöð út í daginn og hlakka til að leggja mínu fólki lið niður á Skólabrú.
Ingibjörg Sólrún fékk ekki upplýsingarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.2.2009 | 21:35
Rétt eins og venjulega
Alltaf skal hann koma vel út úr viðtali. Eftir síðasta Kastljósþátt voru margir voða ánægðir með Davíð.
Það er rétt hjá Davíð hann var alltaf að vara við Baugsfeðgum og Jóni Ólafssyni. Ekki man ég hverjur voru eyturlifjabarónar í hans augum, enda skiptir það ekki máli.
Það var Davíð sjálfur sem einkavinavæddi, seldi bankana eða gaf, og það var hann sem gleymdi að setja reglurnar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið í hagsmunagæslu fyrir Kolkrabbann og þeim tengdum, þess vegna var það afar vont fyrir hann þegar hann missti stjórnartaumana á einkavinavæðingunni og inn komu þessir götustrákar og keyptu upp allt sem var til sölu með gúmmítjekkum.
Davíð það er þér að kenna, en þú hefðri getað stoppað það af áður en þú fórst í seðlabankann og áður en þú settir eftirlaunalögin sem eru svo ósanngjörn að venjulegu fólki ofbýður. Sérstaklega klausan um töku á eftirlaunum 55 ára. Og setja svo sjálfan þig í seðlabankastjórastöðuna. Ef þú sérð ekkert rangt við það og að auki að setja þinn einkavin sem hæstaréttardómara þegar aðrir voru til þess hæfar. Já, ég endurtek, ef þú sérð ekkert rangt við það, þá ertu siðblindur, rétt eins og þeir sem eru að kasta eggjum í hús þitt og halda vöku fyrir þér og þinni ágætu frú.
Davíð í Kastljósviðtali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.2.2009 | 16:12
Ekki yngist hún.
Eftir hverju eru þau að bíða? Búin að vera saman síðan 2002 og ætla ekki að gifta sig fyrr en 2010.
Ef ég ætti að ráðleggja þessu miðaldra pari, þá segði ég þeim að drífa sig í hjónasængina og reyna að fjölga sér hið fyrsta.
Konungleg trúlofun í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2009 | 20:59
Þó ekki væri!
Mér finnst þeir eigi að lækka leiguna, sveitafélögin eiga líka að koma á móts við íbúðaeigendur og lækka fasteignagjöldin alveg eins og þeir hækkuðu þau vegna hækkunar fasteignaverðs á markaði.
Ég er alveg gríðarlega ánægð með að leiguliðar séu í betri samningsstöðu gagnvart leigusölum.
Það gengur auðvitað ekki að leigusalar sem eiga meira húsnæði en þeir þurfa að nota sjálfir séu að okra á leigutökum.
Hef auðvitað samúð með þeim sem nauðugir eiga fleiri en eina íbúð, en mesta með þeim sem enga eiga.
FÉSTA: Leiga hækkar ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2009 | 17:04
Langt frá því að vera ásættanlegt!
Sjá færsluna á undan.
6. jafnteflið á heimavelli.
HVAÐ ER Í GANGI ÞARNA Á ANFILED?
Enn eitt jafnteflið hjá Liverpool á Anfield Road | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.2.2009 | 15:15
Ég vona það svo sannarlega.
Ætla taka mér tveggja tíma frí frá amstri dagsins og horfa á Liverpool vinna Manchester City og gangi það eftir mun ég hlakka til að hitta nemendur mína í fyrramálið.
ÁFRAM LIVERPOOL!
Nær Liverpool að minnka forskotið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2009 | 19:55
Ótrúlegt!
Geir gefur ekki kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 21:03
Takk kærlega fyrir það!
Ég er að vona að fleiri fari í þín fótspor.
Það er aldrei brýnna en nú að fólk í viðskiptum sé ekki inn á þingi, því það eru hagsmunir fólksisns sem eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hagsmunir einstakra þingmanna.
Þessi fyrrigreiðslupólitík hefur verið allt of ríkjandi og ef ég mætti ráða þá yrði þingmönnum fækkað um helming og í staðin settur einhverskonar kviðdómur eða umboðsmenn sem tæku að sér að sjá til þess að allt væri með felldu í störfum þingmanna. Fjármál flokkanna ættu að vera opin og einnig tengsl þingmanna við viðskiptalífið, frændsemi og annað.
Við hefðum átt að taka við okkur fyrr, búin að sjá Sjálfstæðismenn raða hæstaréttardómurum úr sínum röðum inn í hæstarétt. Þetta er háalvarlegt og á ekki að líðast í lýðræðisríki.
Takk Lúðvík fyrir að hafa vit á því að draga þig í hlé.
Lúðvík gefur ekki kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2009 | 16:06
Ekki líst mér á það.
Hann ætlar kannski að reyna að tala vandamálin niður, allavega leit það þannig út í gær, að hann væri að gera lítið úr skuldum okkar erlendis. Þær væru bara 1/4 af því sem talið væri.
Það getur vel verið að maðurinn sé góður og gegn, en því miður hef ég litla eða enga trú á þeim sem kenna sig við Sjálfstæðisflokkinn.
Alveg eins og allir vita þá er tími Jóhönnu komin um leið og tími íhaldsins er liðinn.
Það er allavega von mín og trú.
Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2009 | 09:57
Brekkusniglar!
Þessi færsla á kannski ekkert skilt við þessa frétt sem hún er tengd við en ég get ekki orða bundist eftir fréttir af skilanefndum bankanna.
Það sýnir sig að fleiri og fleiri innan lögmannsstéttarinnar eru vafasamir.
Mér finnst að þessar skilanefndir vera býsna gráðugar í þessu árferði sem er í dag.
En við skulum ekki gleyma því að það eru menn sem eru kosnir af okkur sem ráða þá til starfa og greiða þeim þessi ofurlaun.
Eigum við ekki að halda áfram að mótmæla við alþingi og seðlabanka.
Spillingin er svo mikil og mér virðist sem ráðamenn fari á hraða brekkusnigilsins í tiltektinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlist
Tónlist
Uppáhaldslögin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar