Segðu af þér LÚÐVÍK!

Það gengur bara ekki að stjórnmálamenn eigi að hafa eigin hagsmuni í viðskiptalífinu. 

Það er eins og Halldór Ásgrímsson átti auðvitað að vera fullkomlega vanhæfur sem þingmaður á sínum tíma, hvað þá ráðherra.

Vonandi munum við sjá siðbót hér á landi.  Horfið á Silfur Egils í dag sem aðra sunnudaga og ég spyr:  Hvar voru þessir viðmælendur Egils síðustu tuttugu árin?

Ég held að ég sé komin á þá skoðun að þingmenn Sjálfstæðis, Framsóknarmanna og ráðherrar Samfylkingar fyrir utan Jóhönnu eigi að finna sér eitthvað annað að gera.  Fái svo bara atvinnuleysisbætur eins og annað fólk, en biðlaun og önnur fríðindi verði tekin af þeim í skjóli neyðarlaga.

Mér dettur í hug orð eins og einn góður (þori ekki að nefna hann) sagði: „ Vík burt frá mér satan“

Hver er það sem hefur verið að afvegaleiða þjóðina undanfarin ár.  Það eru stjórnmálamenn í líki Devil eins og okkur var kennt að þekkja hann.   Ég tel að þessi frjálshyggja sem hefur birst hefir okkur nú, séu verk Devil

Nú mega menn ekki misskilja mig.  Ég set bara Devil sem birtingarmynd hins illa og nefni svo ekki almættið, því fólki virðist það minna hugleikið en hið illa.

Góðar stundir!  God Bless You 







mbl.is Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Auðvitað!

Rut Sumarliðadóttir, 8.2.2009 kl. 15:48

2 identicon

Af hverju á Lúðvík að segja af sér? 

Hvað í þessari grein gerir Lúðvík Bergvinsson vanhæfan sem þingmann?

Hann átti í einkahlutfélagi sem hafði það hlutverk að reisa og reka atvinnuhúsnæði en það er algengasta rekstrarform slíks húsnæðis og hlutafélagalögin beinlínis sett til að fá fjármagn frá einkaaðilum til uppbyggingar.

Þegar lánadrottnar félagsins komust í eigu ríkisins sagði Lúðvík af sér stjórnarsetu og seldi sinn eignarhlut til að lenda ekki í því að vera beggja vegna borðsins. Það er virðingarvert og lýsir réttu mati hans á hæfi.

Veistu hve margir núverandi og fyrrverandi þingmenn hafa átt hluti í einkafélögum eða setið í stjórnum þeirra samhliða þingmennsku? Telurðu að þeir eigi allir að segja af sér? Eða á eitthvað sérstakt við um Lúðvík sem þó tengist engu misjöfnu í viðskiptalífinu skv. þessari ítarlegu úttekt? Er ekki rétt að fá eigna- stjórna- og viðskiptatengsl allra hinna þingmannanna upp á borðið áður en fólk fer að krefjast afsagnar fyrir það EITT að hafa átt í litlu byggingafélagi eins og þúsundir annarra Íslendinga sem ekki eru lögbrjótar eða siðleysingjar frekar en Lúðvík Bergvinsson.

Arnar (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 16:21

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þingmennska er fullt starf í þágu almennings, það er alveg óverjandi að alþingismenn séu í buisness.

Það má vel vera að hann sé 100% heiðarlegur, en það er mitt mat að Samfylkingin hafi brugðist. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.2.2009 kl. 17:33

4 identicon

Hvers konar bull er þetta í þér Ingibjörg. Mega þingmenn nú ekki eiga hlut í hlutafélögum? Mega þeir eiga innistæður í verðbréfasjóðum? Hvað með lífeyrissjóði? Mega þeir eiga sparisjóðsbók? Tékkareikning?

Eigum við ekki bara að taka alla sem eiga krónu í hlutabréfum eða og svifta þá kjörgengi? Þetta hljómar óneitanlega þannig hjá þér. Samfylkingin hefur ekkert brugðist í þessu máli. Hins vegar held ég að gáfnafar þitt hafi brugðist ansi illilega. 

Anna (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:46

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mér finnst þetta útúrsnúningar ANna.

Ég hef verið stuðningsmaður Samfylkingarinnar síðan hún var stofnuð.  Það getur vel verið að þér hafi ekki þót hún bregðast, en það þarf ekki að endurspegla mína eða annarra skoðun frekar en mín skoðun endurspeglar ekki þína skoðun eða annarra.

Mér hefði þótt betra að uppáhaldsstjórnmálamaður minn til margra ára hefði hlustað á þjóðina fyrr í stað þess að vera sett upp að vegg og neydd til að slíta þessu stjórnarsamstarfi.

Ég var á hitafundinum í Þjóðleikhúsinu og hlustaði á fólkið.

Hvers vegna var ekki hlustað á okkur fyrr?  Veist þú það Anna?  Það þýðir ekki að láta bóka eitt og annað en aðhafast ekkert þegar bókunum er ekki sinnt.

Gáfnafar mitt bregst oft og einatt, en í þessu tilviki er ég sannfærð um að pólitíkusar eiga ekki að standa í neinskonar viðskiptum umfram þau venjulegu, svo sem að reka heimili og fjölskyldu. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.2.2009 kl. 18:55

6 identicon

Gott að þú sérð ekkert athugavert við þau félög sem Lúðvík átti á eða viðskipti hans að öðru leyti.

Eftir stendur þá stjórnarseta hans í fasteignafélagi.

Ég verð að spyrja þig:

Samkvæmt þinni reynslu, hve mikill tími fer í stjórnarstörf í einkahlutfélagi sem sýslar að stofni til með eina fasteign?

Ef stjórnarmennska í skráðum einkahlutafélögum samrýmist ekki þingmennsku tímans vegna, hvað þá með stjórnarmennsku í ýmis konar öðrum félögum, t.d. stéttarfélögum, góðgerðarfélögum, íþróttafélögum og slíku?

Arnar (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:21

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Held að við séum ekki að tala sama tungumálið, þannig að ég kýs að svara þessu ekki öðru vísi en svo að þingmenn eiga að vera lausir við að sitja í stjórnum sem ekki lúta beint undir ráðuneytin.

T.d. finnst mér að borgarfulltrúar eigi ekki að sitja í stjórn ákveðinna íþróttafélaga.  Þeir geta þá ekki verið nægilega hlutlausir þegar fjallað er um ákveðna styrki og svo frv. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.2.2009 kl. 19:25

8 identicon

Mér þykir það ómálefnaleg og með öllu fáráðnleg krafa að ætlast til þess að þingmenn meigi ekki stunda viðskipti eins og annað fólk.

Á meðan þeir geta gert það af hlutdrægni þá er ekkert því til fyrirstöðu.  Ég hef mikinn áhuga á pólítík og ég stefni á að blanda mér í hana þegar "minn tími kemur".  En ég hef heldur engann áhuga á að lifa á þingmanna launum sem eru nú ekki þau hæðstu.  Þau eru vissulega ekki lág en engann veginn samboðin fólki sem hefur þann metnað sem þarf til að vera góður leiðtogi.

Ég tel hinsvegar að það sé góð hugmynd að fólk sé meðvitað um viðskiptalíf þingmanna og að ströng lög gildi um að þeir vinni ekki að eigin hagsmunum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Flottust seinnipartinn.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist

Uppáhaldslögin mín


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1784

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband